Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Page 33

Heima er bezt - 01.09.2004, Page 33
fregnum að dæma, víðtækari á- form á prjónunum, þ.e. að kalla saman ráðstefnu þeirra fimm stórvelda, sem nefnd hafa verið í Berlínarfregnum (þ.e. Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands og Sovét-Rússlands), en auk þess yrði Bandaríkjunum og Tyrklandi boðin þátttaka. Það hefir þegar verið tilkynnt í Rómarborg, að Mussolini muni veita aðstoð sína til þess að koma Georg konungur VI. á friði. Var haldinn fundur í ítölsku stjóminni í gær síðdegis og var Bastianini, sem hefir verið skipaður sendiherra Italíu í London, í stað Grandi, á fundinum. Mun hann flytja bresku stjóminni orðsendingu frá Mussolini. Álit Mussolini sem stjórnmálamanns hefir farið mjög vaxandi og hefir honum einkum verið mikill álitsauki að því, af hve mikilli þolinmæði og dugnaði hann hefir reynt að vinna gegn styijöld. Fregnirnar, sem nú berast frá Róm- arborg, um sjövelda ráðstefnu, eru taldar staðfesta það álit manna, að Mussolini sé víðsýnn og hygginn stjómmála- maður, því að ef slík ráðstefna yrði haldin væri það mikil trygging í, að samkomulagið yrði varanlegt og að það yrði virt, að Bandaríkin yrðu þáttakandi, en vegna Miðjarðar- hafsmálanna er það mjög mikilvægt að þau séu höfð með í ráðum. Tyrkir og ítalir hafa borist á banaspjót, en Mussolini gengur framhjá því, enda tilheyrir það liðnum tíma. Hann hefir og séð, að það mundi hafa góð áhrif í Bretlandi og Frakklandi, að Tyrkjum væri boðin þátttaka, en með Tyrkj- um, Bretum og Frökkum er nú varnarbandalag, sem kunn- ugt er. Vísir, 4/10/1939. Ræða Chamberlains fær góðar undirtektir Chamberlain gaf fimmtu stríðs-greinargerð sína í neðri málstofunni í gær. í ræðu hans kom það skýrt fram , að Bretar og Frakkar láta engar hótanir hafa áhrif á sig, að þeir muni ekki ganga að samningaborði, nema tryggt sé, að gerðir samningar verði haldnir, o.s.frv. [...] Ræða Chamberlains hefir fengið hinar bestu undirtektir, bæði í Bretlandi og Frakklandi. Vísir, 4/10/1939. Feikna gremja í garð Hitlers í breskum blöð- um Friðartillögur hans taldar óaðgengilegar með öllu Lundúnablöðin í morgun fara háðulegum orðum um ræðu Hitlers í gær og eru svo beiskyrt sum, að ekki munu dæmi til frá því á styijaldarárunum. I ræðu sinni gaf Hitler yfirlit yfir helstu viðburði seinustu tíma og tildrög þeirra og lýsti yfir, að Þjóðveijar hefðu engar kröfur fram að bera, nema nýlendukröfurnar. Hann kvað Þjóðveija hafa komið fram af eins mikilli mannúð og auðið var í stríð- inu í Póllandi, pólska ríkið risi aldrei upp aftur í fyrrverandi mynd, og Versala-samningana kvað hann úr gildi fallna. Hitler stakk upp á ráð- stefnu, sem vel væri vandað til og tæki vandamálin til rækilegrar með- ferðar. Lundúnablaðið Times er harðort í garð Hitlers og sakar hann um svik- samlegt framferði í viðskiptum við aðrar þjóðir og verði ekki séð fyrir endann á því, það sé engin trygging fyrir því, að orðum hans verði treyst, heldur sanni reynslan, að hann hafi margbrotið loforð sín. Þetta framferði, segir blaðið, hefir lagt hindranir í veg fyrir, að því marki yrði náð, að sannur friður kæmist á. Blaðið Daily Telegraph í London segir, að ef þjóðimar eigi að hætta að beijast, færi best á því að morðingjamir byrjuðu á því að leggja niður vopnin. Vísir, 7/10/1939. Friðarvonir Þjóðverja bresta Þeim urðu mikil vonbrigði að ræðu Daladier Af ýmsum fregnum sem borist hafa frá Þýskalandi, hefir mátt ráða, að þjóðin hefir beðið með óþreyju eftir því, að svar bandamanna kæmi við ffiðartillögum Hitlers. Blaðaummæli frá löndum bandamanna hafa ótvírætt bent til að því yrði hafhað að semja við Hitler, en vafasamt er að slík ummæli hafi náð eyrum Þjóðverja almennt. í einni fregn segir, að menn bíði með óþreyju ræðu Chamberlains, en hana átti að halda í gær. Var henni frestað til morguns, en Daladier flutti ræðu í gærkvöldi og þar sem hin nánasta samvinna er milli Breta og Frakka um hversu svara skyldi Hitler, hefir athyglin beinst að ræðu Daladiers, en Cham- berlain mun gefa samskonar eða svipaða yfirlýsingu og Daladier [forsætisráðherra Frakka]. Vísir, 11/10/1939. Nasistar reiðir Chamberlain fyrir að hafna friðartilboði Hitlers. Búist við að hildarleik- urinn komist í algleyming þá og þegar Það vekur mikla athygli, að þýsku blöðin birta ekkert um ræðu Chamberlains og geta ekkert um hana, en þýska út- varpið hefir heldur ekki sagt frá ræðunni. Það er ekki einu sinni minnst á það neins staðar að Chamberlain hafi talað. En það er vel kunnugt, að leiðtogar nasista eru sárgramir Chamberlain fyrir að hafna friðartilboði Hitlers, og hafa þeir sannfærst um, að úr því sem komið er, sé ekki um ann- að að ræða en berjast til þrautar, og búast menn nú við að bardagarnir byrji fyrir alvöru þá og þegar á vesturvígstöðv- unum. Franskir stjórnmálamenn hafa komist svo að orði, að Anthony Eden. Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.