Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 33
Eitt sinn var auglýst eftir ráðskonum við matargerð við skóla sveitarinnar. Gísli setti auglýsingu saman að sínum hætti: Það vantar í skólann vinnukraft, — vaskar ráðskonur tvær. Þœr verða að hafa vargakjaft, vígtennur, hramma og klær. Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Islands í júní 1980. Biðu menn spenntir mjög úrslita að vonum. Virtist sem annar en Vigdís ynni þessar kosningar, þar til úrslit komu úr Austfirðingaíjórðungi. Eftir það var sýnt, að Vigdís yrði sigurvegari í þessum kosningum, Gísli orti. Þegar Vigdís var í hættu, von um sigur hinir fengu. Austfirðingar allir mættu, — undir hennar merki gengu. Helgi Seljan Friðriksson, fyrrum alþingisnaður, var í leik- listarstarfsemi á yngri árum, og lék meðal annars Kölska sjálfan af mikilli prýði. Gísli orti: Sótti á þing og sæti vann, sigur kommum færði. Ungur lék hann andskotann; af honum klœki lœrði. Fulltrúar stjómmálaflokkanna ræddu um hækkun þing- fararkaups, og voru allir sammála um ríflega hækkun. Gísli orti þá: Sammála þeir eru um eitt, aðrarþó að deilur standi: Ef riflegt vœri gjald þeim greitt, gœtu þeir bjargað sínu landi. Um Þórshafnartogarann fræga orti Gísli í Þrastahlíð: Þeir samþykktu allir, en sáu sig um hönd, og sviku gefm loforð einu hljóði. Langt er til Drottins frá Langanesströnd, og lítið er nú fé í byggðasjóði. Þetta er víst nóg að sinni, lesendur góðir. Ég hef kynnt Gísla Björgvinsson frá Þrastahlíð, og birt nokkrar af vísum hans. Dægurljóð Júnímánuður, sumar og sól. Allt er grænt og gróið. Þetta riijar upp ljóð, sem ég lærði ungur og fléttast saman við reynslu mína frá æskuárum, er ég fann hreiður farfugla úti í náttúrunni, en ég ólst upp í sveit, þar sem allt iðaði af lífi í kringum mann. Það er einhver munur eða vera alinn upp í stórborg, þar sem malbik og steinn em jafnvel meira áberandi en gróðurinn. Fyrir þessi uppeldisskilyrði er ég þakklátur. En ljóðið, sem ég set í samband við þessa reynslu, og ég lærði ungur utan að, er þannig: Það var í vor í júní, ég vatt mér fram að á, og allt var grænt og gróið, og gleði á hverri brá. Og viltu bara vita, það varðar engan mann, ég lítið lóuhreiður í laut við ána fann Og ofurlitlir ungar þar áttu heima þá, en nú er ís á ánni og engan fugl að sjá. Ég man ekki í svipinn, hver orti þetta snotra ljóð, en það túlkar hlýjar tilfínningar. Til mín hringdi Sigurjón Friðriksson bóndi frá Ytri-Hlíð, nú búsettur í Vopnaijarðarþorpi, vegna línu úr ljóði, er ég birti í grein minni í Heima er bezt, um dvölina í Lambanesi og Haganesvík, „Æ, viltu ekki hjá mér sitja, minn elskulegi Jón“. Sigurjón kunni þá allt erindið, sem ég þakka honum fyrir kærlega, en það er á þessa leið: Viltu ekki blóðmörsbita, viltu ekki súpuspón? Viltu ekki hjá mér sitja, minn elskulegi Jón? Viltu ekki við mig tala, viltu ekki hugga mig? Viltu ekki vörum svala, viltu ekki kyssa mig ? Minnast ekki margir enska textans: „Don't fence me in“? Svo vill til, að gerður var íslenskur texti við þennan lagboða, sem ég kann hrafl úr, en fylli upp í eftir þörfúm frá mér. Vona, að ég fylgi laglínunni nokkum veginn. Eg vil fagna og lifa og fara mína leið, frjáls eins og fugl. Eg vil syngja og dansa, því sál er glöð og heið, frjáls eins og fugl. Eg vil syngja og lifa og lífsins njóta, líka, ef svo bregður við, með straumnum fljóta, láta eins og ekkert sé og boðin brjóta, frjáls eins og fiugl. Við skulum skemmta okkur eins og andinn kýs, alveg á fullu uns morgunsólin rís. Það er hið eina, sem andinn heitast kýs, og til auðnu reynist vís. Heima er bezt 321

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.