Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 43
Framhaldssaga 3. hluti af hafi Ingibjörg Sigurðardóttir: egar Lauga leggst til hvíldar þetta kvöld, fmnur hún að hún er sæmilega ánægð með kvöldið, en þó naut hún ekki gleðinnar á þann ríkulega hátt sem hún er farin að venjast upp á síðkastið á dansleikjum borgarinnar. Ari er svo háttvís og reglusamur, og gjörólíkur öðrum kunningjum hennar, og henni fmnst hann blátt áfram ekki samkvæmishæfur, en þó er hann líklega beztur af þessum kunningjum hennar í Reykjavík. Fundum þeirra Ara og Laugu hefír ekki borið saman síðan á dansleiknum, og síðan er liðinn tæpur mánuður. En hugur Ara hefír oftar en áður dvalið hjá Laugu, og hann hefir sagt móður sinni frá henni og fólkinu hennar í Hvammi, sagt henni, að hann hafí verið daglegur gestur þar á heimilinu á meðan þeir félagamir, Gunnar og hann, stunduðu laxveiðamar þar nyrðra, og alltaf notið hinnar beztu alúðar og gestrisni. En móðir hans hefír sagt honum að bjóða Laugu heim, henni finnst það ekki mega minna vera fyrir alla þá gestrisni, sem hann varð aðnjótandi á heimili foreldra hennar. Þeim mæðginunum kemur saman um það að bjóða Laugu til síðdegisverðar næstkomandi laugardagskvöld, ef hún eigi frí. En svo ætlar Ari að bjóða henni með sér í leikhúsið. Nú er komið fóstudagskvöld og Ari vill ekki draga það lengur að færa þetta í tal við Laugu. Ljós logar í herbergisglugganum hennar Laugu, svo Ari dregur af því þá ályktun, að hún sé komin heim frá vinnu sinni. Hann gengur að kjallaradyrunum og hringir bjöllunni. Lauga kemur fram og opnar hurðina. „Gott kvöld, Lauga, og þökk íyrir síðast“, segir Ari glaðlega. „Sömulciöis, gott kvöld“. Hún stendur kyrr í dymnum og býður honum ekki inn, en hann heyrir óm af hlátrum og háværum samræðum innan úr herbergi hennar. Hún hefír auðheyrilega fleiri en einn gest fyrir, og Ara langar ekki til þess að fara lengra. Hann byrjar því á erindi sínu fonnálalaust og segir: „Mamma bað mig að bera þér kveðju sína, og hún býður þér til síðdegisverðar með okkur annað kvöld. Síðan langar mig til að bjóða þér með í leikhúsið. Hvað segir þú um þetta, Lauga?“ „Ég þakka þér íyrir, Ari, og sömuleiðis mömmu þinni, en ég er boðin út annað kvöld og get því ekki komið til ykkar“. „Jæja, svo það er þá alveg afsvar?“ Rödd Ara leynir ekki vonbrigðum hans. „Já, ég er upptekin, en ég lít kannske inn til ykkar einhvemtíma seinna í vetur“. „Ef þú verður þá ekki alltaf jafn upptekin“. Hann snýr frá dyrunum. „Vertu sæl, Lauga“, segir hann lágt, stígur inn í bifreið sína og ekur á brott. En Lauga stendur kyrr um stund og horfír á eftir honum. Hún hálf iðrast þess að hafa hafnað boði hans og sagt honum ósatt. Það var enginn búinn að bjóða henni út annað kvöld þegar Ari kom til hennar, en hún var þess fúllviss að annar ungi pilturinn, sem staddur var inni hjá henni, væri kominn í þeim tilgangi að bjóða henni með sér á dansleik. Það hefði getað verið nógu gaman að fara heim til Ara og sjá móður hans, sem var svona þjóðleg að bjóða herrni, ókunnugri, heim, en það tækifæri var glatað að þessu sinni. Lauga lokaði kjallaradyrunum í flýti og hraðaði sér inn til gesta sinna. Laugardagskvöldið er milt og kyrrlátt. Ari er fyrir löngu kominn heim frá vinnu sinni og hvílir sig á legubekknum í dagstofunni. En hugur hans er óvejulega dapur og órór í kvöld. Hann tekur sér bók og byrjar að lesa, en getur ekki fest hugann við hana nema skamma stund, og setur hana aftur inn í skáp. Móðir hans kemur með kvöldkaffíð og drekkur Ara til samlætis. Síðan rís Ari á fætur og segir: Heimaerbezt 331

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.