Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 4

Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 4
Agætu lesendur. Margt er það í heimi daglegs lífs í dag sem við tökum sem gefínn hlut, og veitum því varla athygli að sé eitthvað sérstakt lengur eða hugsum út í að að baki þess liggi kannski mikil þróunarvinna og hugsun. Eitt af þessum atriðum er rafmagnið, sem við njótum sem eins aðalþáttar þess er við teljum til nútímaþæginda. Það er helst þegar rafmagnið fer skyndilega af, sem heyrir reyndar frekar til undantekninga orðið, að við vöknum til vitundar um hversu mikilvægt það er í athöfnum okkar nú til dags. Eg minnist þess að fyrir um það bil þrjátíu til fjörtíu árum síðan, og kannski tæplega svo löngu síðan, þá var það nánast regla að rafmagnið færi af víða á landsbyggðinni a.m.k., þegar klukkan fór að nálgast 6 á aðfangadag jóla. Þá var rafkerfíð ekki orðið það stöndugt að það réði við það mikla notkunarálag sem fylgdi undirbúningi máltíðar aðfangadagskvöldsins, þegar flestöll heimili landsins kveiktu samtímis á eldavélum sínum og öðrum rafmagnstækjum og hófu að sjóða hangikjöt og annan viðurgjöming tengdri þeirri hátíð. Þetta var straumrof sem flestar húsmæður reiknuðu hreinlega með, og þær sem forsjálastar vom reyndu stundum að vera búnar að elda áður en mesti álagstíminn fór í hönd. A þessum tíma minnist ég þess ekki að fólk hafí almennt gert sér verulega rellu út af þessu, stundum var þetta bara hluti af stemmingunni, og órækt merki þess að fólk væri komið í hátíðarskap og á fullu að undirbúa gleði jólanna. Einnig var það þó nokkuð algengt að rafmagn færi af á vetmm, ýmissa hluta vegna, og þá ekki síst af veðra völdum. En lengi vel á upphafstíma rafvæðingar á íslandi átti fólk gömlu tækin sín til vara, ef þau nýju brygðust. T.d. vissi ég nokkur dæmi um það að fólk geymdi gaseldavélamar sínar, og jafnvel kolavélamar, svo hægt væri að grípa til þeirra ef rafveitan brygðist, og svo mun hafa verið um fleiri tæki. í Kanada árið 1998, kom svo mikið ísingarveður að allir rafmagnsstaurar og möstur á stóm svæði hmndu niður, þannig að rafmagnslaust varð í margar vikur. Lagðist þá flest starfsemi þjóðfélagsins niður og mikil vandræði hlutust af. Svo mikilvægt er rafmagnið orðið. Ef slíkt veður hefði orðið um 200 ámm fyrr á þeim slóðum, sem sjálfsagt hefur komið fyrir, þá hefði það nánast engin áhrif haft á samfélagið, þar sem rafmagn og tilheyrandi mannvirki vom ekki til, og fátt sem veðurfar gat eyðilagt af áhöldum mannsins, ólíkt því sem er í dag. En þetta tekur sínum breytingum og þróun eins og flest annað í okkar heimi, og í dag ganga nánast öll okkar tæki og áhöld fyrir rafmagni, svo að ef straumurinn rofnar þá emm við nánast handalaus, ef svo má segja. Og eftir að tölvumar urðu alls ráðandi í störfum fólks og ýttu út af borðinu flestöllum pappírsgögnum og bókum, má nærri geta hvort ekki er mikið í húfí ef þær verða rafmagnslausar á versta tíma. Fyrir skömmu var t.d. frá því í fréttum að talsvert ijárhagstjón hefði orðið hjá ferðaþjónustufyrirtæki úti á landi, vegna þess að rafmagnið var tekið af veitunni, ekki í einn klukkutíma eða tvo, heldur nokkra daga, sem má reyndar heita fáheyrt á þessum síðustu og helstu rafvæðingartímum. Og á flestum skrifstofum í dag fer nánast öll starfsemi fram í gegnum tölvur og ef þær verða skyndilega rafmagnslausar þá einfaldlega er viðkomandi fyrirtæki lamað. Ekki hægt að ná í þær upplýsingar sem þarf hverju sinni eða skrá nýjar, o.s.frv. Ekki er víst að frumkvöðlum þess að mannkyn fór að nýta sér rafmagnið hafí órað fyrir þessu gífurlega notagildi þess, þó erþað aldrei að vita. Mönnum hefur sjálfsagt verið ljóst frá örófi alda að náttúran byggi yfír einhverju fyrirbæri sem síðar hlaut heitið rafmagn, og þá kannski einna helst í gagnum segulsvið þess eða eiginleika stöðurafmagnsins, og náttúrulega seguljámsteina, sem virkuðu sem segull. Menn höfðu einnig orðið þess varir að ef raf eða trjákvoða var strokin, þá dró hún að sér léttar smáagnir, með einhverjum ósýnilegum krafti. Sagt er að svo langt aftur sem um 1600, hafi komið út rit á latínu eftir mann að nafni William Gilbert, er hét einhverju áþekku nafni og „Á seglinum", en þar var fjallað um rannsóknir hans og uppgötvanir varðandi segulafl, og má segja að þar hafi komið einn fyrsti vísir að þessari nýju uppgötvun, rafmagninu. Fleiri fylgdu síðan í kjölfarið og í kringum árið 1745 var svokölluð „Leyden-krukka“ fundin upp, nánast samtímis í Hollandi og Þýskalandi, en í henni náðu menn að geyma þessa dularfullu orku, sem rafmagnið var þá í hugum flestra sem til hennar þekktu. Sögu Benjamíns Franklin þekkja sjálfsagt flestir, en hann gerði m.a. hina frægu tilraun með flugdreka sem hann setti á loft í þrumuveðri, og komst að því að rafmagn og eldingar em einn og sami hluturinn. Það hefur reyndar stundum verið sagt að hann hafí verið stálheppinn að komast lífs frá þeirri tilraun, því tæplega hefur hann gert sér fulla grein fyrir því afli sem í eldingunni bjó. En tilraun hans leiddi til smíði Framhald á bls 328 292 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.