Heima er bezt - 01.07.2006, Qupperneq 40
stunda góða og gagnlega vinnu, hirða vel
um búsmala sinn, eyða vargi, rækta jörðina,
veita á hana vatni, leggja vegi, byggja brýr
og metta hungraða. Þegar komi er sáð í
frjósama mold, skelfast djöflamir, þegar
það spírar og vex, stansa hjörtu þeirra af
ótta, og þegar það er fullþroskað, uppskorið
og komið í kvöm, engjast þeir og kveina
af kvölum. En aftur á móti fítna þeir og
dafna, þar sem óræktin ríkir og illgresið
nær að festa rætur og breiðast út.
Að jarðlífi loknu hlýtur sérhver sinn dóm.
A örlagabrúnni mjóu sitja englar og kveða upp úrskurð sinn
eftir breytni hvers og eins. Sumir fá að ganga hiklaust eftir
brúnni og inn til frelsis og fagnaðar handan hennar, en aðrir
steypast niður í biksvart og illa þeíjandi djúp helvítis. Máttur
hins illa skyldi þó ekki vara að eilífu, því að Zaraþústra
boðaði að um síðir kæmi til einhvers konar lokauppgjörs
milli þessara tveggja afla og að þá mundi ljósið og lífið
fara með sigur af hólmi. Ut frá sterkum átrúnaði á ljósið
og sólina var eldurinn talinn sérstakur helgidómur í þessum
fomu trúarbrögðum sem og jörðin sjálf. Af þeim sökum
mátti hvorki óhreinka eldinn né jörðina með því að grafa
eða brenna hina dánu. Lík þeirra voru því sett á bera kletta
eða fjallstinda og aðra eyðistaði, þar sem gammar og aðrir
hræfuglar tærðu hold þeirra, svo að það hvarf á skömmum
tíma.
Sagnir herma að Zaraþústra næði 77 ára aldri og endaði
ævina sem píslarvottur, þar sem hann og margir trúbræður
hans vom brytjaðir niður í bardaga vió flokk vantrúaðra.
En í þann mund sem allt virtist glatað, varð það boðskap
spámannsins til happs að konungur landsins tók trúna og vann
síðan að útbreiðslu hennar í landinu. Þannig varð trúin fost í
sessi og var um síðir viðtekin sem eins konar ríkistrú. Eftir
að Alexander mikli sigraði Persaveldið á síðari hluta fjórðu
aldar f. Kr. varó þessi foma trú samt að þoka fyrir grískum
trúarbrögðum, þótt hún héldi velli að einhverju leyti. En
gríska tímabilió leið hjá og þá tók nýpersneska ríkið við og
það stóð um margra alda skeið. Þá áttu trúarbrögð Zaraþústra
langt og öflugt blómaskeið. En allt þetta hmndi skyndilega
til gmnna eftir hemám Araba um miðja
7. öld e. Kr., því að þá var persnesku
þjóðinni snúið til Múhameðstrúar með
góðu eða illu og við það situr til þessa
dags.
Þeir af fylgismönnum Zaraþústra
sem eftir þetta varðveittu trú sína áttu
illa ævi og þegar kom fram á 10. öld
tóku margir þeirra það fyrir að flytjast
úr landi. Settust sumir þeirra þá að á
eyjunni Hormoz í Persaflóa, en fluttust
svo þaðan til Indlands, þar sem þeir hafa
æ síðan dvalist í sérstöku samfélagi í Bombay og nágrenni.
Kallast þeir Parsar, iðka trú sína af kostgæfni og lifa grandvöru
lífj. Talið er að um eitt hundrað þúsund manns séu í þessu
trúfélagi á Indlandi og að nokkrir tugir þúsunda haldi enn
velli heima í íran eða Persíu, þrátt fyrir þrengingar og ofsóknir
Múhameðsmanna. Trúarbrögð Zaraþústra em talin stórmerk
fyrir næman skilning á réttu og röngu, góðu og illu sem og
fyrir háleitar siðgæðiskröfur. Fer heldur ekki milli mála að
kenningar þessar hafa haft mikil áhrif á ýmis önnur trúarbrögð
og þá einkum gyðingdóm og kristna trú.
Helgirit Fom-Persa kallast Avesta og hefur að geyma
boðskap Zaraþústra, þó ekki væri hann færður í letur fyrr
en nokkm eftir hans dag. Bókin var í miklum metum á tímum
persneska stórveldisins, en vegur hennar dvínaði mjög eftir
að það leið undir lok. Einnig glataðist frumrit bókarinnar,
þegar Alexander mikli lét brenna borgina Persepólis árið
331 f. Kr. Ný gerð þessarar helgu bókar var samt sett saman
eftir að nýpersneska ríkið reis á legg á 3. öld f. Kr. og
notuð í margar aldir. En eftir að Múhameðstrú tók við og
fylgismenn Zaraþústra vom ýmist neyddir til trúskipta eða
að fara úr landi, lenti helgiritið í hrakningum og glataðist.
Einhver handritsbrot sluppu þó við eyóileggingu og bámst
með fylgismönnum hins foma spámanns til Indlands. Þaðan
er síðan komið það sem enn er eftir af þessu fomfræga
helgiriti.
Úr hlaðvarpanum
framhald af bls. 292
eldingarvarans, sem líklega er eitt fyrsta ef ekki alfyrsta
áhaldið sem nýtt var í tengslum við rafmagn.
Síðan hefur mikið vatn til sjávar runnið á þessu sviði, og
nú er svo komið, eins og fyrr segir, að án rafmagnsins getum
við tæplega verið, og flest öll framkvæmdasemi þjóðanna
færi fyrir lítið ef það væri skyndilega frá okkur tekið. Og í
dag þykir okkur það svo sjálfsagt að það er ekki meira en
svo að við tökum eftir því sem slíku, nema þegar rafveitan
klikkar. Og þá munar okkur aldeilis um það.
Athugasemd
í grein Brynjólfs Guðmundssonar í 4.-5. tbl. HEB,
„Minningabrot frá stríðsárum“, kemur fram að trillubátur, sem
lenti í skothríö Breta, hafi verió síðasti bátur frá Loftsstaðasandi.
Svo mun ekki vera, því glöggur bóndi í Villingaholtshreppi
hefur bent höfundi á að Jón á Loftsstöðum hafi átt tvo báta
eftir þennan bát. Hinn fyrri var trilla í félagi með Sigmundi
Jónssyni á Syðra-Velli og hinn síðasti lítill árabátur.
Leiðréttist þetta því hér með.
328 Heima er bezt