Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 29

Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 29
Anthony Eden tók einnig til máls og lagði á það megin á- herslu, að þótt tekist hefði að leysa deilu þessa í bili, væri engin endanleg lausn fengin á þeim deilumálum, sem uppi væru með Evrópuþjóðunum, og valdið gætu ófriði innan álfunnar. Yrðu því Bretar að leggja alla áherslu á það að hraða vígbúnaði sínum eftir frekasta mætti, þannig að þeir yrðu fullkomlega færir um að bjóða öðrum þjóðum birginn, er þær gerðust uppivöðslusamar um of. Deildi hann einnig á utanríkismálastefnu Chamberlains og fullyrti að hún gæti ekki leitt til annars en frekari krafa og hótana frá hendi ein- ræðisríkjanna, sem ganga myndu á það lagið, er sá árangur hefði fengist sem raun varð á í deilunni um Súdeta-héruðin. Breska stjórnin hefir ákveðið að leita trausts neðri mál- stofunnar, og er rætt um að sú yfirlýsing muni verða borin fram á fundi málstofunnar í dag, og muni hún hljóða á þá leið, að deildin lýsi fullu trausti sínu til handa bresku stjóm- inni og vilji styðja stefnu hennar í utanríkismálum, þar eð hún hafi leitt til þess að styrjöld hafi orðið umflúin og það neyðarástand, sem siglt hefði í kjölfar styrjaldar, og muni deildin styðja að áframhaldandi starfi til eflingar varanleg- um friði í álfunni. Stórblöðin Daily Express og Daily Mail ræða um það í morgun, að sá möguleiki sé fyrir hendi, að þing verði rofið og stofnað til nýrra kosninga, sem væntanlega yrðu látnar to U rcloucJ, ubJ thc ^atcáoalovak Ucrern'ír.t »111 *ithln \ ’.ae soae j.«irlod rslsnsc 3udotao C*r toi jrisor.irs «bo ot sorriac , toros oí iayrlsoaaeat for polltical offstesa. aaloh, 29thaf I3J(5. Qj&eJaik** Chamberlain heldur á lofti samningnum við Hitler, sem hann kvað myndu „ tryggja frið á okkar tímum. “ Hinn frœgi Munchenar samningur. fara fram í nóvember n.k., ef stjórnarandstöðuflokkarnir skyldu eflast frekar að íylgi en orðið er. Hins vegar er talið að Chamberlain sjálfur vilji nú friðsamlegri lausn innan þingsins og muni halda áfrarn tilraunum sínum í þá átt, og kæri sig ekki um að láta kosn- ingar fara fram að sinni. Nán- ustu fylgismenn Chamberlains telja að almennar kosningar sem færu fram nú bráðlega, myndu leiða til þess að stjórnin myndi fá yfirgnæfandi meirihluta innan þingsins, og þjóðin muni þannig kveða niður þær óánægjuraddir, sem þar láta nú á sér bæra. Þessi meirihluta aðstaða stjórnarinnar muni einnig að sjálfsögðu, styrkja hana í þvi starfi að tryggja var- anlegan ffið í álfunni, í anda þeirrar stefnu, sem kom fram lausn deilnanna á fundinum í Munchen. Öll morgunblöðin í London taka undir það með Cham- berlain, Eden og öðrum ræðumönnum í neðri málstofu breska þingsins í gær, að breska þjóðin verði að vígbúast svo mjög, að virki hennar verði óvinnandi, þannig að hún geti boðið birginn hvaða þjóð sem skyldi. United Press. Vísir, 4/10, 1938. Fylgi Chamberlains hefir aldrei verið örugg- ara en nú. Talið er víst að þingkosningar verði ekki látnar fara fram í Englandi. London í morgun. Eftir umræður þær, sem ffarn fóru í breska þinginu í gær, er það vitað að stjórnin hefir algert meirihluta fylgi að baki sér innan þingsins. Meirihluti íhaldsflokksins lítur svo á, að engin ástæða sé til þess að stofna til nýrra skyndikosninga til þess að efla þingfylgi flokksins, vegna hins mikla þjóð- fylgis, sem Chamberlain nýtur nú, eftir affek sitt í þágu friðarmálanna. Jafhaðarmenn líta einnig svo á, að þingkosningar verði að Heima er bezt 413

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.