Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Side 37

Heima er bezt - 01.07.2006, Side 37
En hvernig er hægt að sjá það á henni þegar inn í stofuna er komið? Nú er engu líkara en þessi búkona haft beðið þess eins í allan dag að taka á móti ferðalöngunum. Annars er það eins og fólkið vilji allt fyrir mann gera, eigi í manni hvert bein. Og þetta er gert svo hjartanlega umstangslaust og blátt áfram, og af svo fágaðri háttvísi, að maður tekur eiginlega ekkert eftir því. Maður er orðinn heima hjá sér áður en maður veit af. A Sléttu sá ég best vaxið í görðum á þessum slóðum, en annars höfðu þeir mjög spillst í hinu mikla hreti í júlílok. Má vera, að lega bæjarins valdi þar nokkm um; hann stendur í skjóli undir klettahlíð, sem ver hann fyrir nöprustu næðingunum. En neðar undir þessari klettahlíð eru sléttir vellir og tún og ljómandi fallegt, grösugra en ég sá hér annars staðar, að undanteknum túnunum á Stað og Hesteyri. Laust eftir miðnætti gekk ég út. Mér er það í minni af því, að þama frá þessum stað á ég endurminningu um hina yndislegu síðsumarsnæturkyrrð, sem er einhver líknsamlegasta ráðstöíun Guðs fyrir þreyttar taugar mannanna: Það var orðið dimmt. Eg gekk vestur túnin út nreð sjónum. Blæjalogn, dauðakyrrð, aðeins að báran örlaði örveikt við steina. Það kom í mjúkum lágvæmm sogum, þýtt eins og blævarblak í skógi. Eg varð að beita mig hörðu til þess að fara inn í bæinn að sofa. Það var heillandi að njóta þessarar djúpu kyrrðar, metta sál sína af henni, skapa sér úr henni endurminningu, sem hægt er að loka að sér eins og skel, þegar kall og kliður heimsins ætlar að æra mann. Það er oft á slíkum stundum, í slíkri unaðskyrrð úti í náttúmnni, að mig grípur þessi hugsun: „Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem Guð mér sendir.“ En svo dettur mér jafnharðan í hug: Mundir þú standast lífsbaráttuna á þessum slóðum, eins og hún blasir við í hinu heiða, bjarta morgunljósi vemleikans? Mundir þú ekki bogna eins og strá, ef þú ættir að bera byrðar þessa fólks, skila dagsverki þess að hverju kvöldi? Þó að fátt sé ef til vill hollara, en að hlusta á hvemig náttúran talar ein við sjálfa sig, þar sem sterkustu andstæður hennar mætast í hrikadýrð, þá krefur lífíð þess að verða að takast á við hana, berjast við hana, verjast henni, knýja hana til að miðla gæðum sínum, sigra hana, eða falla sjálfur ella. Þessi barátta hefur mótað alla Islendinga að meira eða minna leyti, en mér virðist hún hvergi hafa mótað fólkið skarpari dráttum, en einmitt hér, háttu þess og skaplyndi. Eg vildi jafnvel leyfa mér að komast svo að orði, að hérna kynnumst við hreinræktuðum þeim mannstofni, sem þetta land hefur verið að ala í meira en þúsund ár. Og kynnin af honum taka einhvern veginn djúpt inn í taugar uppruna nianns og eðlis. Á Hesteyri Næsta dag á ég aðeins skarnma dagleið fyrir hendi, — ætla aðeins inn á Hesteyri. Sléttubóndinn er ræðinn og veitull, og ég fer ekki fyrr en seint af stað. Engin ofætlun hefði mér verið það að labba þennan spöl, hann er ekki stómm lengri en bóndinn gengur til heyverka, kominn á áttræðisaldur, en hann má ekki heyra annað nefnt en að setja undir mig hest og leggja mér til fylgdarsvein. Og það er ekki til neins að pexa við Jónas á Sléttu um það. Svona vill hann nú hafa það, og einhvem veginn býður mér í gmn, að hann sé vanastur að hafa það eins og hann vill. Svo það er ekki annað að gera en að kveðja þessi ástúðlegu og gestrisnu hjón og ríða af stað. Hesteyri er ekki nein stórborg, aðeins dálítið þorp, en vinalegt og hlýlegt þorp. Húsin standa í breiðu af samfelldum túnum, snoturt skólahús niður við sjóinn, kirkja uppi á túnunum. Ofan úr brekkunum, þaðan sem við komum, er þekkilegt og vinalegt að líta yfir þorpið, íjörðurinn lognblár fram undan og handan við hann LásQall eða Lásinn, sem skilur milli Hesteyrar og Veiðileysuíjarðar. Mér kemur það í hug þegar ég horfí yfír ijörðinn, stafalygnan og friðsælan, að hér hefur skeð merkileg saga. Einu sinni var þessi ljörður fullur af lífí og fjöri, stór gufuskip ösluðu hér út og inn og drógu hvali að landi. Hér er einn sá staður þar sem íslendingar kynntust einna fyrst erlendu framtaki, ijármagni og athafnasemi í stómm stíl. Norðmenn reistu hér hvalveiðistöð á eyri rétt fyrir innan þorpið, byggðu mikil hús og höfðu mikið um sig. Þegar þeirri starfsemi lauk, stóðu húsin eftir eins og svo víða annars staðar, auð, mannlaus. En líf og athafnasemi voru horfín. Menn spáðu illa fyrir þorpinu, sem þama hafði risið upp. Það hlyti að veslast upp. Islenskt fýrirtæki keypti seinna þessi miklu hús og bryggjur og kom þama upp síldarverksmiðju, einni hinni fyrstu á landinu. Enn tóku vélar verksmiðjunnar að mása, enn tóku skip að ösla inn Hesteyrarfjörð með dýrmæta farma, þar sem nú fara aðeins heybátar Hesteyringa til heyflutninga innan úr Veiðileysufírði. Enn tók fólk að flykkjast að, og á summm varð þama iðandi starfslíf. Nú hefur þessi síldarverksmiðja ekki verið starfrækt síðustu árin, og enn tóku menn að spá illa fyrir Hesteyri. Menn gerðu sér í hugarlund, að það væri verksmiðjan, sem héldi lífinu í þorpinu og fólkinu, sem þar bjó. Ef til vill hefur það líka haldið það sjálft. Eg skoðaði þessa síldarverksmiðju, þar sem ekkert hefur verið hafst að áram saman, gekk um bryggjur og síldarþrær. Það er allt með þeim dapurlega hrömunarblæ, er iðjulaus verksmiðja fær. Einmitt á þessum stað skildist mér sá djúptæki sannleikur, að verksmiðja má miklu síður vera án manna, en menn án hennar. Hún er ekkert án þeirra, aðeins hrömandi hjallar og vélaskran, sem er vígt eyðileggingunni. Þeir eru eftir sem áður menn, án hennar, og fínna sér ný bjargráð og úrræði. Eg sá ekki betur, en að fólkið lifði prýðilega á Hesteyri, þó að verksmiðjan væri dáin, og það staðfesti fyrir mér þann vísdóm Halldórs Kiljans, að „stassjón“ er ekkert eilífðarbjargráð fyrir fólkið, nema það eigi stassjónina sjálft, og að af ölluni farfuglum landsins eru engir eins hraðfleygir til heitari landa þegar harðnar á, eins og „stassjónistar“. Mér var það mikil ánægja að sjá, hvemig þetta litla þorp hefur komist í gegnum sína atvinnukreppu, á bjargráðum, sem fólkið finnur sér sjálft, þeint bjargráðum, sent fólgin em í gæðum landsins og sjávarins, þegar ötulleiki og manndómur er fyrir hendi til að hagnýta sér þau. Þess vegna þótti mér svo vænt um að sjá heybáta Hesteyringa koma hlaðna handan úr Veiðileysufírði, vænt um að sjá, hvemig allir áttu annríkt og nóg var að starfa. Heimaerbezt 325

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.