Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 27

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 27
mikil keppni og mátti ég hafa mig allan við til að ná honum og verða á undan að hólmanum. Það var þó ekki aðalatriðið, því þetta varð öllum viðstöddum til mikillar ánægju. Var gerður góður rómur að uppátækinu. Man ég að mörgum þótti mikið til kennarans koma að gefa sig í þetta ævintýri og það er aldrei að vita nema einhverjir þeirra muni enn eftir því sem skemmtilegu atviki á skólaárunum. Vel er, ef svo er, því ekkert vildi ég frekar en vera nemendum mínum uppspretta ánægjulegra minninga. Auk leikfimikennslunnar, sundæfmg- anna og póstmeistarastarfsins hafði ég með höndum heimavistareftirlit á Fjalli eða í Draugasteini, eins og heimavistarhúsið var oftast kallað. Bjó ég á heimili foreldra minna á efri hæðinni í syðri hluta Draugasteins. Ibúð þeirra var ijögur svefnherbergi, stofa, eldhús og snyrting. A neðri hæðinni var þvottahús og geymslur sem tilheyrðu íbúðinni. Þar var einnig pósthúsið til húsa. Heimavistin var í norðari hluta Draugasteins. Var hún tvær hæðir og kjallari. I kjallaranum var sérútbúin kennslustofa fyrir efna- og eðlisfræðikennslu, með aðstöðu fyrir tilraunir í efnafræði. Sturta var í kjallaranum, þvottahús, snyrtingar og geymslur. Þar var einnig vararafstöð skólans. Var þar um að ræða gamla díselvél úr jarðýtu, sem hægt var að nota til framleiðslu á rafmagni. Ekki minnist ég þess að hún hafi oft verið notuð, en Snæbjöm Kristjánsson ræsti vélina reglulega og hélt henni þannig við. Voru tæplega tuttugu, tveggja manna herbergi á heimavistinni. í hverju herbergi var skrifborð, tvö rúm, tveir stólar, tvær bókahillur, tveir fataskápar og vaskur. Vaskurinn var mikil framför miðað við þann tíma þegar ég var sjálfúr nemandi í Laugaskóla á ámnum 1964 til 1967. Jók hann mikið þægindi gesta á sumarhótelinu, sem faðir minn rak fyrir hönd skólanefndar um langt árabil eða í hartnær ljörutíu ár. Barðist hann lengi fyrir því að öll aðstaða í herbergjum Laugaskóla batnaði á þessum árum. Snyrtingar og sturtur voru á göngum heimavistarinnar og í kjallara, eins og áður sagði. A neðri hæð hennar var setustofa fyrir nemendur. Þar vom þægileg sæti, borð og sjónvarp. Gátu nemendur stytt sér þar stundir við sjónvarpsáhorf, einkum á kvöldin, og spilamennsku eða lestur blaða og bóka. Hafði ég, sem umsjónarkennari, með höndum að ganga á vistina á hverju kvöldi um ellefu leytið og gera liðskönnun, slökkva ljós og sjá til þess að ró færðist yfir nemendur. Flestar voru þessar liðskannanir tíðindalausar, en fyrir kom að brá til annars. Stöku sinnum höfðu nemendur farið í svokallaðan vatnsslag og varð ég þá að vaða vatnselginn á teppalögðum göngum heimavistarinnar til að skakka leikinn. Stundum vildu nemendur spila tónlist lengur en góðu hófi gegndi, eða horfa á sjónvarp. Fyrir kom að ég varð að skakka leikinn þegar tveir eða fleiri slógust ótæpilega. Einhverju sinni varð ég að fara með nemanda til læknis til Húsavíkur seint að kveldi, vegna þess að hann hafði misst framan af fíngri sem lent hafði milli stafs og hurðar. Komið gat fyrir að ein liðskönnun nægði ekki og varð ég þá að hafa afskipti af nemendum tvisvar sama kvöldið, en það var sjaldgæft. I minnsta kosti eitt skipti í byrjun vors komu stúlkur af kvennavistinni í gamla skólahúsinu í heimsókn upp í Draugastein um miðja nótt. Ekki varð ég var við þessar heimsóknir en frétti af þeim síðar. Svipaða sögu er að segja af drengjunum í Draugasteini. Þeir fóru nokkrir út um glugga þennan vetur á vit ævintýranna. Man ég ekki nákvæmlega hverra erinda þeir skriðu út, en minnir að það hafi verið til að hitta kunningja sem voru í bílum fyrirutan og til kvennafars. Hvoru tveggja stríddi stranglega gegn reglum skólans en var i góðu samræmi við eðli og ævintýralöngun ungra stúlkna og drengja. Einhver eftirmál urðu af þessu næturgöltri nemenda. Um vorið 1976 hélt ég áfram að starfa við Laugaskóla við kennslu á sundnámsskeiðum fyrir unglinga, við pósthúsið og sumarhótelið á staðnum. Aðstoðaði ég foreldra mína við sumarhótelið eftir þörfum, en þó einkum við móttöku erlendra ferðahópa. Erlendir ferðahópar vom meginuppistaða sumarhótelsins á Laugum um langt árabil. Leit ég einnig eftir sundlaug og sá um afgreiðslu og aðra þjónustu við ferðamenn, eftir því sem þörf var á. Höfðu skapast mikilvæg viðskiptatengsl milli hótelsins og erlendra ferðaskrifstofa á þeim tíma sem foreldrar mínir voru þar í forsvari. Þennan vetur hafði ég í ijarveru föður míns, með höndum að svara bréfum erlendra ferðaskrifstofa og einstaklinga um gistingu og ferðaþjónustu á Laugum sumarið 1976. Var þetta töluvert verkefni og tók tíma minn milli þess sem ég sinnti öðru. Hef ég síðan oft hugsað til þess með undrun og aðdáun hversu mörgum verkefnum foreldrar mínir komu í verk og önnuðust fyrir Laugaskóla, án þess að sérstaklega væri eftir því tekið. Eg veit að þeim var það ljúft. Þau helguðu sig verkefnunum án væntinga um aðra umbun en ánægjulegt samstarfsfólk, góðar minningar og vegsemd Laugaskóla. Um haustið hvarf ég af landi brott til háskólanáms í Svíþjóð. Lagði ég þar stund á félagsfræði, hagífæði og félagsmannfræði. Eftir það kom ég stöku sinnum í Lauga sem gestur um jól og að sumarlagi. Lá þá skólahald niðri. Fylgdist ég því einungis með skólastarfí á Laugum eftir það úr ijarlægð. Mér er ljóst að saga Laugaskóla er löng og í flesta staði merkileg. Verður hún sennilega aldrei sögð öll en fáein orð mín í belg þeirrar sögu hafa vonandi eitthvert annað gildi en sitt eigið. I þeirri trú hef ég rifjað upp eitt og annað sem kemur í hugann þegar hugsað er til Laugaskóla. Um þessar mundir er einmitt minnst 80 ára afmæli Laugaskóla og er það þeim tímamótum að þakka þetta tækifæri til uppriijunar minninganna. Mér er verkefnið bæði ljúft og skylt enda saga Laugaskóla óaðskiljanlegur hluti eigin sögu. Þetta á einnig við um marga aðra nemendur, kennara, starfsfólk skólans, gesti Laugaskóla og velunnara á umliðnum árum. Allt þetta ágæta fólk eru sannkallaðir Laugamenn. Upphaflega ritað í Wivenhoe á Englandi í apríl 2001 Heimaerbezt 315

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.