Heima er bezt - 01.07.2006, Page 34
Ég vil fagna og lifa og lífsins njóta,
líka, efsvo bregður við, með straumnum fljóta,
láta eins og ekkert sé og boðin brjóta,
frjáls eins og fugl.
Enski textinn er hafður til hliðsjónar við gerð þessara erinda.
Bið ég afsökunar, ef hann er ekki að fullu í samræmi við
laglínuna.
I fyrra birti ég ljóðið „Litla flugan“ á dönsku, í þýðingu
Guðrúnar Halldórsdóttur, fyrrum forstöðukonu Námsflokka
Reykjavíkur. Hér birtist þetta ágæta ljóð á nýnorsku, sem
er ótrúlega líkt okkar tungu:
Smábekk leikar lett med gröne teinar.
Fager blome gror pa skredegrus.
Bláskjel ligg der krasa mellom steinar.
Ei vakker gjente söv i stille hus.
Hadd'eg berre vore lille fluga,
eg inn om g/aset styrde vegen min,
og om eg ei til anna skulle duga,
eg kunne vissa kitla næsen din.
Fyrir hálfri öld var lagið „Meira fjör“ mikið sungið og leikið
í útvarpið, Sigurður Olafsson söng. Lagið er eftir Bjama
Böðvarsson, þann mikla hljóðpfæraleikara, en textinn er
eftir J. S., sem mun vera Jón Sigurðsson (1925-1992). Þá
kemur ljóðið.
Meira fjör
Lifa blóm um laut og tanga,
léttar vorsins raddir kveða glaðan óð.
Roðar sólin rósavanga,
reifir fossar kveða öll sín bestu Ijóð.
Nú er vor um veröld alla,
vötnin falla, hlýnar enn á ný,
því við dönsum um dœgur löng,
dunar loftið af glöðum söng.
Meira fjör!
Við dönsum dátt, uns dagur næsti skin.
Meira Jjör!
Nú hljóma skulu léttu lögin mín.
Meira Jjör!
Við látum dansa fiman fót.
Harmonikan hljómar dátt,
hlæjandi við dönsum sumri mót.
Nýlega var svonefndur reyklaus dagur. Þá átti hver maður
að vera reyklaus og jafnvel hætta reykingum fyrir fullt og
allt. Fyrir mörgum árum setti ég saman tvö erindi, sem ég
gaf táknræna yfirskrift „Þú skalt forðast reykinn ramma“.
Lagboði mögulegur: Yfír dali, höf og heiðar.
Efþú metur Uf þitt mikils,
skaltu ei menga lungu þín.
Þú skalt hætta þeirri heimsku
fyrr en heilsan alveg dvín.
Efþú svœlir sígarettur,
það er svei mér ekkert grín,
verður húðin hrukkótt snemma
og þér hósti veldur pín.
Þú, sem ungur telst að árum,
viltu aðeins hlýða á mig?
Þú skalt forðast reykinn ramma,
svo þú ratir œvistig.
Efþú sýgur sígarettur,
þig mun svíða reykurinn,
og þú styttir líf þitt stórum.
Það er staðreynd, vinur minn!
Að lokum er hér átthagaljóð. Það er um æskuslóðir Jóns
frá Ljárskógum, Laxárdal í Dalasýslu, og er eftir hann. Jón
hvílir í Hjarðarholti, dáinn 1945.
Laxárdalur ( brot)
Ég kem til þín í sól og sumarangan
og sit í þínum græna birkilund
og hvílík unun, eftir vetur langan
að eiga í þínu fangi sólskinsstund!
Svo máttugur er minja þinna kraftur,
að mér fumst bernskan komin til mín aftur!
Ég kom til þín, minn kæri, gamli dalur,
er kaus mitt hjarta gleymsku, ró og frið.
Við augum brosti örœfanna salur
með álftakvak og þúsund vatna nið.
- og gott var þá að gleyma sínum hörmum
og geta hvílt í friði í þínum örmum.
Því hýp ég þér nú klökkur, gamli dalur,
og kyssi í lotning rósavanga þinn,
- þann gleðiauð, sem fjœr var ekki falur,
þú feerir mér nú, tiyggi vinur minn,
og loks er aftur hlýtt í huga mínum,
er hvíli ég í mjúkum faðmi þínum.
Þættinum er lokið í þetta sinn. Vemm bjartsýn. Sumarið er
ekki nærri búið að renna sitt skeið. Lifíð heil.
Auðunn Bragi Sveinsson,
Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík.
322 Heimaerbezt