Heima er bezt - 01.07.2006, Síða 19
góðar og skemmtilegar. Þær
áttu t.d. Mannamun eftir Jón
Mýrdal, Mann og konu eftir
Jón Thoroddsen og fleira
af því tagi. En lítið var
um söng, þótt þær kynnu
kynstrin af ljóðum, bæði
léttum og alvarlegum.
Alltaf var kveikt stóra
lampanum í baðstofunni á
kvöldin og lesið eitthvað.
Stína sá um lesturinn, jafnt
virka daga sem helga. Hún
las hugvekjur ýmsar, sem
höfðu verið gefnar út. Man
ég eftir Vídalínspostillu og
Arin og eilífðin eftir sr.
Harald Níelsson, sem þær
voru hrifnar af. Svo var
það Biblían, þeirra stoð og
styrkur og alls þessa naut
ég með þeim, þennan vetur
sem við vorum saman.
Það var nokkur spölur á næstu bæi, Haukafell og Holtasel. Það
mátti segja að bæir eins og Rauðaberg, væru úr þjóðleið.
Sími var aðeins á Brunnhóli, en þar var símstöð. Var
því oft lengi verið að ná til fólks í síma og ekki var sími á
mínu heimili á Eskifirði. Það varð því að panta símtal með
fyrirvara. Enda var svo að ég var aðeins tvisvar kallaður í
síma þetta ár. Annað skiptið um sumarið og hitt um veturinn.
Það var komið franr yfir áramót, þegar ég fékk skilaboð um
að koma í síma. Eg hugsaði að ég skyldi fara næsta dag
og bjó mig til þess. Um nóttina, hafði snjóað talsvert og
snjór var nokkur fyrir. Við ákváðum því að ég skyldi koma
í leiðinni að Holtaseli og fá einhvern til að fylgja mér. Eg
kom í Holtasel og á öðrum bænum var unglingur, sonur
bóndans, sem strax var til í að koma með mér. Hann hét Jón
og var á líku reki og ég, 16 ára. Hann bjó sig strax og tók
með sér snærisspotta.. Hann sagði að það væri ekki bagi að
bandi og gott að grípa til þess ef á lægi. Við héldum af stað
og komum að Brunnhóli um hádegisbil og var okkur tekið
þar höfðinglega. Það var farið strax að ná símtalinu fyrir
mig og gekk það vonum framar. Þegar ég kom í símann var
það frændi minn, sem sagði mér að mamma væri veik en
taldi það þó ekki hættulegt Læknirinn hefði sagt að þetta
myndi skána bráðlega. Annars væri hann bara að heyra í
mér vegna þess að svo langt væri liðið frá að ég hefði látið
heyra til mín.
Eftir símtalið vildu þau á Brunnhóli að við gistum, því
þeim litist ekki á veðrið úti. Það væru komnir bólstrar, bæði
upp af Heinabergs- og Fláajökli og líklega ekki langt í byl.
En af þvi að bjart var og ekki langt liðið á dag, vorum við
ákveðnir í að komast heim og lögðum af stað tilbaka að
Holtaseli.
Þetta gekk allt sæmilega þótt færðin væri ekki sem best. Við
Arni Helgason, á yngri árum.
Sigurbergur Pálsson, frá
Rauðabergi, œskuvinur minn,
frá Hornajjarðarárum.
vorum komnir liðlega hálfa
leið þegar skellti á blindbyl
með roki og svo svartur
var bylurinn að ekki sá út
úr augum. Við byrjuðum
á því að taka stefnuna og
binda okkur saman og nú
kom snærið hans Jóns sér
vel. Við gátum varla staðið
fyrir rokinu og urðum oft
að skríða. Einu sinni vorum
við að því komnir að gefast
upp og lögðum okkur til
hvíldar, en þá fannst mér
eins og einhver kallaði til
mín: „Stattu upp“. Eg gat
sagt Jóni hvað ég hefði
heyrt og þá fengum við
þrótt og ég held að það
hafi bjargað okkur, því litlu
seinna rákumst við á staur
og girðingu og greindum
að þetta væri girðingin í
túninu í Holtaseli og vomm
við því sloppnir.
Þetta er í eina skiptið sem ég hef orðið næstum úti í
hríðarveðri á ævinni.
Okkur var fagnað og ég gisti þama um nóttina og dvaldi
fram á næsta dag, en þá slotaði veðrinu.
Það var gott að eiga fólkið á Hólnum að, þangað lágu
leiðir mínar oft bæði til að rabba við fólkið og taka í spil.
Páll var alltaf til í að tala við mig og eins var með Daníel
og Pálínu. Mér fannst stundum eins og ég væri kominn
heim þegar ég kom þangað. Vináttan og hlýjan eins og
best var á kosið.
Þennan vetur voru þær systumar í tóvinnu og prjónaskap.
Mörg flíkin var búin til. Rokkurinn þeyttur og snældunni
snúið, raulað og sungið og allt gekk eins og í snúru.
Það var virkilega gaman og aldrei leiddist mér þennan
vetur. Ungmennafélagið var vel starfandi, og hélt kvöldvökur
í samkomuhúsinu i Holtum, nokkurn veginn miðsvæðis á
Mýmnum, þar sem byggðin var þéttust, fjórir eða fímm
bæir.
Eg reyndi af mætti að sækja þá mannafundi sem í boði vora
í sveitinni á þessum vetri. Eins að koma á sem flesta bæi. Eg
var t.d. sendur í Digurholt til hins þjóðhaga en ómenntaða
snillings, Sigurðar Filippussonar, sem var duglegur að gera
við allt sem við kom landbúnaði. Þær systur leituðu til hans
um margt sem þær þurftu á að halda í búskapnum.
Það var gaman að kynnast honum og löngu síðar, er ég
var á ferðinni þarna á Mýrunum, hitti ég hann og urðu þá
miklir fagnaðarfundir.
Hálfdán á Bakka var líka einn þeirra manna sem gátu gert
við allt sem bilaði. Einmitt þennan vetur tók Ríkisútvarpið
Heima er bezt 307