Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Side 8

Heima er bezt - 01.09.2004, Side 8
Fjölskyldan, talið frá vinstri, aftari röð: Guðrún, Krist- ján, Ari. Fremri röð firá vinstri: Magnea og Þórunn. Magnea var um cirabil með litimarkað á Lækjartorgi. Þarna er Þórunn Magnea dóttir hennar, við afgreiðslu. gera ýmislegt í höndunum, sem ég seldi, eins og að skreyta hárkamba, sem þá voru mikið í tísku. Með þess- ari vinnu hafði ég getað safnað dálítilli upphæð og ól þá von í brjósti að við gætum seinna eignast okkar eigið húsnæði.” Draumurinn verður að veruleika Litla húsið við Álfhólsveginn „Fljótlega tókst okkur Magnúsi að festa kaup á 60 fer- metra húsi við Alfhólsveg 23 í Kópavogi. Húsið var í smíðum og varla nema fokhelt. Bílstjóri, sem keyrði á Bifröst með Magnúsi, átti húsið og vildi selja það. Ó- lafur Ketilsson, hinn þekkti langferðabílstjóri og rútueig- andi, hafði aðstöðu á Bifröst með sína langferðabíla og staðurinn ekki fjölmennari en það að allir þekktust sem þar unnu. Þegar Ólafur vissi að við Magnús vildum kaupa húsið bauðst hann til þess að lána okkur það sem á vantaði. Það var þegið með þökkum og varð til þess að við eignuðumst okkar fyrsta húsnæði. Ólafúr Ketilsson var sérstaklega hjálpsamur þeim sem hann treysti. Hann vissi sem var, að eins ungt fólk og við Magnús vorum, gat ekki fengið lán í banka. Húsið var aðeins fokhelt og við áttum ekki fjármuni til þess að innrétta það. En við vorum búin að kaupa hús. Allir aurar sem við eignuðumst voru notaðir til að inn- rétta húsið svo að við gætum flutt inn. Magnús seldi bíl- inn og notaði andvirði hans i húsið. Við fluttum inn rétt fyrir jólin, náttúrlega í húsið hálfklárað. Þá var kominn hiti en ekkert vatn. Frárennsli vantaði og til að bjarga þeint málum var gerð rotþró. Vatnið var sótt í brunn sem var úti á enda á Álfhólsveginum, nálægt smurstöðinni sem Klausturbræður ráku. Byggðin í kringum okkur var mest sumarbústaðir en í sumum þeirra var búið allt árið. Magnús byggði útihús á lóðinni, sem hann hafði fyrir nokkrar kindur og hænsni. Afraksturinn af þessum bú- peningi var gott búsílag. Á þessum árum var rnikið um að fólk í Kópavogi væri með smábúskap með öðrum störf- um. Ég fór að vinna í búð hjá manni sem var kallaður Keli en verslunin var í vesturhluta Kópavogs.” Fljótlega fór að byggjast upp í nágrenninu en það vant- aði verslun á þetta svæði. Fólkið tók sig saman og bauð Sambandinu að byggja lítið hús undir kaupfélag ef Sambandið vildi sjá um rekst- urinn. Kaupfélagið var ekki stórt en það þjónaði sínu hlutverki því að þar fengust allar nauðsynjar fyrir heimili. Magnea vann þarna um tíma og líkaði vel. Eins og áður hefúr verið lýst var mikill húsnæðisskortur í Reykjavík og nágrenni. Yfir húsi Magnúsar og Magneu var ris, sem ekki hafði verið innréttað. Kunningi þeirra, Óskar, sem var múrari að mennt og nýlega kominn í sambúð, hafði hug á því að aðstoða við að innrétta risið og búa þar. Þetta var álitlegur 392 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.