Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 36
í Sléttuhreppi
Yfir heiði
I endurminningum mínum frá sumrinu, er ein sérstaklega
skýr. Það er síðsumarsdagur og förinni er heitið frá Sæbóli
í Aðalvík að Sléttu í Sléttuhreppi. Ung kona hefur gerst svo
ástúðleg að verða fylgdarmaður okkar, og við ríðum í hægðum
okkar götumar frá Þverdal inn að Stað í Aðalvík. Þar er
prestssetur Við heilsum upp á prestinn og skoðum kirkjuna.
Það er yndislegt veður og sterk angan af lyngi og gróðri í
loftinu, eins og oft verður á sólheiðum síðsumarsdögum á
Vesturlandi. I dalnum er fallegt stöðuvatn, rétt fyrir neðan
bæinn, og dálítil veiði. En greinilega er maður minntur á það,
að hér er verið á ferð á köldum hjara og kynlegar andstæður
mætast í landslaginu. Innst inni í dalnum, alveg uppi undir
ijöllum, er fólk við heyskap á grænu engi. Svo taka brekkumar
við, og efst í brekkunni snjóskafl, svo brattur og illfær, að
við verðum að teyma hestana. Þegar upp er komið, fömm
við af baki til þess að hvíla hestana og njóta hins yndislega
útsýnis. Það verður löng áning, en þó miklu skemmri en ég
hefði kosið. Mér komu í hug hendingar Jónasar:
„ Mjög þarf nú að mörgu að hyggja,
mikið er um dýrðir hér. “
Þama blasti Bjamanúpurinn við til suðausturs, hár og
tígulegur, með dimmblátt hafið við rætur sínar. Hann skilur
Jökulfirðina frá Isaijarðardjúpi og einhverjar tvær sérstæðustu
og afskekktustu sveitir á Islandi, Gmnnavíkurhrepp og
Sléttuhrepp, frá öðrum sveitum við Isaijarðardjúp. Til austurs
sér á mynni Jökulijarðanna. Syðstur er Leimijörður, liggur
til suðausturs og ber nafn með rentu, því að jökulár hafa
borið mikinn leir niður í hann og teygist skriðjökull frá
Drangajökli ofan í hann; þá kemur Hrafnsijörður beint til
austurs, en til norðurs skerast Lónaijörður, Veiðileysuijörður
og Hesteyrarijörður. Er kuldalegt að líta þama austur eftir
af Staðarheiði, því að ijöllin em ærið hrikaleg og hrjóstrag
með fönnum á víð og dreif, en austur á jöklinum ljóma
Hrolleifsborg og Hljóðabunga í glitrandi sólskininu. Fjöllin
eru brött með hrikalegum hyrnum fram í sjó, það er hin
vestfirska hyma, sem ég minntist á í fyrra erindi.
Eg efast um það, að hin einmanalega eyðidýrð íslenskra
öræfa sé nokkurs staðar eins stórfengleg og grípandi eins og
á Vestijörðum. Hún birtist þar í óendanlegri ijölbreytni. Björg
og klungur, hamragjögur og eggjar, hyrnur og dalskvompur,
— langir eyðifirðir, hjamlagðar heiðabungur. Allt blasir þetta
við auga. Við sitjum þama í angandi lyngi á Staðarheiði,
en það þarf ekki annað en að renna auga dálítið í kringum
sig, til þess að sjá, hvað gróðurinn er lítill og kuldalegur.
Hugann rennir gmn í það, að hér er sumarið stutt, oft með
úða og ísaþokum, en veturnir snjóaþungir og langir. Og
aftur flýgur manni lífsbarátta þessa fólks í huga, hvað hún
hlýtur að vera erfið. Staður í Aðalvík, Staður í Gmnnavík,
líklega em þetta tvö erfiðustu prestaköllin á íslandi.
Það er mikil sagnauðgi bundin við ísaijarðardjúp og við
staði þar er tengt nafn þess manns af íslenskum fornskáldum,
sem mér er hugþekkastur; það er Þormóður Kolbrúnarskáld.
Ég get aldrei litið svo í átt til Amardals, gegnt Hnífsdal, að
ég minnist þess ekki, að þar bjó ekkjan Katla með dóttur
sinni Þorbjörgu Kolbrúnu, sem varð örlagadís hins snjalla
og viðkvæma skálds. Þar varð Þormóður að leita hafnar
sakir mótbyris, er hann fór með húskörlum föður síns til
fískifanga í Bolungarvík, en dvaldi í íjórtán daga í Amardal
og lét húskarlana um að sækja skreiðina. A þessum fáu
dögum voru örlög hans ráðin, og hann bar síðan ímynd
hinnar fögm meyjar í hjarta sér þangað til daginn, sem hann
féll í Stiklastaðaormstu með Olafi helga, eins og hann hefur
borið nafn hennar síðan sem kenningamafn listar sinnar.
Og nú verður mér litið til Hrafnsíjarðar. Þar er eyðijörðin
Sviðningsstaðir, þar sem enn mátti sjá á leifar af húsum
og tættur í byrjun átjándu aldar. Það er þessi bær, sem í
Fóstbræðra sögu er nefndur Sviðinsstaðir, og drápu þeir
fóstbræður Þormóður Kolbrúnarskáld og Þorgeir, Ingólf,
bóndann þar, í þakklætisskyni fyrir viðtökur þær, er þeir
höfðu fengið hjá ekkjunni Sigurfljóð í Jökulfjörðum. Hafði
hún orðið mjög fyrir ágengni Ingólfs. Þeim fóstbræðmm var
það aðeins leikur einn að vega mann fyrir góðan greiða.
Þannig riijast upp sagnaminni, þegar farið er um þessar
slóðir, hvert á fætur öðm.
I vestur frá stórbýlinu Sléttu við Jökulfirði, liggur langt,
hátt fjall, bratt og þverhnípt sumstaðar fram í sjó. Það er
Grænahlíð, beint á móti Stigahlíð hinum megin Djúps
og endar í Rit til norðvesturs. Grænahlíðin er einn aðal
surtarbrandsstaður á Islandi. Handan við Rit opnast svo
Aðalvíkin, sem við emm nú að kveðja, og liggja upp frá
henni ýmsir dalir, skildir af nærri ókleifum ijöllum. Einkum
er illræmd gatan, sem liggur yfir fjallið milli Þverdals og
Miðvíkur og hefur heitið frá fornu fari Hymingsgata. Er
hún bæði brött og mjó og liggur utast í fjallabrúninni út
að sjónum. Er betra að stíga þar fimum fótum í hálkum og
svellalögum á vetrum, ef ekki á illa að fara.
Á Sléttu
Við komum að Sléttu að áliðnum degi til Jónasar hreppstjóra
Dósóþeussonar; hefur hann búið þar lengi rausnarbúi.
Húsbóndinn var ekki heima, var við heyskap uppi á ijalli.
Það er dálítið til marks um harðfengi og þol hinna eldri
Vestfírðinga, að þessi bóndi, sem kominn er yfir sjötugt,
gengur á fjall hálfa aðra klukkustund að morgni, stendur
við slátt daglangt, kemur síðkvölds heim og er ekki lotlegri
en það, að hann spjallar af íjöri og kæti við gesti sína langt
fram á nótt. Viðtökumar era, eins og alls staðar þama,
hinar ágætustu. En þar er Jónas bóndi ekki einn í leiknum,
fremur en hann hefur verið það í því að gera heimili sitt að
viðurkenndu rausnar og dugnaðarheimili um fjölda ára. Kona
hans, Þórann Brynjólfsdóttir, kemur hér til sögunnar, og þó
hún hafi að vísu ekki verið við heyhirðingu á íjalli, hefur hún
ekki setið auðum höndum um daginn. Heyþurrkun heima við,
búverk, matreiðsla og ótal snúningar hafa nú hvílt á herðum
hennar einnar í dag, eins og einatt áður, er bóndinn var í
sjóferðum, hreppstjóraerindum, aðdráttum eða útiverkum.
324 Heima er bezt