Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 21
Gatnamót Aðalgötu og Kirkjuvegar, 1954. Þarna má þekkja málarastofu Sigurðar Hallssonar, Syðstabæ, Leyning, Sveinshúsið, Villahúsið, Sóleyjarhúsið og Stjánahúsið. Fyrstu minningar mínar eru tengdar sveitinni við ysta haf, Fljótum, og þá allra helst Neðra-Haganesi, býli, sem nú er horfið, en stóð á sjávarbakkanum rétt utan við verslunarstaðinn í Haganes- vík. Eg held að það sé sérstakt sum- arkvöld í júní, sem ég man fyrst eftir. Ég hossast á hnakknefinu fyrir fram- an Arna föðurbróður minn og við erum á leið vestur með Haganesvík að Bakka á Bökkum. Um þetta leyti, 1938, liggur föðurafi minn, Jón Magnússon, þar veikur og á að sýna honum snáðann áður en gamli mað- urinn kveður þennan heim. Og þegar við komum inn á Bakkana, þar sem gamli torfbærinn stóð, er mér minn- isstæðust hin mikla birta við það að úthafið framundan bænum speglaðist beint inn í miðnætursólina, sem er algeng sjón norðanlands á þessum árstíma. Einhver hefur sagt: „Þú lifir þegar þú ert ungur“. Seinna finnurðu hvað þú hefur lifað og það er þá, sem þetta kemur allt aftur upp í hugann og býr um sig í fallegri birtu, kannski dálítið óraunhæfri, en góðri birtu. Þannig er þessu farið með fimmta áratuginn, sem ég man gjörla eftir í Neðra- Haganesi og eins er þessu farið með Ólafsljörð. Ég fluttist þangað með fjölskyldu minni 15 ára gamall í nóv- ember árið 1950, og átti þar heima að Aðalgötu 11-b, þau sex ár sem ég var heimilisfastur í Ólafsfirði. Sól- eyjarhúsið var það kallað og aldrei neitt annað, eftir Sóleyju Stefáns- dóttur mágkonu móður minnar, en af því fólki var húsið keypt fyrir tuttugu þúsund krónur, árið 1950. í skýrslum bæjaryfirvalda hét húsið reyndar Brautarhóll og þar áður Þorleifshús, eftir Þorleifi Jónssyni móðurafa mín- um, sem byggði það í félagi við Ólaf Guðmundsson uppeldisson sinn, árið 1922, en Ólafur var maður Sóleyjar, sem áður er nefnd. Þetta var múrhúðað timburhús, ein hæð, ris og geymslukjallari með litl- um garði í kring. Torfbærinn í Neðra-Haganesi var rifinn litlu eftir að við fluttum þaðan og sömu örlög hlaut „Sóleyjarhúsið“ 1958, þegar breikka þurfti Aðalgötuna í Ólafs- firði. Þá kemur önnur mynd upp í hug- ann. Ég sit í hliðarsæti á bandarísk- um hertrukk, sem gerður var til liðs- flutninga í síðari heimsstyrjöldinni. Þetta var á köldu nóvemberkvöldi árið 1950 og þegar komið myrkur. Menn sitja þögulir meðan bíllinn stritar áfram upp bratt Heiðarhallið og fannir Stífluijalla eru að baki. Lágheiði er einnig öll snævi þakin og það er hált í slóðinni, þrátt fyrir frostið. Þýður söngur „sjevrolett“ vélarinnar og glamur í hjólakeðjum bílsins er það eina sem rýfur vetrar- kyrrðina. Á undan okkur fer annar flutningabíll, einnig með búslóð okk- ar. í honum situr móðir mín við hlið Júlíusar bílstjóra, með fimm ára dótturdóttur sína. Faðir minn ætlaði að koma seinna. Eftir rúmlega klukkustundar ferð frá Neðra-Haganesi, en þaðan vorum við að flytja, er Lágheiðin einnig að baki og farið að halla norður af í ótal bugðum og beygjum, sem Þór bíl- stjóri þræðir af stakri snilld. Á móti okkur breiðist bjartur faðmur hvítra ijalla við djúpan ljörð, þar sem brag- andi norðurljós bylgjuðust til og frá um himinhvolfið. Áfram þokast bílarnir eins og sniglar niður ótal brekkur, hvor á eft- ir öðrum. Allt í einu birtist skært ljóshafið í Ólafsfjarðarkaupstað framundan og innan lítillar stundar ökum við inn í bæinn og bílarnir Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.