Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 49

Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 49
Afi Jensen brosir góðlátlega. - O, nei, vinur, slík munaðarvara þekktist ekki á borð- um foreldra minna þegar ég var á ykkar aldri. Ég var far- inn að nálgast fermingu þegar pabbi kom heim úr kaup- staðarferð með jólaepli í fyrsta skipti. Þeim var svo út- hlutað eftir helgistund á aðfangadagskvöld, einu stykki á mann en munnarnir voru margir heima, sem þurfti að metta. Ég minnist þess enn hve þetta eina epli gladdi okkur börnin mikið og ilmurinn, sem fylgdi þessu hnoss- gæti, var ekki horfinn með öllu úr litlu baðstofunni þegar við sofnuðum á jólanóttina. Þessi kæra endurminning er ein af mörgum frá bernskujólunum heima. Afi Jensen þagnar, augu hans verða fjarræn en Lars langar til þess að skyggnast dýpra inn í bernskuheim afa síns og spyr: - Fannst þér það ekki lítið, afi, að fá bara eitt epli á jól- unum? - Nei, drengurinn minn, þetta var stórkostlegt í mínum bernskuaugum, því máttu trúa. Það eru ekki allsnægta- borð stundlegra gæða né skrautmikill umbúnaður sem færir mannshjartanu hina sönnu jólagleði, heldur sjálfúr jólaboðskapurinn, hvort sem hann hljómar í hreysi eða höll og þann boðskap nam ég ungur í fátæklegu baðstof- unni heima. Litli Jensen hefur setið hljóður og hlustað, en nú er það hann sem spyr í bænarrómi: - Afi minn, viltu segja okkur Lars meira um jólin heima hjá þér, þegar þú varst lítill drengur. Það er alltaf svo gaman þegar þú segir okkur sögu. Afi Jensen brosir til nafna síns. - Jæja, ljúfurinn minn, ég get gjarnan reynt það, en sagan verður að vera stutt í þetta skipti því að við þurfúm bráðum að leggja af stað heim til foreldra ykkar, svarar hann þýðlega og svo hefst umbeðið sögukorn. - Bernskujólin mín voru með töluvert öðru sniði en þau sem þið bræðurnir eigið að venjast og ef til vill er ykkur nútímabörnum hollt að skynja mismuninn. For- eldrar mínir bjuggu á nokkuð afskekktum sveitabæ hér í Norður-Noregi og við vorum átta systkinin. Faðir minn var vanur að fara viku fyrir jól í verslunarferð niður á firði, Ieiðin var það löng að hann náði ekki heim að kvöldi og varð að gista. Við börnin biðum heimkomu hans full eftirvæntingar og ég sé hann enn skýrt í minn- ingunni koma upp sneiðinginn fýrir norðan túnið með byrði í bak og fyrir, væri jörð auð, en með sleðakríli í eft- irdragi lægi hjarnbreiða yfir landi, en slíkt fór eftir tíðar- fari ár hvert. Við systkinin hlupum niður í túnfótinn á móti föður okkar til þess að fagna heimkomu hans og það brást ekki að hann drægi upp úr vasa sínum lítinn, móleitan bréf- poka, sem hafði að geyma eitthvert smá munngæti og oft- ast voru það gráfikjur. Hann skipti innihaldi pokans jafnt á milli okkar þarna á stað endurfundanna, og þótt fíkjurn- ar væru ekki margar í lófa hvers og eins, var gleðin mikil þar sem við hoppuðum léttfætt við hlið föður okkar heim í hlað. Okkur fannst þetta vera nokkurs konar forsmekkur sjálfra jólanna. Pabbi bar pokana með kaupstaðarvarningnum inn í búr og afhenti mömmu til umráða. Okkur krökkunum var ekki ætlað að hnýsast í það við heimkomuna, hvaða leyndardóm þeir hefðu að geyma. Svarið við því beið jól- anna. A aðfangadag tók móðir mín fram stóran þvottabala, hitaði vatn og baðaði okkur börnin, hvert af öðru, upp úr balanum. Fötin okkar hafði hún þvegið og þurrkað dag- inn áður og þau biðu okkar hrein og strokin eftir baðið ásamt nýjum ullarsokkum og heimagerðum skóm. Þetta hvort tveggja, sokkana og skóna, hafði móðir mín hand- unnið á allan barnahópinn sinn, um langar skammdeg- isnætur á meðan aðrir nutu svefns og hvíldar. Hvert barn fékk í jólagjöf eitt stórt kerti og jafnskjótt og hátíðin var gengin í garð kveikti pabbi fyrir okkur á kertunum og hvílík ljósadýrð í lágreistu baðstofunni heima! Móðir mín raðaði barnahópnum til sætis með kertaljós- in sín í hönd og settist svo sjálf hjá okkur en faðir minn valdi sér sæti við borðkríli, sem stóð við gluggann, tók fram helga bók og las jólaguðspjallið. Að því loknu sung- um við, öll sem gátum, jólasálm og sá dýrlegi fögnuður sem fyllti barnshjartað á slíkri stund verður ekki skýrður með orðum. Afi Jensen tekur sér málhvíld og lítur á stóru slag- verksklukkuna á baðstofuveggnum. Tíminn virðist hafa tifað hratt á meðan hann dvaldi í heimi kærra bernskuminninga og miðlaði af þeim. En ekki verður lengur hjá því komist að sinna kvöðum líðandi stundar og afi Jensen snýr sér að drengjunum: - Stúfarnir mínir, segir hann þýðlega, - hér verð ég að setja kommuna, en hver veit nema þið fáið að heyra meira síðar, ef þið óskið þess. Nú verðum við að tygja okkur til ferðar. Drengirnir rísa úr sætum, þakka afa einum rómi fýrir söguna og biðja um framhald við næsta tækifæri. Þeir hefðu kosið að mega dvelja lengur við þann sagnabrunn sem geymir bernskujólin hans afa Jensen, en allir verða að hlýða kalli tímans. Og brátt halda þeir þrír úr hlaði. * * * Dagur líður að kvöldi. Aftansöngur er boðaður í sókn- arkirkju Qarðarins á sama tíma og helgi jólanna gengur í garð. Ungu hjónin, Kjell og Asbjörg, eru vön að hefja jólahaldið með því að sækja guðsþjónustu ásamt sonum sínum og afa Jensen og eins ætla þau að gera á þessum jólum. Kirkjan er nokkurn spöl frá heimili þeirra en þau hafa tileinkað sér þann sið að fara gangandi til kirkju á að- fangadagskvöld, bjóði veðrátta yngstu kynslóðinni upp á þann ferðamáta, og nú er hagstæð tíð. Hjarnbreiða liggur yfir jörðu eins og drifhvítt lín, blikandi stjörnur í tugþús- unda tali lýsa skært á heiðblárri hvelfingu himinsins, Heima er bezt 189

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.