Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 20

Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 20
til starfa um jólaleytið og fóru miklar furðufréttir af því um sveitina. Mig minnir að Hákon hafi verið sá fyrsti á Mýrunum, sem fékk útvarp á heimilið. Þangað var straumur fólks til að fá að heyra í þessu furðutæki. Hákon var ættaður úr Öræfum, sonur Ara á Fagurhólsmýri. Eg heimsótti hann um haustið sem ég var á Mýrunum og höfðum við báðir bæði gagn og gaman af. Þegar ég var þama þennan vetur, vom íbúar í hreppnum 195, og búið á flestum bæjum, eitthvað þrír eð fjórir komnir í eyði. I sveitinni var einnig starfandi kvenfélag og það stóð fyrir jólaskemmtun um jólin, sem var vel sótt og jafnvel kom þangað aðkomandi fólk úr Nesjum og stundum úr Borgarhafnarsveit. Þessar skemmtisamkomur voru mjög fjölbreyttar að efni og var merkilegt hvað fólkið gat fundið upp á til að skemmta, bæði í söng og hljóðfæraleik. Harmonikkan var þá í mesta gildi og vom innansveitarmenn búnir að nota þær mikið. Eg flutti þama gamanmál, sem ég fékk mikið þakklæti fyrir. Það var ekki mikið um kirkjulegt starf. Eg held að þjónað hafí verið frá Kálfafellsstað, og frá Bjamamesi. Við fómm einu sinni til kirkju að sumarlagi. Hún var á Brunnhóli, eins og símstöðin. Þar predikaði ungur prestur, Jón Pétursson, sonur sr. Péturs, sem var á Kálfafellsstað til æviloka 1926. En sr. Jón var aðstoðarprestur um þetta leyti í Bjamarnesi. Eg man nú lítið af ræðunni og ekki var margt við kirkju. Það var einu sinni boðað til messu um veturinn enn þá gerði byl og ekkert varð úr kirkjusókn. Eg hugsaði um fjósið og kindurnar eftir því sem til féll. Systumar tóku til heyið, tróðu í meisana og var undravert hvemig þær gátu komið í þá. Alltaf var snyrtilegt, jafnt í hlöðunni, fjósinu og ijarhúsunum. Alltaf var hugsað um að eldhúsið væri hreint og einnig baðstofan og svefnloftið. Ég man líka sérstaklega eftir því hve þær systur bökuðu góðar kökur, og eins svokölluð „pottbrauð“, sem þær seiddu í öskunni á hlóðum yfir nóttina og hve þau vom bragðgóð og entust í marga daga. Það var eins og allt léki í höndunum á þeim, þó þær hefðu aldrei gengið á húsmæðraskóla. Mér fór fram með allan styrk á þessum árum og hef, að mínu mati, notið þess æ síðan að hafa verið þama á unglingsámm mínum. Þær reyndust mér í alla staði eins og móðir og verður mér vera mín á Mýrunum, ógleymanleg. Margir sveitungar mínir frá þessum ámm, em mér ógleymanlegir, m.a. Kristján frá Einholti, sem var oddviti þeirra og farkennari í mörg ár, skarpgreindur maður, en ekki skólagenginn, lífið var hans skóli. Einar á Bmnnhóli, Bjarni á Tjöm, Ari á Borg og Guðjón á Viðborði, Sæmundur á Stórabóli og Bjami Eyjólfsson, ekki síður kunnur þessara manna, svo nokkrir séu nefndir af því fólki, sem ég kynntist og settu svip á sveitina. Þær systur áttu góða hesta, en nýttu þá lítið til ferðalaga, því vinnan og hvíldin sat fyrir öllu. Þar sem aldrei var unnið á sunnudögum var oft farið á milli bæja og þá alltaf „kátt í höllinni“, þegar gesti bar að garði. Eins og áður sagði þá var mikil handavinna unnin yfir veturinn. Heilmikið af sokkum og vettlingum, peysum og fleiru. Ég hélt í marga hespuna og reyndi að aðstoða, svo sem við að kemba, því þær systur áttu mjög verklega ullarkamba, og líka saumavél, sem oft kom að góðu haldi. Oft komu gestir og þáðu veitingar. Þeir höfðu alltaf frá mörgu að segja og stundum gistu þeir. Þetta var mest vinafólk þeirra úr næsta nágrenni eða sveit. Þá var oft vakað lengi. En alltaf var vaknað á morgnana til að gefa blessuðum skepnunum, sem biðu eftir fæðunni. Það var alltaf mjólkað með höndunum, einnig strokkað og smjör unnið úr mjólkinni. Svo var rjóminn alltaf tekinn þannig að mjólkin var sett í trog, og veitt ofan af henni og svo var hann látinn í ílát og geymdur þar. Það var enginn skortur. Rjómapönnukökumar, sem þær bökuðu, þóttu mér hreinasta afbragð og það þótti líka gestum, sem gerðu þeim góð skil. Ég var með koffort með mér og þar geymdi ég fötin mín. Það var oft notað sem sæti þegar gestir komu. Þegar ég fór heim að lokinni vera minni hjá þeim systram, var koffortið fyllt af ýmsum vamingi og klæðnaði, sem þær gáfu mér að vertíðarlokum. Einnig átti ég að færa mömmu og systkinum mínum, pakka, sem þær útbjuggu. Mér fannst vistin hjá þeim systram svo góð og vel hugsað um mig í alla staði, að ennþá stend ég í mikilli þakkarskuld við þær. Það var alltaf samband á milli okkar Kristínar og Katrínar, og líka eftir að ég flutti í Stykkishólm. Á ég enn nokkur bréf ffá þeim. Elías Jónsson, systursonur þeirra, tók við búinu seinustu árin þeirra og reyndist þeim vel. Katrín var yngri, fædd 25. júlí 1885, hún fékk berkla og dvaldi nokkur ár á Vífilsstöðum, undir góðri aðhlynningu og læknishendi og lést þar 21. apríl 1964, 78 ára gömul. Ég hafði þar samband við hana. Hún var alltaf sama góða konan, hugsaði heim til sveitarinnar. Kristín dó 27. febrúar, 1973, níræð, þá dvalargestur á Elliheimilinu Grand í Reykjavík, orðin blind og södd lífdaga. Því miður gat ég ekki fylgt þessum ágætu vinkonum mínum seinasta spölinn. En hugur minn fylgdi þeim alltaf á langri leið. Af fólkinu á Hólnum hafði ég alltaf spumir, sérstaklega bræðranum Sigurbergi og Daníel. Þeir bjuggu lengst af á höfuðborgarsvæðinu og áttu góðar konur og indæl börn. Þóra systir þeirra bjó á Akureyri og átti þar góðan mann og fallegt heimili. Hún býr nú í Keflavík. Ég á henni mikið að þakka fyrir hjálp við þessar minningar, með myndir o.fl. Ritað í mars, 2oo6. 308 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.