Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 10
Aðfangadagskvöld í borðstofwmi á Laufásveginum. Magnea Bergmann og Þórunn Magnea. kjörum og kom mér af stað, því að það þarf talsverðan lærdóm til þess að þekkja og meta gamla muni. Flestir þeirra hafa allnokkra sögu að baki og sumir hverjir mikla sögu. Ég verð að segja að þessi maður hafi bjargað lífi okkar og þannig byrjaði ævintýrið með antikmuni hjá mér í Danmörku árið 1973.” Magnea flutti heim til Islands árið 1975 og leigði á Týsgötu 3, þar sem hún setti upp verslunina Antikmuni, í plássi sem áður hafði verið innrömmunarverkstæði og málverkasala. Um tíma bjó hún í lítilli íbúð, sem var bakatil við verslunina. Verslunin Antikmunir á Týsgötu 3 gekk vel en eina óöryggið var að vera í leiguhúsnæði. „Það var liðið eitt og hálft ár frá því að ég flutti til ís- lands, þegar einn dag var haft samband við mig og ég beðin um að koma niður á Laufásveg 6 til að líta á gamalt skrifborð, sem eigandinn hugðist koma í peninga. Ég hafði í mörgu að snúast og gleymi þessu. Nokkru síðar hringir maðurinn aftur og bað mig að koma. Þegar ég sá skrifborðið, sem var reyndar skatthol, spurði ég manninn af hverju hann vildi selja svona vandaða mublu, þar sem hann hefði nóg pláss. Skattholseigandinn sagði að það ætti að selja húseignina. Þegar ég vissi þetta langaði mig til að kaupa húsið. Ég hafði sambandi við fasteignasöluna sem var með húsið og það varð úr að mér tókst að eignast það. Ég átti tvær miljónir og lét þá peninga strax upp í kaupin en afganginn borgaði ég á einu ári. Þetta tókst allt saman og ég flutti Antikmuni á fyrstu hæðina og bjó sjálf á efri hæðinni. Það var afar þægilegt að þurfa ekki að fara langa leið á vinnustað, aðeins milli hæða. Fyrir utan þægindin er í því mikill sparnaður að hafa atvinnureksturinn heima. A fýrstu hæðinni hafði Magnea og systkini hennar, Ari, Þórunn og Ragnar, í borð- stofunni á Laufásvegi 6, árið 2002. Að sölustörfum í Kolaportinu. verið gullsmíðaverkstæði og verslun áður en Antik- munir komu í plássið. Á þessum árum er óhætt að segja að Antikmunir hafi verið eina antikbúðin í Reykjavík og það var mjög heppilegt fyrir mig, en það voru náttúrlega til fornverslanir. Yngsti sonur minn, Kristján, innréttaði síðan íbúð á jarðhæðinni en þar voru geymslur og annað pláss sem lít- ið var notað. Tvær íbúðir eru á neðstu hæðinni og er gengið í þær frá garðinum sem er Lækjargötumegin. Hús- ið er byggt í talsverðum halla og leynir á stærð sinni frá Laufásvegi séð. Norðan við húsið var hálfgert leiðinda sund, sem ég fékk að byggja upp í. Þetta kom ágætlega út, bæði séð frá Laufásvegi og Lækjargötu, auk þess að fá meira pláss. Þórunn dóttir mín hafði áhuga á því að búa í húsinu okkar á Laufásvegi 6 og það varð úr að við fluttum búð- ina og gerðum íbúð á hæðinni sem Þórunn bjó svo í. Antikmunir opnuðu þá verslun í Hátúni um tíma. Þegar Ari sonur minn tók við rekstrinum, keypti hann húsnæði á Klapparstígnum, þar sem verslunin hefur verið undan- farin ár.” Frá því að Magnea byrjaði að versla með antik hefur hún lagt mikla áherslu á að þekkja sögu munanna, hvort sem uni er að ræða húsgögn eð skrautmuni. Þegar hún er Stofan á Laufásveginum. Kristján með hundinn Gæja. 394 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.