Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 24

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 24
í raun ekki svarið og það særði ekki blygðunarsemi hennar, enda eflaust öllu vön úr sollinum fyrir sunnan. Hún kom í Lauga úr Reykjavík. Annan hvem laugardag stóð Ungmennafélagið Efling fyrir parakeppni í bridge. Var spilað í þinghúsinu á Breiðumýri. Sigurður Viðar Sigmundsson hafói um langt árabil tekið þátt í spilamennskunni og spilaði oftast á móti Sigurði skólastjóra. Stakk hann upp á að ég kæmi með þeim í spilamennskuna ásamt Níelsi Eyjólfssyni, sem hafði áhuga á að taka þátt. Ahugi minn var takmarkaður en ég lét tilleiðast og spiluðum við Níels saman í parakeppninni frá áramótum og fram á vor. Lærðum við Níels í hasti ítalskt kerfi í bridge, svokallað „precision“ kerfi, sem Sigurður Viðarkenndi okkur. Eftir það spiluðum við eins og herforingjar. Náðum við aldrei að lyfta okkur langt frá botnsætunum, en höfðum engu að síður ánægju af spilamennskunni. Þeir félagar Sigurðamir stóðu sig aftur á móti vel og vora meðal efstu manna hverju sinni. Kennarahlutverkið féll mér ágætlega og líkaði mér vel kennslan. Nemendumir voru upp til hópa hið ágætasta fólk. Vegna þess hversu aldursmunurinn var lítill er ekki óhugsandi að þeir hafi umgengist mig að einhverju leyti öðruvísi en hina kennarana, sem flestir voru eldri en ég. Það átti þó ekki við um Ingólf Geir, sem var á svipuðum aldri. Hann var ráðsettari en ég, með konu og bam að mig minnir. Níels og Sigrún voru eitthvað eldri en við Ingólfúr. Eg var unggæðingurinn í kennaraliðinu, þótt ég væri ekki lífsreynslulaus, fráskilinn en bamlaus. Annars var kennaraliðið allt frekar ungt að árum á þessum tíma. Sigurður skólastjóri og Hróar voru elstir, báðir vel yfir fimmtugt. Hinir vom allir um eða rétt yfír þrítugt. Auk þess að kenna nemendum sund og leikfími tók ég fljótlega við sundþjálfun af Halldóri Valdimarssyni á kvöldin og þjálfaði sundlið skólans. Man ég sérstaklega eftir tveimur strákum, þeim Jóhanni Skímissyni og Sæmundi Olasyni, sem æfðu vel og Hróar Björnsson vora góðir sundmenn. Jóhann varð síðar flugmaður og starfaði lengi á Akureyri hjá Flugfélagi Norðurlands meðan var og hét. Hann mun starfa enn á Akureyri sem flugmaður. Sæmundur var úr Grímsey og starfaði þar sem trillukarl síðast þegar ég vissi. Báðir þessir drengir vora frábærir sundmenn og æfðu og kepptu fyrir hönd Laugaskóla. Á þessum tima var bekkjarskipulagið allt annað en þegar ég var í Laugaskóla á árunum 1964 til 1967. Nú var tíundi bekkur í skólanum, og svokallaðir fjórði og fímmti bekkur. Á námsáram mínum í Laugaskóla var svokölluð yngri og eldri deild í skólanum auk gagnfræðadeildar og landsprófsdeildar, sem reyndar voru sameinaðar í einni bekkjardeild. Skólakerfíð hafði tekið breytingum. Tíundi bekkurinn var lokaáfangi grunnskólastigsins á meðan hinir bekkirnir tveir vora fyrstu árgangar framhaldsskólastigsins. Skólinn spannaði þannig tvö skólastig, þ.e. grunn- og framhaldsskólastigið. Þroska- og aldursmunur var nokkuð áberandi á milli árganganna í skólanum. í ljórða og fimmta bekk settust nemendur sem hugðu á framhaldsnám í mennta- eða ijölbrautarskólum, iðnskólum og öðrum skólum á framhaldsskólastigi. Sumir þeirra höfðu lokið grannskólaprófi nokkrum árum áður en þeir settust á framhaldsskólabekk á Laugum og vora því eldri og þroskaðri en þeir nemendur sem höfðu nýlokið tíunda bekknum. Þessum nemendum var nauðsynlegt að ljúka framhaldsnámi sínu við annan skóla, vildu þeir útskrifast af framhaldsskólastigi. Kennarar á Laugum höfðu þennan vetur talsverðar áhyggjur af framtíð skólans vegna breytinga sem höfðu orðið á skólakerfínu og breytinga sem stóðu fyrir dyrum varðandi grannskólana í héraðinu. Fram að þessu hafði Laugaskóli verið safnskóli fyrir nemendur tíundabekkjar og tekið við nemendum hvaðanæva úr héraðinu, þ.e. úr Bárðardal, Ljósavatnsskarði, Kinn og Fnjóskadal. Einnig úr Aðaldal, Reykjadal, Reykjahverfí og Laxárdal. Mývetningar höfðu þegar hafið kennslu á öllum stigum grannskólans í heimasveit undir stjóm Þráins Þórissonar skólastjóra á Skútustöðum. Hin sveitarfélögin hugðu á sama fyrirkomulag. Þetta setti Laugaskóla í nokkum vanda þar sem fyrirsjáanlegt var að umsóknum um tíunda bekk myndi fækka verulega. Á Stórutjömum í Ljósavatnsskarði höfðu Kinnungar, Bárðardælingar, Ljósvetningar og Fnjóskdælingar sameinast um skólabyggingu nokkram árum áður og hugðu á kennslu 312 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.