Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 6
Móðurforeldrar mínir, Elísabet Jónsdóttir og Valdimar Þorvaldsson, sem lengi var sótari í Reykjavík, áttu heima vestur á Brekkustíg. Þar í nágrenninu var lítil búð, aðeins hurðin og gluggi sneru að götunni. I búðinni var gamall maður, og í minningunni var hann grár. I þessari búð var óskiljanlega góð lykt, ég hef aldrei fundið svona lykt nema þar. Mig minnir að sælgætið væri í glerkrukkum með loki og í hverri krukku var lítil skófla. I minningunni var sælgætið mjúkt. Eg man líka vel eftir skóbúð Péturs Andréssonar, sem var handan götunnar á homi Framnesvegar og Vest- urgötu. Eg man vel eftir konunni sem afgreiddi í búðinni, hún talaði svo lágt. Eg átti aldrei heima á Brekkustígnum en kom oft í heim- sókn til afa og ömmu. Blómvellir á Seltjarnarnesi Þetta var eins og sveit. Lóðin var ófrágengin, ekki búið að slétta hana eða rækta, þar óx mikið af peningablómum, lokasjóði, þess vegna var húsið skírt Blómvellir. Það voru engin hús á móti og í kring var mýri. Maðurinn sem byggði húsið hét Guðmundur Jónsson og var bróðir föðurafa míns. Húsið er úr timbri og forskalað. Við fluttum þangað 1946. Þá var það nýbyggt, ómálað og ekki búið að setja gólfefni. I húsinu vom tvær samliggjandi stofur, svefnherbergi, eldhús, þvottaherbergi, kompa og lítið baðherbergi með sturtu. Það var eins hjá okkur og flestum á þessum tíma, að faðir minn vann fyrir heimilinu en mamma var heima með okkur Guðjón og mig. Eg á tvö systkini, Guðjón og Hafdísi. Þau em yngri en ég- Það var skurður á milli okkar húss og Sunnu- hvols, sem var næsta hús við Blómvelli. Það var sett spýta yfír skurðinn fyrir brú og á skurðbökkunum uxu hundasúmr. Bak við húsið var mýri ég held að hún hafí oftast verið kölluð Eiðismýri en sveitabærinn Eiði var í norður út við sjóinn, nokkru vestar en öskuhaugamir. Þegar rok var á norðaustan kom mikið fok frá haugunum, klósettpappír og annað miður skemmtilegt hékk á gaddavírsgirðingunum. Það lagði mikinn fnyk frá haugunum. í mínum huga var mýrin varla fær nema fuglinum fljúg- andi. Þama vom miklir skurðir, sennilega verið að reyna að þurrka mýrina upp. Gaddavírsgirðingar héngu sumstaðar uppi í kringum hana. Það sem skemmtilegt var við mýrina var, að þegar fór að frjósa þá kom þar gott skautasvell. Eg var ekki nema sex ára þegar ég fékk skauta og ég gat farið í þá í útidyrunum heima og renndi mér strax á svellinu á skurðunum alla leið út á Hauga- og Eiðistjörn. Á haugunum vom rottur og einu sinni kom ein í heim- Elísabet og Guðjón í spariförunum. Blómvellir á Seltjarnar- nesi. Theodór, Kristín, Gyða Margrét. 574 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.