Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 9
kostur og var ráðist í að lyfta þakinu og
settir á það tveir kvistir. Óskar og Lilja
konan hans, fóru síðan að búa þar og var
Þórunn Magnea hjá þeim, á meðan móð-
ir hennar var að vinna.
„Þegar Þórunn Magnea var 9 ára eign-
aðist ég soninn Ara og gat þá ekki leng-
ur verið útivinnandi. En við þurftum
meiri tekjur til að lifa af en starf Magn-
úsar skilaði og þar sem við höfðum
hænsni og kindur, færðum við út kvíarn-
ar í hænsnaræktinni frá nokkrum hæn-
um, sem verptu rétt fyrir heimilið, og
settum upp hænsnabú með 600 varp-
hænum. Við byggðum 100 fermetra hús
á lóðinni undir hænsnabúið og þetta gekk vel. Hænsnabú-
ið rákum við þar til við fluttum af Álfhólsveginum. Á
þessum árum ók Magnús strætisvagni sem gerði honum
fært að vera með leigubíl á milli vakta. Magnús keypti
sér bíl eftir að við komum húsinu upp.
Árið 1959 seldum við húsið á Álfhólsveginum og flutt-
um í bæinn. Þá voru börnin orðin þrjú, Guðrún yngst.
Fyrst leigðum við íbúð á Grensásvegi á meðan við vorum
að finna húsnæði sem hentaði okkur. Eftir nokkra mánuði
keyptum við indæla íbúð í Blönduhlíð.
Eftir að vera búinn að koma öllu í lag á nýja heimilinu
byrjaði ég að búa til unga á páskaegg. Ég hafði séð
páskaunga í Danmörku þegar ég fór þangað og efnið,
sem var notað í þá, og vissi nokkurn veginn hvernig þeir
voru búnir til. Ég tók eina stofuna í íbúðinni undir þetta
og var með fólk í vinnu við að búa til ungana. Móður-
systir mín, Elínborg Stefánsdóttir, límdi goggana og lapp-
irnar á þá. Ungarnir voru síðan seldir í allar sælgætis-
gerðirnar sem framleiddu páskaegg. Seinni part sumars
var farið að búa til jólaskraut, jólasveina og ýmislegt ann-
að fyrir jólin.
Við Magnús skildum og ég flutti með börnin inn á
Sundlaugaveg 12, þar sem ég keypti ágæta hæð. Þar hélt
ég áfram að framleiða ungana á páskaeggin og jólasvein-
ana.
Til þess að stækka reksturinn kom ég
upp grímubúningaleigu og var mest af
því sem leigan var með, saumað þar.
Við saumuðum hattana, grímurnar og
flest annað af búningunum. Þetta var
vertíð sem stóð fyrstu tvo og hálfan
mánuð hvers árs. Ég hafði fólk í vinnu
en mismargt eftir því hvað mikið var
að gera hverju sinni. Það voru hundrað
grímubúningar sem leigan átti þegar
mest var. Búningarnir voru bæði á full-
orðna og börn en þá voru Indíánabún-
ingar vinsælir á vissan aldurshóp.
Nokkuð lengi rak ég sjoppu á Hverfis-
götunni, þar sem Flórída var, og þegar
ég hætti þar keypti ég aðra sjoppu á Skólavörðustíg við
hliðina á gullsmíðabúð Halldórs. í því plássi setti ég upp
gj afavöruverslun
Ævintýrið í Danmörku
„Ég átti marga vini í Danmörku, því þangað hafði ég oft
komið og dvalið um tíma. Ég tók þá ákvörðun árið 1969
að flytja þangað og setja upp verslun með íslenskar vörur,
lopapeysur, band o.fl. Ég fékk húsnæði á leigu á Vester-
brogade 125.
Verslunin gekk ekki nógu vel og ég hætti með hana.
Stutt frá í sömu götu var mikill vinur minn, eldri maður,
verkfræðingur að mennt, sem hafði séð um gerð flugvall-
arins í Kulusuk á Grænlandi og hafði auk þess starfað
mikið í Afríku. Þessi ágæti maður hafði sett upp antik-
verslun eftir að hann hætti að vinna, til þess að láta tím-
ann líða, eins og hann sagði. Ég bað hann að ráðleggja
mér hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur fyrst að versl-
unin mín gengi ekki eins vel og ég hafði vonað. Þá bauð
hann mér antikverslunina sína til sölu. Þannig byrjaði
ævintýrið með Antikmuni. Ég varð mjög undrandi á að
hann skyldi vilja selja verslunina en hann hafði ákveðið
að fara að gera aðra hluti.
Þessi ágæti maður seldi mér verslunina á mjög góðum
Baron von Tranehave. Myndin er
tekin í versluninni Antikmunum á
Laufásvegi 6, árið 1980.
Gámur kominn frá Danmörku, fullur af
vörum.
í versluninni.
Heima er bezt 393