Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 21

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 21
Hermann Oskarsson Minningar kennara(barns) frá Laugaskóla 1976 Laugaskóli Haustið 1975fór Sigurður Kristjánsson skólastjóri Laugaskóla þess á leit við mig að koma norður og kenna við skólann íjjarveru föður míns, Óskars Agústssonar. Faðir minn hafði fengið leyfi menntamálaráðuneytisins til að dvelja í Danmörku og kynna sér íþróttakennslu. Leyfið varfrá áramótum ogfram á vor 1976. Ég hafði verið að vinna í Reykjavík sumarið 1975 og í Mosfellsbæ um haustið, orðinn langþreyttur á lœknisfræðinámi sem ég stundaði við HI með hléum, frá hausti 1972 tilvors 1975. Tók ég þessari málaleitan drœmlega Ifyrstu. Leist mér ekki á að jlytja norður í fásinnið, enda orðinn vanur þéttbýlisandanum í Reykjavík. Atti einnig erfitt með að varpa af mér hlutverki nemandans og setja mig í spor kennarans svona á svipstundu. Eftir að faðir minn hafði rætt málið ítarlega við mig og lofað stuðningi sínum, lét ég tilleiðast og fluttist í Laugar í lok árs 1975. Tók ég við íþróttakennslu föður mins í janúar, skömmu eftir að hann hvarf af landi brott til Kaupmannahafnar, þar sem hann dvaldi í leyfinu. Auk kennslunnar kom í minn hlut að annast pósthúsið á Laugum en foreldrar mínir höfðu með höndum póst- og símaþjónustu á staðnum um langt árabil. Kennarar á Laugum á þessum tíma vom auk föður míns og Sigurðar skólastjóra, sem kenndi íslensku, íþróttakennaramir þeir Sigurður Viðar Sigmundsson, sem kenndi eingöngu stærðfræði, Halldór Valdimarsson, sem kenndi piltum leikfimi, og Hróar Bjömsson, sem kenndi smíðar og teikningu. Sigrún Valtýsdóttir kenndi hannyrðir o.fl., Sigurður Randver Sigurðsson ensku, Málfríður Kolbrún Guðnadóttir vélritun, Ingólfur Geir Ingólfsson náttúrufræði og Níels Eyjólfsson raungreinar. Iþróttafulltrúi ríkisins, Þorsteinn Einarsson, lagði ekki fortölulaust blessun sína yfir ráðningu mína. Gerði hann athugasemd við þá ráðstöfun að réttindalaus kennari væri ráðinn til kennslu í íþróttum á Laugum. Fannst honum skjóta skökku við, þar sem ekki færri en þrír íþróttakennarar með full réttindi voru starfandi við skólann á Heimaerbezt 309

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.