Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 16
hvíldi mig eftir vertíðina á Höfn, en hún hafði haft mikil áhrif á mig, enda hafði ég aldrei verið á vertíð áður. Það var tvíbýli á Rauðabergi þegar ég var þama. Á hinum bænum, sem alltaf var kallaður Hóll, bjuggu Páll Bergsson, fæddur 16.12. 1862. Foreldrar hans vom Bergur Pálsson frá Flatey og Guðrún kona hans. Þau áttu heima í Borgarhöfn í Suðursveit, og áttu 10 börn. Foreldrar Bergs vom Páll bóndi á Eskey á Mýmm og Guðbjörg Bergsdóttir frá Amanesi í Nesjum. Kona Páls á Rauðabergi var Pálína Daníelsdóttir, fædd 1.12. 1894. Foreldrar Pálínu vom Daníel Benediksson og Sigríður Skarphéðinsdóttir úr Borgarhöfn. Daníel, faðir Pálínu, dó frá sínum stóra bamahópi, það yngsta var þá ófætt. Þá varð að leysa upp heimilið og koma bömunum í fóstur. Það yngsta fylgdi móður sinni en hin dreifðust á ýmis heimili. Pálína þá sex ára, lenti hjá Guðnýju og Magnúsi, sem bjuggu þá á Rauðabergi. Þegar Pálína var orðin 9 eða 10 ára, var hún talin matvinningur, ef einhver vildi þá bjóða í hana og þá myndi sveitin losna við hana og meðlagsábyrgð. En þau Guðný og Magnús vildu hafa hana áfram meðgjafarlaust og ólst hún upp hjá þeim. Þau Páll og Pálína eignuðust 3 börn. Tvo drengi og eina dóttur. Þegar ég kom að Rauðabergi var elsti sonur þeirra farinn að heiman til að afla heimilinu tekna. Það var Sigurbergur, sem þá var þá um tvítugt. En Daníel var ásamt pabba sínum, fyrirvinna heimilisins. Þóra var yngst á ijórða árinu. Systumar, Kristín, fædd 1882 og Katrín fædd 1885, bjuggu eins og áður var sagt, á arfleifð foreldra sinna, dugnaðarmanneskjur sem gengu í öll störf búsins, eins og fúllfrískir karlmenn. Þetta var heimilisfólkið þegar ég var þama, 1930-1931. I búi þeirra systra var um 100 fjár, þrír hestar og tvær mjólkandi kýr og svo frár og frískur hundur, sem hét Frakkur, og hann fylgdi þeim fast eftir, að hverju sem þær gengu. Eg eignaðist vináttu Frakks og átti marga góða stund í hans návist. Fyrst vom vorverkin þegar ég kom í vistina, kýmar, sem vom fegnar að komast út úr íjósinu og undir frískt loft, bmgðu á leik og allt fór að lifna, bæði gmndin og eins fólk og fénaður. Það fyrsta var svo að stinga út úr fjárhúsunum og breiða taðið út um gmndina til þurrks. Hvað þær konur vom duglegar að stinga út og flytja taðið, sem síðan var þurrkað og notað sem eldiviður, var einstakt. Ef ég hefði átt myndavél þá, er ég viss um að ég hefði nýtt mér það til minningar um þær systur. Fyrsta verk mitt á Rauðabergi var að moka flórinn og koma mykjunni út í ijóshauginn, sem var ekki langt frá fjósinu. Eg fékk sérstakan spaða til þess og sæmilegar hjólbömr, en var fljótur að komast upp á lagið með að nýta mér ýmislegt til að létta mér erflðið. Fjósið var viðbygging við íbúðarhúsið, svo ég þurfti að fara með bömrnar framhjá innganginum. En allt gekk þetta vel hjá mér, þótt ég væri ekki uppburðarmikill. Stundum réttu þær mér hjálparhönd, þegar illa gekk. Daníel á hinum bænum, varð fljótt vinur minn og félagi og upplýsti mig um margt, sem var mér til blessunar á þessum Systnrnar Katrín til hœgri, og Kristín, ábúendur á Rauðabergi. Maðurinn á bak við þœr er ókunnur. dögum mínum hjá þeim systrum. Það var stutt á milli húsa á Rauðabergi og þess vegna hittumst við Daníel oft og urðum allt að fóstbræður. Senn leið að því að borið væri á túnið. Það var nokkuð þýft og því erfitt að koma hjólbömnum við þegar borinn var áburður á, en það var aðallega mykja og tað. Það tók því tíma að koma því á völlinn, en þetta gekk vonum framar, því þær systur vom svo seigar og duglegar að ég dáðist að. Þær óku á völlinn og ég reyndi, eftir því sem ég gat, að standa mig að dreifa mykjunni út um túnið. Þetta tók nokkra daga. Þá tók við að þurrka mykjuna og taðið. Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu og ég fékk strax áhuga og þrek til að hjálpa þeim og læra hvemig ég ætti að ganga í verkin. Við notuðum hrífur og klámr til verksins. Hlóðum vörður þegar taðið og mykjan þornaði og svo var vindurinn og loftið látið sjá um afganginn. Þegar þurrkurinn hafði lokið sínu hlutverki var taðið flutt heim í kofa og geymt þar, uns því var brennt undir pottunum í nokkuð stórri eldavél. Ég má til með að lýsa húsaskipun íbúðarhússins. Það var 304 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.