Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 44

Heima er bezt - 01.09.2004, Síða 44
Myndirnar hennar voru bara hennar sköpun, henni fannst ekki þurfa að mála landslag, sem þegar var til einhvers staðar. I hennar huga urðu myndirnar bara til og hún vissi ekki hvaðan þær komu, en það var hennar mál að gera úr þeim fallegar myndir. Unni þótti mest vænt um ef þær gátu glatt fólk. Hún var orðin mikið betri til heilsunnar og núna, þegar hún renndi höndum um sjálfa sig fann hún að það var komin örlítil kúla. *** Það var frekar gestkvæmt í Álftanesi og vel tekið á móti öllum sem komu. Annars var Erla ekkert að hafa fyrir fólki ef hún var úti að vinna, þá varð fólk bara að koma í húsin eða út á tún og spjalla við hana þar. Fólk fékk bara það sem var til í það og það skiptið, stundum molakaffi og stundum veisluborð. Erlu fannst fáránlegur þessi gamli sveitasiður, þar sem fólk lét af öllum verkum og leyfði Pétri og Páli, sem datt í hug að koma í heim- sókn, að tefja sig frá nauðsynlegri vinnu. Hvort sem það var um helgar eða í miðri viku. „Við í sveitinni erum í vinnu eins og aðrir“, var hún vön að segja, „við vinnum jafnvel enn meira en aðrir!“ bætti hún oft við, svona bara til að fá viðbrögð. Henni fannst algjör lúxus að hafa Unni hjá sér, sagði hún, þá gat hún eldað stöku sinnum og hjálpað til við að þrífa húsið og þvo þvotta. Unni fannst líka gaman að baka og fannst þetta fín þjálfun fyrir húsmóðurhlutverkið. Dag einn, seint í nóvember, komu foreldrar hennar, á- N RRÆN SAKAMÁL NORRÆN SAKAMÁL 2003 PÖNTUNARSÍMI 533-2270 samt Svenna, Jónu og litlu Láru í heimsókn. Það var glatt á hjalla, mikið af tíðindum og spjallað um framtíðina, meira að segja mamma hennar var skrafhreifin og spurði hvort þau Steinar hlökkuðu ekki til að verða foreldrar. Það særði Unni dálítið að hún óskaði henni ekki til ham- ingju frekar en venjulega og hún stóð sig að því að óska sér þess að pabbi hennar hefði náð í svona frjálslynda og trausta konu eins og Erlu. Það var eins og órjúfanleg gjá á milli Unnar og Láru eldri, og Unnur hafði ekki hugmynd um af hverju hún hafði orðið til. Litla stúlkan þeirra Svenna og Jónu dafnaði vel og var róleg. Hún getur nú eklci annað með aðra eins mörnmu, hugsaði Unnur og dáðist alltaf jafnmikið að Jónu mágkonu sinni, sem var eins og fædd í móðurhlutverkið, já reyndar öll hlutverk sem hún vildi taka að sér, og það sem meira var, vissi alltaf nákvæmlega hvað hún vildi. Svenni var mjög hrif- inn af búinu hjá Þorkeli og fannst gott að vinna hjá hon- um, sagðist ætla að taka við því ef Þorkell færi, eins og hann hefði hótað Heiðrúnu nokkrum sinnum ef hún talaði um börnin við hann. „Hafa þau talað saman?“ hvíslaði Unnur að Svenna. „Góða besta“, hvíslaði Svenni. „Þau geta ekki án hvors annars verið, þau verða byrjuð saman aftur áður en við sakleysingjarnir vitum af. Þeim finnst örugglega bara skemmtilegt að rífast svona um allt og ekkert, krydda til- veruna með því. Verst ef strákamir fara illa út úr því. En Þorkell er fínn maður, Unnur, og Heiðrún veit það. Hún þarf bara að leika sér í einhvem tíma án hans, og samt ekki án hans“. Unnur fékk hnút í magann, hún fékk þessa gamalgrónu tilfinningu um að ekkert væri nákvæmlega eins og það sýndist, framhliðin væri alltaf í lagi og speg- ilgljáð og svo ólgaði allt og kraumaði á bakvið. Þær Jóna töluðu lengi saman og næstum eingöngu um ungabörn, Unnur sagði henni frá Kristínu systur Steinars og húsun- um sem þau höfðu verið að skoða um daginn. „Ég öfunda þig af því að vita alltaf hvað þú vilt“, sagði hún, „ég get jafnvel ekki gert upp við mig hvaða hús mig langar í!“ Erla blandaði sér í samræður þeirra: „Ég er alltaf að segja henni Unni að láta hjartað ráða, fara bara eftir sinni sannfæringu og leyfa engum að hafa áhrif á sig. Er það ekki bara þannig Jóna?“ Jóna brosti og kinkaði kolli. „Það er akkúrat bara þannig. Afi og amma kenndu mér þetta og smám saman öðlast maður leikni í þvi að sigla fram hjá öllum hlutverkunum, sem aðrir vilja alltaf vera að setja mann í, hvort sem það er í leik þegar maður er barn, eða þegar maður er úti í lífinu og á að heita full- orðinn. Maður siglir framhjá og velur sín eigin. En það er ekki auðvelt, maður steytir alltaf á einhverjum skerj- um“. Erla samsinnti henni: „Já, en manni liður samt betur þegar ákvörðunin er fullkomlega í samhljómi við hjartað, það hef ég alltaf sagt“. Unnur spurði eftir Ola og fékk að vita að hann væri 428 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.