Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 7
í unganum. Hann var þá undir kviðnum á kettinum.
Eftir þetta skildust þeir varla að nema þegar Dalimon fór
út að sinna skyldustörfum. Þegar kötturinn var inni kúrði
unginn oft á hausnum á honum eða undir kviðnum. Þegar
unginn óx upp varð þetta falleg hæna en vinskapur þeirra
hélst á meðan bæði lifðu.
Hænsnin okkar voru komin út af hænsnum sem Petersen
lyfjafræðingur kom með frá Danmörku. Þessi merkilega
hæna sem Dalimon tók í fóstur, fékk nafnið Petra. Það vakti
óskipta athygli ókunnugra þegar Petra og Dalimon fóru í
göngutúra saman.
Þegar ég var tíu ára fór ég í bamaskólann á Stokkseyri.
Það voru tveir salir í skólahúsinu og við vorum rúmlega 40
í skólanum. Fyrsti og annar bekkur voru í öðrum salnum
en þriðji og ijórði bekkur saman í hinum salnurn. Mér þótti
gaman í skólanum og flest fögin höfðuðu til mín. Það voru
ekki kenndar smíðar en teikning var kennd og mér þótti hún
skemmtileg og kennarnir hver öðram betri.
Þegar ég byrjaði í skólanum átti ég heima í Pálshúsum
en á miðjum vetri fluttum við að Sandvík. Sandvík var lítið
timburhús á Stokkseyri, sem stóð niður við sjó. I því var
eldhús og mamma fékk eldavél. Það vora mikil viðbrigði.
Núna er búið að rífa húsið og slétta þar sem það stóð.
Faðir minn missti heilsuna þegar ég var krakki. Hann fékk
lungnabólgu og brjósthimnubólgu, sem
varð til þess að hann gat ekki unnið
lengur á sjó hjá öðram. Hann náði
sér aldrei eftir þessi veikindi. Bræður
mínir hlupu undir bagga með foreldrum
mínum við að sjá fyrir heimilinu með
móður minni. Faðir minn fékk sér bát
og þegar heilsa hans leyfði fór hann
á sjóinn og veiddi bæði rauðmaga og
grásleppu. Það létti talsvert undir með
heimilinu.
Hvað varstu gamall þegar þú
byrjaðir að vinna?
Þegar ég var 8 ára fór ég í sveit með
móður rninni og tveimur bræðram
mínum, Jóni og Guðmundi, að Kálfhóli Ester
á Skeiðum. Mamma og bræður mínir
voru þar í kaupavinnu. Ég hafði það gott og lítið þurfti ég
að vinna, sótti stundum hestana og rak kýmar. Sumarið
eftir var ég í Kakkahjáleigu, sem nú heitir Hoftún. Gísli
Pálsson, bróðir Isólfs Pálssonar, var bóndi þar og spilaði í
kirkjunni. Þá var ég níu ára, fékk bæði orf og ljá og vann í
heyskapnum og þóttist maður með mönnum. Ég var líka í
alls konar snúningum eins og tíðkast í sveitinni. Þar fékk ég
lamb í kaup. Síðan var ég í sveit í Hæringsstaðarhjáleigu.
Þar næst á eftir fór ég að Syðra-Velli í Gaulverjabæ, þar
vora boðnar í mig 100 krónur og seinna sumarið fékk ég
110 krónur. Það var eini staðurinn þar sem var haldið upp
á afmæli mitt.
Á þessum bæ var mikið ræktað af grænmeti en slíkt
• .€■
Andrés með Ester
var fremur óvenjulegt á þeim tíma. Það var
ræktað alls konar salat, rófur, næpur, gulrætur,
radísur og vitanlega kartöflur, svo að eitthvað
sé nefnt. Á þessum bæ bjuggu tveir bræður og
tvær systur með móður sinni. Onnur systirin
dansaði vikivaka við okkur krakkana. Þama
var stutt á milli bæja og mikill samgangur og
allt mjög skemmtilegt.
Ég var í sveit öll sumur frá því ég var 8 ára og
þar til ég fór í síld á Siglufirði þá 17 ára gamall.
Ég á bjartar minningar frá þeim tíma.
veiðin í læknum
Þegar ég var í Pálshúsum var vatn þar stutt frá, sem hét
Árskautstaðarvatn. í það vatn rann lítill lækur, Árkvamarlækur.
Hreppstjórinn átti land þar að. Þegar ég var krakki, innan
við tíu ára aldur, kom ég á lítinn bæ í nágrenninu og sá þar
net uppi í sundi á bæjarhúsinu. Þetta vora einhver slitur úr
síldameti. Ég fékk að skoða þetta og maðurinn á bænum
spurði hvort mig vantaði net og hvað ég ætlaði að veiða. Ég
sagðist ætla að veiða silung. Hann gaf mér smábút sem ég
fór með heim og pabbi hjálpaði mér að gera netið þannig
úr garði að hægt væri að leggja það. Síðan fór ég og lagði
þvert yfír lækinn og aflinn var góður. Þá fannst mér lækurinn
vera mun breiðari en hann er í raunveraleikanum.
Eftir að ég varð fullorðinn kom ég að læknum og hann
Heima er bezt 295