Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 9

Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 9
vindil?” Ekki fylgdi sögunni hvemig konungurinn brást við, enda hefur líklega einhver sagnaglaður sjómaður lagað söguna til. Á meðan ég var á bátnum vann ég mikið við að beita. Eg var ekki í verbúð heldur var mér komið fyrir í Holti, húsi sem útgerðarmaður á Voninni átti. Veturinn eftir var ég á sama báti en þann vetur lenti hann í óhappi og litlu mátti muna að hann sylcki. Mastrið brotnaði og lunningin flagnaði frá og það fossaði sjór inn í hann. Síðan bilaði vélin og hann sökk þegar hann var kominn uppundir Eyjar. Varstu ekki hræddur? Nei, ég get varla sagt það, en ég hugsaði mikið um það hvað við yrðum lengi í landi. I þá daga þótti mér gaman að skemmta mér. Breskur togari sem var þama á veiðum kom auga á okkur og dró bátinn að Álfsey. Það varð mannbjörg og komust allir skipverjar unr borð í breska togarann. Eg var afturá og seglið fyrir framan mig og allir komnir um borð í togarann nema ég. Ég náði upp á lunninguna á skipinu og þar vom tveir strákar, Oskar Bjamason og Jón Baldursson, sem náðu í mig en náðu mér ekki inn fyrir. Ég var í stakki og þungur og litlu munaði að þeir misstu mig. Ef það hefði gerst væri ég ekki að tala við þig núna. Það voru togarar inn undir Eiðinu en við vomm ekki með talstöð. Breski togarinn sem bjargaði okkur sendi mors til þeirra og einhver sendi skeyti í land. Þetta var morguninn eftir að við fórum í róðurinn. Nokkru síðar kom varðskipið Þór og sótti okkur. Hvað gerðir þú það sem eftir var vetrar? Ég var í landi og beitti á trillu sem hét Glaður. Maðurinn sem átti hana hét Magnús, ég man ekki lengur föðumafn hans, hann bjó í Hrafnabjörgum. Þann 11. maí vora vertíðarlok og haldið heilmikið lokaball.Tveimur dögum seinna fór ég til Stokkseyrar á báti frá Eyjum sem fór með vertíðarfólk er átti heima á Suðurlandi. Það var lítið um vinnu á Stokkseyri yfir Birgir, lítill og sœtur í Eyjum. sumarið, helst að vaska fisk. Um sláttinn fóm flestir út í sveit í kaupavinnu. Sumarið sem ég varð 14 ára fór ég í kaupavinnu að Þjótanda. Það var mikið myndarheimili, þar var sími, pósthús og bensinafgreiðsla. Þá var Einar Brynjólfsson bóndi á Þjótanda, hann var úr Hrunamannahreppi. Gísli Brynjólfsson á Haugi í Gaulverjabæ, var bróðir hans, og afi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Gísli var óskaplega laginn maður í höndum þó að fingumir á honum væru fremur kubbslegir. Hann var ótrúlega góður silfursnriður og meðal annars smíðaði hann mikið af svipum, víravirkisnælum og tóbaksbaukum. Ég var ekki nema 17 ára þegar ég fór fyrst á síld á Siglufírði. Það var gaman að vera á síld og oftast ágætistekjur. Ég varð Vestmanneyingur Þegar ég er 22 ára flyt ég til Eyja og gifti mig. Þar var ég mest á vertíðar- og síldarbátum. Þegar maður var búinn að vera á sumrin í Eyjum og ná sér í stelpu var maður orðinn Vestmanneyingur. Konan mín hét Sigríður Jónsdóttir og var frá Húsavík í Vestmannaeyjum. Hún lést 1958. Við eignuðumst tvö böm. Dóttir okkar Ester, sem bjó í Bandaríkjunum, lést af slysförum árið 1973. Hún á tvær dætur, sem báðar em búsettar í Bandaríkjunum. Þær heita Deborah Lynn og Katarine Ann, Deborah Lynn á tvær dætur en Katarine Ann á eina dóttur. Sonur okkar heitir Birgir. Hann býr í Reykjavík og er listamaður. Hann á einn son sem heitir Arnaldur Freyr. Við Sigríður bjuggum lengst í húsi sem heitir Engidalur og er Brekastígur 15c. Síðan byggði ég hús á Skólavegi 26 í Eyjum. Stríðið og siglingar Mitt aðalstarf var sjómennska, ég var á nokkmm bátum Heima er bezt 297

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.