Heima er bezt - 01.09.2004, Page 45
bara á fullu að læra, væri í lítilli íbúð og Bergþóra
barnapía væri vitlaus í honum. Óli vildi nú ekki festa sig,
fannst gaman að vera með henni en þau Jóna og Svenni
héldu að hann þyrfti að djamma mikið meira áður en
hann færi að festa rætur.
„Þetta er örugglega fyrsti strákurinn, sem stelpugreyið
verður hrifin af ‘ sagði Svenni, „og hann er nú ekki feim-
inn við að nýta sér það hann Óli, hann er svo veikur fyrir
aðdáun kvenfólksins“.
Jóna hló.
„En ekki þú, Svenni minn?“
Þær sögðu þeim hvaða saga gengi í sveitinni, að Jóna
væri aftur orðin ófrísk. Þau skellihlógu og sögðu það vera
Óla að kenna, hann hefði skrökvað þessu að einhverjum,
sem hefði svo náttúrlega hlaupið með fréttina.
***
„Þetta var skemmtilegur dagur“, sagði Steinar þegar
þau fóru að hátta. „Komdu hérna Unnur Egils listakona“.
Hann játaði fyrir henni að hafa stolist til þess að skoða
allar bleiku, mjúku myndirnar hennar
og var stórhrifinn.
Ég er svo veik fyrir þessum manni,
hugsaði hún og strauk honum yfir
bringuna og magann, hann hefur svo
mikið aðdráttarafl. Skyldi það vera
eins með hann gagnvart mér? Hann
var með mjúk ljós hár út um allt og
sem snöggvast sá hún Atla fyrir sér,
dökkan á brún og brá. Hún þrýsti sér
að Steinari og klemmdi aftur augun
og reyndi af öllum mætti að hugsa
bara um hann. Það tókst eftir smá-
stund og hún fór að hugsa um Erlu
og prestinn hennar. Erla sagði henni
að Víglundur hefði viljað að hún
flytti til hans, en hún sagðist ekki
fara frá Álftanesi nema á börum,
þannig að hann yrði bara að flytja til
hennar.
„Hann er alveg stórkostlegur Unn-
ur, og upplifun að vera með honum“,
hafði hún sagt, „en það er ekkert sem
fær mig til þess að láta af mínum
prinsippum. Hann má koma og flytja
inn strax ef hann vill, seinna ef hann
vill og sleppa því ef hann vill. Mér
þykir ógurlega vænt um hann, ég tala
nú ekki um þegar ég komst að því að
hann reykir vindla, því mér finnst
það svo spennandi, þegar karlmaður
kann að reykja vindil með stæl, og
drekkur Beilís-líkjör! Ég reyki
reyndar ekki vindla en ég drekk mik-
inn Bcilís“.
Unnur hafði spurt hana hvað hún héldi að hann mundi
gera. Erla sagðist ekki alveg vita það, hann ætti eftir að
þjóna sem prestur í einhver ár enn, en hann bað hana að
trúlofast sér hvernig svo sem sambúðarmálum þeirra yrði
háttað.
„Kannski er þetta bara meira spennandi svona“, sagði
Erla og hafði augljóslega engar áhyggjur af því að
Víglundur setti hana út af sakramentinu.
Hún er svo frábær og svo viss um sjálfa sig, hugsaði
Unnur og fannst notalegt að finna Steinar strjúka yfir
kúluna, sem fór aðeins stækkandi. Hún hlakkaði til næstu
daga og fann að hana langaði alls ekki að flytja frá Álfta-
nesi alveg strax. Hún sofnaði með þá hugsun í kollinum
að hún væri heppin að eiga þetta góða fólk að og fá að
vera samvistum við það alla daga.
Framhald i nœsta blaði.
Glucomed
BYGGIR UPP LIÐBRJÓSK
r(P
Fyrir fólk með liðkvilla
vegna slitgigtar eða yfirálags
Fæst í apótekum
Ara I
T H 0 R A R E N S E N ! V F
B * 11 Ifðan - Bttrt llf
Z GIUCO
Heima er bezt 429