Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 26
Hjörtur
Þórarinsson:
jm «
\ x. '1
Barma-
systurnar
Þórdís Þórðardóttir, f. 1882, d. 1968 og Ólafía Þórðardóttir, f. 1888, d. 1976.
Barmar í Reykhólahreppi var fyrsti bœr
þegar ferðamaður hafði lagt leið sína útyfir
hina brekkufríðu Barmahlíð. Jörðin til-
heyrði um langan aldur stórbýlinu Reykhól-
um. Þórður Olafsson bjó í Börmum frá
1885 til 1937. Kona hans var Ingibjörg Ein-
arsdóttir.
Systurnar Þórdís og Ólafía áttu alltaf heima í Börm-
um. Þær voru eftirminnilegar öllum sem kynntust
þeim.
Næsti bær utan við Barma er Miðhús. Þar áttum við
heima fram til 1939. Mikill samgangur var á milli bæj-
anna. Eitt var það, sem þær systur höfðu gaman af, og
það var að spá í bolla. Hvort það rættist sem spáð var,
man ég ekki. Annað var merkilegt, það hversu næmar
þær voru á drauma sína. Það kom þeim sjaldnast á óvart
hvort gest bæri að garði, né heldur frá hvaða bæ eða fjöl-
skyldu gesturinn var.
Ég ætla að slá hjá
ykkur í dag
Draumur Ólafíu, 27. júlí 1947
Sumarið 1947 hófst sláttur með seinna móti í Börmum.
Það hafði stundum komið fyrir að við færum þangað á
sunnudögum og léttum undir með sláttinn. Þá bar það til
að morgni sunnudagsins 27. júlí, að mér datt í hug að fara
inn að Börmum og vera þar við slátt fram eftir deginum.
Þessa ákvörðun tók ég um morguninn, þegar ég sá að
veðurhorfur næstu daga gáfu von um þurrk.
Þegar ég kom að Börmum, skildi ég orfið mitt eftir
utan túngarðs og gekk heim, án þess að gera grein fyrir
erindi mínu að Börmum þennan morgun.
Ólafía tók vel á móti gesti sínum og bauð mér inn í eld-
húsið. Hún spurði engra frétta en sagði mér fljótlega að
Ólafia Þórðardóttir, Ólafur Þorláksson og Þórdís Þórð-
ardóttir frá Börmum.
koma mín hefði ekki komið sér á óvart, frekar en annarra
komumanna.
Ég spurði hvaða vitneskju hún hefði fengið um mínar
ferðir.
Hún kvað sig hafa dreymt Þórarinn heitinn, frænda
410 Heima er bezt