Heima er bezt


Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 47

Heima er bezt - 01.07.2006, Blaðsíða 47
skammt frá götunni, þar sem hann er staddur, og út úr húsinu koma maður og kona. Hann hægir ósjálfrátt ferð sína meir en áður, því konuna þekkir hann strax. Það er Áslaug frá Hvammi og engin önnur. Hann sér að þau leiðast af stað frá húsinu, en bæði eru þau reikul í spori, og pilturinn getur ekki haldið jafnvæginu. Hann er auðsjáanlega ofúrölvi. Rétt á eftir þeim kemur annar piltur. Hann gengur til þeirra, talar eitthvað við þau, en Ari heyrir ekki, en svo tekur hann undir hönd piltsins, sem leiðir Áslaugu, og styður hann heim að húsdymnum. Þeir hverfa inn um dymar og hurðin lokast að baki þeim. Áslaug stendur kyrr nokkur andartök og horfir á eftir þeim, en svo reikar hún af stað út á götuna, staðnæmist þar og horfir í allar áttir, eins og að hún viti ekki hvert halda skuli. Ari getur ekki látið hana afskiptalausa lengur. Hann ekur til Áslaugar, nemur staðar og opnar hurð bifreiðarinnar. „Gott kvöld, Áslaug", segir hann. Áslaug horfir á hann um stund sljóum augum, en svo áttar hún sig og þekkir hann. „Gott kvöld, Ari, hvaðan kemur þú?“ „Ofan úr sveit. Ert þú á heimleið?“ „Já”. „Viltu koma inn í bifreiðina til mín, ég skal aka með þig heim“. Hún slagar að bifreiðinni og sezt upp í sætið við hlið hans. „Áttu ekki heima á sama stað og síðastliðinn vetur?“ spyr hann. „Jú. Ég var að koma úr skilnaðarhófi frá einum vini mínum, hann er á fömm norður á síld“. „Hann hefir veitt þér rausnarlega, sýnist mér“. „Já, Ari, þar var nóg að drekka. Hann var búinn að lofa því að fylgja mér heim, en svo fór hann frá mér“. Ari hlær kuldalega. „Hann hefir líklega ekki verið vel ferðafær“. „Jæja, sama er mér, fyrst þú ætlar að skila mér heim“. Lauga fær sér vindling og reykir hann í ákafa. En Ari ekur hratt heim að húsinu, þar sem hún leigir, og nemur þar staðar. „Jæja, þá erum við komin heim til þín, Lauga“, segir hann og opnar hurð bifreiðarinnar. Hún rís upp úr sætinu og stígur út úr bifreiðinni, en fellur þegar á götuna. Ari snarast út og reisir hana á fætur. Svo leiðir hann hana heim að kjallaradyrunum. Lauga fær honum lykilinn að hurðinni og hann opnar dymar. Svo fylgist hann með Laugu inn í herbergi hennar. Hún reikar að legubekknum og fleygir sér þar út af, en Ari stendur kyrr í sömu spomm og virðir fyrir sér hið óvistlega herbergi Áslaugar. Hann hryllir við því að skilja hana hér eina eftir, svona illa á sig komna, en hann sér ekki nema eina leið til þess að bjarga því við, og segir hlýlega: „Viltu ekki koma heim með mér, Lauga?“ „Til hvers?“ „Bara til þess að sofa og hvíla þig“. „Heldur þú að ég geti ekki sofið héma?“ „Jú, en þú ert svo illa á þig komin, að ég vil ekki skilja þig hér eina eftir“. Hún hlær grófum, drafandi hlátri. „Nú líður mér einmitt vel. Heldur þú að ég fari að sofa hjá þér, Ari?“ segir hún stríðnislega og hlær aftur. En Ara er engin gleði í huga og hann segir alvarlega: „Nei, Lauga, ég myndi aldrei biðja þig að samrekkja með mér, nema þá undir fullkomlega heiðarlegum kringumstæðum. Það er annað, sem fyrir mér vakir, en draga þig lengra niður í svaðið“. Lauga sezt upp á legubekknum og lítur sljóum, reiðilegum augum á Ara. „Um hvað ertu eiginlega að tala?“ „Ég er að tala um það, að mig langi til þess að hjálpa þér, og komdu nú með mér heim til mömmu“. „Finnst þér að ég eigi svona bágt?“ Hún hlær háðslega. „Já, í mínum augum áttu það, Lauga, og ég vil reynast þér vel“. „Nei, ég fer ekki með þér. Því ert þú að flækjast hér?“ „Ertu búin að gleyma því af hvaða ástæðum ég er hér staddur?“ „Ég vil ekki hafa þig héma, ég get séð um mig sjálf‘. Hún stendur á fætur og slagar í áttina til hans með kreppta hnefa. „Vertu róleg, Lauga, og lofaðu mér að tala við þig“. „Nei, ég tala ekki við þig. Burt með þig!“ Hún reiðir hnefann til höggs, en Ari tekur um hinn kreppta hnefa og segir lágt og sefandi: „Áslaug, ég er vinur þinn“. „Ég á nóga vini“. Hún kippir að sér höndinni. „Út með þig!“ hrópar hún í æsingi. Ari færir sig nær dyrunum, en ætlar ekki að gefast upp að svo stöddu. Áslaug æðir að honum og greiðir honum högg með fætinum. „Út með þig, eða ...!“ „Já, Áslaug, ég skal fara og ekki skipta mér af þér framar. Vertu sæl“. Rödd hans titrar af sársauka og reiði. Hann gengur út að bifreiðinni og ekur hratt heim. Áslaug skal ekki þurfa að sparka honum út framar, hér eftir má hún liggja í svaðinu hans vegna, hún á hvorki samúð eða vináttu hans lengur. Áslaug sér Ara hverfa út úr dyrunum. Hún skellir hurðinni í lás og reikar að legubekknum og veltur þar sofandi út af, án þess að geta afklætt sig. Hin markvissa elfa tímans heldur áfram að streyma — árin koma og líða, atburðir gerast og falla í djúp gleymskunnar. Aðrir lifa í endurminningum og varpa ýmist fr á sér birtu eða skuggum. Nú er það vetur, sem ríkir. Bjartur en kaldur yetrarmorgunn rís yfir höfuðborginni. Áslaug frá Hvammi vaknar af þungum svefhi. Hún stígur fram úr legubekknum, gengur að vatnskrananum og fær sér að drekka. Svo lítur hún í spegil, sem hangir á þilinu, og athugar útlit sitt. Hana hryllir við spegilmynd sinni. Andlitið er náfolt og kinnamar innfallnar af hor. Djúpir, bláir baugar fyrir neðan hin döpm, flöktandi augu, og hárið þunnt og rytjulegt. Hún strýkur með hvítri, tærðri hendi yfir enni sér og andvarpar sárt. Svo reikar hún aftur að legubekknum og leggst þar fyrir. Hyldýpt hinnar sámstu eymdar og niðurlægingar er orðið hlutskipti hennar, og hún getur engan látið sjá sig. Framhald í næsta blaði. Heimaerbezt 335

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.