Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 41

Heima er bezt - 01.09.2004, Qupperneq 41
íu, var talinn mesti heiður sem dauðlegum manni gat hlotnast. Slíkum mönnum var líka fagnað sem þjóðhetjum, er þeir sneru heim til ættborga sinna að leikum loknum. Þá voru haldnar veislur þeim til heiðurs, þeir fengu fram- færi á kostnað borgarinnar og styttur af þeim voru reistar á al- mannafæri. Þannig gekk þetta til í Grikklandi um aldaraðir eða alla götu þangað til forn trúarbrögð fóru að láta undan síga fyrir kristninni. Loks endaði þetta þannig, eftir að kristnin var gerð að ríkistrú, að Þeódósíus keisari gaf út tilskipun árið 394 e. Kr., þar sem blátt bann var lagt við því að halda svo heiðna skemmtun sem Olympíuleika. Tók þá öllu að fara aftur í Ólympíu og nokkrum öld- um síðar fór þessi fornfræga borg í eyði. Smám saman hurfu þá leif- ar af húsum, musterum og lista- verkum undir aur og sand, svo að fátt stóð þar eftir. Það var svo ekki fyrr en árið 1875, sem fornleifa- fræðingar hófu að grafa í rústum þessarar gömlu borgar og síðan þá hefur margt ævafornt og merki- legt verið dregið þar fram í dags- ljósið. Og þrátt fyrir bann og eyðilegg- Olympíuleikar 1960. Sigurvegarar í hnefa- leikum, Guilio Saraudi frá Ítalíu og Anthony Madigan frá Astralíu, báðir í þriðja sæti, Bandaríkjamaðurinn Cassius Clay (síðar Muhammad Ali), í fyrsta sæti, og Zbigniew Pietrzykowski frá Póllandi í öðru sœti. upp sá dagur að hinir fornu Ólympíuleikar væru endurvaktir og gerðist það árið 1896. Frum- kvæði að því átti franski greifinn Pierre de Coubertin. Hinir fyrstu af þessum nýju leikum voru haldnir í Aþenu til heiðurs við Grikki og forna frægð þeirra. Upp frá því hafa þeir verið haldnir á ijögurra ára fresti og þá til skiptis í hinum ýmsu löndum og heims- álfum. íslendingar voru í fyrsta skipti með á Ólympíuleikum í Lundúnum árið 1908, þar sem þeir sýndu glímu. Aftur voru þeir með í Stokkhólmi árið 1912 og þóttu standa sig með miklum ágætum. Upp frá því hafa þeir að meira eða minna leyti tekið þátt í þessum alþjóðlegu leikum, þótt þeir hafi jafn- an verið fremur fáliðaðir. I fyrsta skipti unnu svo Islend- ingar til verðlauna á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956, þegar Vilhjálmur Einarsson hlaut silfurverðlaun í þrístökki. Árið 1984 í Los Angeles vann síðan Bjarni Friðriksson til bronsverðlauna í júdó og í Sidney árið 2000, hlaut svo Vala Flosadóttir bronsverðlaun í stangar- stökki. Að öðru leyti hafa Ólympíuverðlaun ekki safnast að okkur. Við megum samt vel við una, því að samkvæmt anda og boðskap Ólympíuhreyfingarinnar er það ekkert aðalatriði að vinna, heldur að vera með í leikunum. ingu Ólympíu, lifði minningin um hina fornu leika áfram og gleymd- ist aldrei með öllu. Loks rann líka Frá Olympíuleikun- um 1936. Jesse Owens að stökkva í langstökki. Átt þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrum eða fólki, sem gaman væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda okkur hana til birtingar og leyfa lesendum HEB að njóta hennar líka? Höfðingjarnir hafa valió sér útsýni, affjallinu eina. Góðir vinir. Ljósmyndir: Anna og Guðríður Guðnadœtur, Strönd 11, V-Landeyjum, 1945 og 1947-8 Sendandi: Hjalti Bjarnason, Hvolsvelli. Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.