Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 35

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 35
Séra Sigurður Einarsson frá Holti: vestur fjörðum Aðalvík Ég hef alltaf haft einhvem veikleika fyrir því, sem kalla mætti ystu vígstöðvar starfs og byggðar í þessu landi, hinum svo nefndu afskekktu stöðum. Hvort heldur er til heiða og afdala, eða út til nesja og afskekktra kjálka, þá mætir maður á þessum slóðum einhverju af þeirri sjálfbirgu úrræðasemi og fjölbreytni í háttum og athöfnum, sem var lífakkeri þjóðarinnar í margar aldir, en er alltaf í meiri og minni hættu með að glatast og fara forgörðum í Ijölmenninu. Ég fékk að nokkm leyti tækifæri til þess að svala þessari löngun rninni með því að fara norður í Sléttuhrepp í sumar, á slóðir, sem ég hafði aldrei komið á áður. Ég fór til Aðalvíkur á litlum vélbáti, svolítilli kollu, sem hjó og kútveltist eins og kefli, sogandi rokstrengur utan Djúp fyrir Ritinn, og þungur og krappur sjór. En mér líður prýðilega á bátnum. Bátverjar eru glaðlyndir og rólegir vestfírskir sjómenn. Þeir hafa verið inni á ísaftrði að selja aflann sinn. Aðalvíkin hefur ekki brugðist í sumar með fiskaflann fremur en fyrri daginn. Fiskurinn gengur þar oft alveg upp í landsteina, mokafli, — en hitt hefur löngum viljað brenna við, að Aðalvíkingar fá ekki að sitja að honum einir. Ég sá dragnótabátana vera að skarka inni á víkinni í sumar, alveg upp í fjörusteinum, og þeir hafa oft gert Aðalvíkingum þungar búsifjar. Við emm fímm klukkustundir að saga okkur á litla bátnum frá Ísafírði til Aðalvíkur. Þegar kemur til Látra, aðalbyggðarinnar norðan rnegin í víkinni innan við Straumnes, er degi tekið að halla. Mér fmnst ég vera kominn inn í einhvern norrænan kuldaheim. Úrsvalan gust leggur ofan af fjöllunum. Túnin eru sölnuð, og þó er ekki í dag nema 25. ágúst. Fyrir nálega mánuði gerði hér svo ofsafengna hríð, að snjór á túnum varð í miðjan legg, skafla lagði af húsum og fé fennti. Svo hart getur orðið hér við hið ysta haf, jafnvel urn hásumarið. En stundum blikar líka öll víkin í sóldýrð í skjóli sinna rammbyggðu fjalla. Það sá ég daginn eftir, þegar ég fór frá Látmm yfir að Sæbóli, hinum megin í víkinni. En hvemig er fólkið í þessum einangruðu, afskekktu byggðum? Það var eitt, sem ég furðaði mig á: Hversu vel það virtist endast. Allt gamalt fólk, sem ég sá í Sléttuhreppi, kom mér fyrir sjónir yngra en það var í raun og vem. Það var í því eitthvert táp og léttleiki og harðfylgi, sem leyndi til um aldur þess. Ég gisti hjá háöldruðum hjónum, Bjarna Dósóþeussyni og Bjargeyju konu hans. Þau vom komin á áttræðisaldur, höfðu borið allt strit langrar ævi á sjó og landi í þessari afskekktu byggð, þolað fátækt, erfiðleika og þunga harma. En þó vom þau bæði kát og kvik. Gantla konan gekk um beina með léttleik og skömngsskap, eins og hún væri um þrítugt. Ég tek þau aðeins sem dæmi. Þannig sá ég margt fólk. Og unga fólkið, vel menntað, tápmikið, glaðvært, laust við að minna mann á einangrun og afkimafeimni, frítt fólk og gjörvulegt. En hörð er lífsbaráttan í þessum byggðum, og hægt og hægt virðist reka að því, að fólkinu fækki. Bæirnir eru að leggjast í eyði norður um Homstrandir, búendum fækkar. Mér finnst það mikil harmssök. Það verkar á mig með sama trega og eyðibýlin upp um sveitimar, og síðast en ekki síst heiðabýlin, útlendur og framvirki íslenskrar athafnasemi og lífsdugnaðar. Ég fæ mig aldrei til þess að una þessu, að við séum að missa landið úr höndum okkar, að það sé raunverulega að minnka. Þetta undanhald byggðarinnar er ósigur. Og sá ósigur ber það í sér, að á vissan hátt minnkar þjóðin sjálf, þó að mönnunum fjölgi. Hún missir þeirra kosta, sem það þurfti, að byggja þessa útskaga — og sigra þá, — byggja þessi heiðalönd og lifa. Heimaerbezt 323

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.