Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 13

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 13
Glœsileg brúðhjón, Elísabet ogAnrés giftu sig 1960. og sprautað einhverju meðali bak við augun og svo var mér gefíð í æð, en það gerði ekkert gagn. Ég var hjá hinum ágæta lækni Kristjáni Sveinssyni. Ég gerði mér alltaf von um að fá sjónina aftur og það bjargaði miklu varðandi sálarlífið. Mér var sagt að ef ég hefði drukkið áfengi strax eftir óþverrann hefði ég líklega ekki orðið blindur. Fyrst þegar ég mátti hreyfa mig var ég illa haldinn af svima. Ég fór með varðskipinu Ægi heim til Eyja og það var undarleg tilfínning að koma heim og sjá ekki neitt. Ég byrjaði á því að vinna við að hnýta tauma. Síðan vann ég við að útbúa troll og var í því um tvö ár. A hverju ári þurfti ég að fara til Reykjavíkur í rannsókn. Þá frétti ég af Kristjáni Tryggvasyni á Akureyri, blindum manni, sem væri að útbúa dívana. Ég fékk áhuga fyrir þessu og fór til Þórsteins Bjarnasonar, sem þá var formaður Blindravinafélagsins. Hann var að vinna í ýmsu fyrir blinda eins og körfugerðinni. Hann segir mér að koma til sín og þar með fór ég að læra að bólstra. Þórsteinn sagði að það væri mikill munur að kenna fólki sem hefði séð áður en þeim sem fæðast blindir. Ég hafði áður gripið í að gera við dívana þegar ég átti heima á Stokkseyri. Þegar ég var búinn að læra kom ég upp bólstrun heima í Eyjum og byrjaði á að leigja tvö herbergi í kjallara undir starfsemina. Ég byggði síðan hús í Eyjum á Skólavegi 26. Þar hafði áður staðið lítið hús sem ég keypti. Ég var með bólstrunarverkstæði í kjallaranum í nýja húsinu og allt gekk vel. En sorgin sótti okkur heim þegar Sigríður konan mín, lést árið 1958, þá var Birgir aðeins þriggja ára. Eftir lát hennar vorum við í Eyjum í tvö ár og Ester hugsaði um heimilið. Við Birgir fluttum síðan til Reykjavíkur en Ester var þá trúlofuð og varð eftir. Fyrst bjuggum við á Grundarstíg 11, Blindrafélagið átti þá íbúð. Ég fór að vinna hjá Guðmundi í Víði við að bólstra, eins og flestir vita var hann blindur þó að hann kæmi upp stórveldi á þess tíma vísu á Islandi, í húsgagnagerð. Síðan hitti ég seinni konuna mína, Elísabetu Kristinsdóttur sem gekk Birgi í móðurstað. Elísabet missti sjónina vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún var 17 ára. Faðir hennar var þekktur byggingameistari og byggði mikið af húsum og eitt af þeim er Sundhöllin við Barónsstíg. Elísabet hafði alltaf verið mjög vemduð og hún átti margt ólært í húshaldi þegar við fórum að búa. A meðan Elísabet var krakki og unglingur var hún Vatnskoti að Þingvallasveit á sumrin. Vatnskotssystur kenndu henni margt, hún var greind og námsfús. Við dönsuðum mikið og okkur leið vel saman. Elísabet lést 30. október 1999. Hún var búin að vera lengi veik áður en hún dó og ég hugsaði um hana eins vel og ég gat hér heima. Hún vildi hvergi annars staðar vera. Þú lcerðir sjúkranudd? Ég lærði hjá Jóni Gunnari Amdal, ég man ekki fyrir víst hvaða ár ég lauk námi. Ég lærði líka svæðanudd og punktanudd og fór til Finnlands að læra meira í nuddi. Þá fórum við ijórir út: Ég, Gunnar, Oli Þór og Ragnar frá Selfossi. Þar sem skrifstofan er núna í Hamrahlíð 17 var ég með nuddstofu. Þetta var ágætisstarf og mér fannst ég geta hjálpað mörgum. Hvernig eyðir þú deginum núna? Ég er mikið inni á heimili mínu, hlusta á útvarp, tónlist af diskum og sögur af spólum. Mér fínnst gaman þegar vinir mínir koma í heimsókn og að ég tali nú ekki um hann son minn, Birgi og sonarson, Amald Frey. Birgir sonur minn er listamaður en Amaldur Freyr lærði að skipuleggja golfvelli. Stundum líta systkinaböm mín inn og það er mjög gleðilegt. Það verður nú að segjast eins og er að stundum em dagamir langir. Fáir hafa fengið eins stórann skammt af sorginni og Andrés Gestsson. En það em ekki margir sem hafa fengið eins mikið í vöggugjöf af manngæsku, greind og kjarki og þessi 89 ára gamli maður. En við viljum trúa því að einhver tilgangur sé fólginn í því hvað mikið er lagt á suma einstaklinga. Heimaerbezt 301

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.