Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 37
Þú hefur gengið mér í vil;
nú skal ég, drengur, gera þér skil.
Þraut og mæða þá mun stytt,
þegar hjón við verðum.
Öll heims gœði, hjartað mitt,
fœrðu bœði- og líka hitt!
Sem ég ekki segja má,
svona í berum orðum,
þegar ég fer að sofa þér hjá,
betra er að giska á.
Mikið mun nú ganga á
daginn þann hinn mikla.
Presturinn okkur pússar þá,
og við bœði segjum já.
Verð ég þá sem heiðursmann,
þegar égfer að búa.
Peningunum safna kann
þá í kistuhandraðann.
Mér til gleði verða mun,
það skaltu nú sanna.
A þínu geði fœrðu umbun;
það sem skeður, hefi ég á grun.
Við munum ríða í kaupstaðinn,
elsku hjartans lífið.
Þú fœrð brauð í vasann þinn,
en ég kaupi á pelann minn.
Það mun gaman, segi ég satt,
fyrir okkur bœði.
Eg mun kaupa mér nýjan hatt,
heim svo ríða mér þér glatt.
Ekki vil ég fjölyrða
óðardrápu þessa,
heldur biðja vel virða,
auðargrundu blessaða.
Geymdu svo í huga þér,
hjartans Ijúfan góða,
það sem að ég segi þér,
þangað til að þú mig sér.
Hver er nú hagyrðingur mánaðarins, eins og ég nefni
hann? Hann hét Sveinn Gunnarsson, og kenndi sig löng-
um við Mælifellsá í Skagafirði.
Fæddur var hann 27. júlí 1858 og lést 4. ágúst 1937.
Sveinn var bóndi í Skagafirði og stundaði verslun í
Reykjavík og síðast á Sauðárkróki.
Hann skrifaði nokkuð, og er ævisaga hans, er hann
nefndi Veraldarsögu, kunnast ritverka hans. Þar er að
finna allmart vísna eftir hann um menn og málefni. Fara
nokkrar þeirra hér á eftir.
Gjarnast fann ég gróðaveg,
gafst siglandi vindur.
Oft á haustin átti ég
yjir þúsund kindur.
Verslun fannst mér hugans hnoss;
hressing var sú glíma.
Jafnan átti ég hundrað hross
og hálfu fleiri um tima.
Sveinn hafði litla þjálfun til ritstarfa, er hann hóf að rita
æviminningar sínar, enda segir hann þetta í formála bók-
ar:
Nú skal taka pennaprik,
párið svo við etja.
Kommur, punkta, kólon, strik
hann þó ekki að setja.
Veraldarsagan hans Sveins til vor kallar,
sýnir oss leiðangurs vegamót tvenn.
Réttar og sannar rœður hún spjallar,
röskva um íslenska samtíðarmenn.
Sigur í strauminum veraldarvandans
er veittur í sanngirni, kærleik og frið.
Drengskapar trúin er ávöxtur andans,
eilífð og Kristur oss brosirþá við.
Sveinn ferðaðist vítt um landið, og orti gjarnan um bú-
skap og bændur.
Hér fara á eftir nokkrar vísur hans um nokkrar sýslur,
er hann heimsótti:
Snœfellinga minnast má;
mildur nú er dagur.
Telst þar merkum mönnum hjá
misjafn efnahagur.
Sjá og kannast vil ég við
verklegt neðst frá rótum.
Dalamanna driftar snið
dugnaðar í mótum.
Eyfirðinga sé ég senn,
til sóknar fremur djarfa.
Þar eru víða vitrir menn,
vel gefnir til starfa.
Skagfirðingar skarpsýnir
skilningsgáfur hafa.
Heima er bezt 421