Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 17
ÓSAMSTÆÐIR
SOKKAR OG SKÓR
Það hefur oft vakið undrun mína hversu mörg lögmál eru
til, jafnvel þóttþau séu ekki náttúrulögmál. Alls kyns lögmál
sem vœri þó auðvelt að breyta ef mann langaði til. Náttúru-
lögmálunum sjálfum er auðvitað ekki hægt að breyta, svo
sem vetri, sumri, vori og hausti en við erum þó í góðum
gangi með að breyta veðrinu að því að sérfrœðingar segja.
Gróðurhúsaáhrifin þar að verki. Og við stöndum okkur
prýðilega í að skemma Móður Jörð að óþörfu, umgöngumst
hana af miklu virðingarleysi. Maðurinn hefur og heldur á-
fram að fremja ofbeldisverk á Móður Jörð. Samt eigum við
allt okkar líf undir þessari jörð.
Samband okkar við jörðina er
eins og slæmt hjónaband þar
sem annar aðilinn tekur völdin
í sínar hendur og beitir fjölskyldu
sína harðræði og ómennsku. Við
virðumst gjörsamlega skilningslaus
gagnvart mikilleika Móður Jarðar og
jafnframt samspilinu í hinu mikla
sköpunarverki. Röskun lífríkisins er
ekkert mál fyrir manninn bara ef
hann græðir peninga. Við hrekjum
heilu dýrastofnana burt frá heim-
kynnum sínum án þess að gefa því
eina hugsun hvað það getur haft í for
með sér. Við breytum farvegi ánna,
þurrkum upp vötn og fyllum í gljúf-
ur, sprengjum fossa og tætum gróð-
urreiti, vöðum yfir landið eins og
eyðandi afl - eða réttara sagt: við
erum eyðandi afl. Allt er falt fyrir
peninga. En það er skammgóður
vermir að míga í skóinn sinn. Allt
bendir til þess að Móðir Jörð hristi af
sér óværuna. Verði bara hundleið á
Anna Fr.
Kristjánsdóttir:
að láta tæta sig niður og raska þannig
jafnvægi náttúrulögmálanna. Og tek-
ur þá til sinna ráða.
En það eru nú eiginlega önnur lög-
mál sem ég er dálítið upptekin af.
Sem eru gríðarlega einkennileg ef að
maður hugsar málið. Það er þetta
lögmál með sokka, skó og vettlinga.
Af hverju ætli það sé - að allir
VERÐA að vera í eins sokkum á
báðum fótum? Væri ekki allt í lagi
að vera í sokkum sitt af hvorri sort-
inni eins og það er kallað. Væri ekki
flott að vera með einn vettling rauð-
an og einn bláan. Og grænan skó á
öðrum fæti og íjólubláan á hinum.
Mér fyndist rosalega ílott að sjá ein-
hvern stjórnmála- eða embættis-
manninn fara í ferðalag upp á fjöll -
eða á ráðstefnu til útlanda í gulum
sokk og bláum skó á vinstri fæti og
fjólubláum sokk og grænum skó á
hægra fæti! Hugsa sér hvað það
myndi lífga upp á ráðstefnurnar hjá
Evrópubandalaginu ef jakkasettin
væru svona til fara. Þá myndi heim-
urinn loksins fara að taka eftir því
sem þeir eru að segja. Ég sé Banda-
ríkjaforseta fyrir mér við byssukjaft-
ana í Irak eða bara í ísrael, í gulum
og grænum sokkum með ljósbláan
skó á öðrum fæti og íjólubláan á hin-
um. Mættu alveg vera úr rúskinni.
Það myndu allir hætta að skjóta. Ætti
hann að vera í jakkafotum eða hvað?
Ég held að færi betur að hann væri í
rósóttum smekkbuxum og netbol. Og
svo gæti hann auðvitað verið með
lopavettlinga, annan sauðsvartan og
hinn mórauðan.
Heima er bezt 401