Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 31
lendum sínum hefðu þeir sviptir verið tækifærum til þess
að þjóðin gæti notið dugnaðar síns og hæfileika. Halifax
neitaði því að Bretar vildu einangra Þjóðveija eða inni-
byrgja eða nokkra aðra þjóð, því að stefna Breta væri friður
og aukin viðskipti með öllum þjóðum, en gegn ofbeldi í
skiptum þjóða milli, yrðu þeir að rísa.
Bretar, sagði Halifax lávarður, eru fusir til að taka til
sanngjarnrar athugunar allar kröfur Þýskalands um aukið
svigrúm fyrir þýsku þjóðina. Kvaðst hann bera fram tilboð
um þetta fýrir hönd bresku stjórnarinnar, sem hér með vildi
enn sýna vilja sinn til þess að leiða deilumálin til vinsam-
legra lykta.
Þessari uppástungu Halifax lávarðar hefir verið illa tekið
i Þýskalandi, eftir morgunblöðunum að dæma, sem stöðugt
eru hvassorðari í garð Breta.
Ræða blöðin mikið um það hversu samkomulagsumleit-
anir Breta við Rússa gangi treglega - þeir séu í rauninni alls
ekki nær samkomulagi en fyrir nokkrum vikum - og vafa-
samt um fullnaðarúrslitin - og það sé til að draga athygli al-
mennings frá hinum bágborna árangri af samkomulagsum-
leitununum, að Halifax lávarður flutti ræðu sína.
Blöðin ræða kröfúr Þjóðverja um endurheimt nýlendna
sinna og þeim kröfúm, segja þau, verður haldið til streitu. I
ræðu sinni hafi Halifax lávarður ekki komið með neina
gagnlega uppástungu.
Blöðin draga ekki í efa, að fýrir Bretum vaki einangrun
Þýskalands, þeir telji viðskiptahagsmunum sínum hættu
búna af framsókn Þjóðverja, og svíði hversu þeim hafi orð-
ið ágengt í viðskiptum sínum við ýmsar þjóðir. Mörg blöðin
eru afar harðorð um hið áformaða hemaðarbandalag Rússa
og Breta, og sé það augljóst orðið, að Bretar séu fúsir til að
teygja sig eins langt og Rússum henti, í því augnamiði einu
að fá betri aðstöðu til þess að kreppa að Þjóðverjum.
Þá er Bretum gefið að sök að hafa haft þau áhrif á Pól-
verja, að þeir komi borginmannlega og af hroka fram við
Þýskaland og kunni þetta að koma þeim í koll.
United Press.
Vísir, 9/6/1939.
Chamberlain svarar Þjóðverjum
Chamberlain hefir haldið ræðu í Cardiff og gert að um-
talsefni hinar stöðugu árásir þýskra blaða og þýskra leið-
toga á Bretland og stefnu bresku stjómarinnar. Chamberlain
kvað stöðugt vera unnið að því að berja það inn í Þjóðverja,
að Bretar stefndu að því að einangra Þýskaland, það væri
stöðugt alið á þessari lygi, en allur heimurinn mætti vita að
stefúa Breta væri friður og góð sambúð þjóða á milli á við-
skiptasviði sem öðrum, en annað mál væri, að Bretar teldu
sér skylt að sameinast þeim þjóðum, er vildu hindra ofbeldi
og ágengni í alþjóðaviðskiptum.
United Press.
Vísir, 26/6/1939.
Chamberlain með veiðistöngina sína
Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands hefir gaman af
að veiða á stöng og fer iðulega um helgar þeirra erinda út á
Halifax lávarður og Chamberlain með Ciano, Mussolini
ogDino Grandi árið 1939.
landsbyggðina. Er stundum um það getið í fréttum frá
London, að hann hafi tekið veiðistengurnar með sér, og
þykir það öruggt merki þess, að horfur í alþjóðamálum séu
með betra móti þá stundina, og Chamberlain búist við að
geta unað við að dorga nokkrar klukkustundir, án þess að
frétta um að Hitler hafi haldið enn eina ræðu eða eitthvað
slíkt, sem kann að viðhalda eða auka æsinguna með þjóð-
unum.
Vísir, 28/6/1939.
Hitler í þann veginn að láta til skarar skríða í
Danzig, að áliti Pólverja, Frakka og Breta
Hitler aðvaraður afhelstu stjórnmálamönnum stórveld-
anna
Meðal Breta, Frakka og Pólverja, gætir nú hins mesta ótta
um, að Hitler ætli að láta til skarar skríða í Danzig. Ræður
þeirra Daladiers, Winstons Churchills og Halifax lávarðar,
sem talaði í gærkveldi, eru í rauninni allar strengilegar að-
varanir til Þjóðverja. 1 blöðum Bretlands, Frakklands og
Póllands, eru birtar fjölda margar ffegnir, sem benda til ó-
vanalegs undirbúnings i Danzig, svo sem að S.A.-menn
haldi áfram að streyma þangað, fallbyssur hafi verið fluttar
þangað og önnur hergöng, o.m.fl. En í Berlín er því harð-
lega neitað að mikill viðbúnaður eigi sér stað. Hins vegar
haldi Pólveijar áfram að hervæðast.
Halifax lávarður var mjög ákveðinn í ræðu þeirri, sem
hann flutti í gærkvöldi. Hann líkti ástandi og horfum í fyrra
við horfurnar nú og taldi þær jafnvel öllu ískyggilegri nú,
en þegar verst horfði í fyrra.
Hann kvað Breta vera við öllu búna. Flugher Breta væri
nú svo öflugur orðinn, að þeir þyrftu ekkert að óttast á því
sviði. Hann lýsti vilja Breta til þess að leiða öll deilumál til
lykta með samkomulagi og neitaði því eindregið, að Bretar
vildu einangra Þjóðverja. Þjóðverjar hafa sjálfir einangrað
sig með framkomu sinni, sagði Halifax lávarður. Bretar og
allur heimurinn vissi, að ekki væri nokkur fótur fyrir lygaá-
róðrinum, sem dreift væri út um allan heim af einræðisríkj-
unum, til lítilsvirðingar Bretum, og væri það nauðsynlegt
Heima er bezt 415