Heima er bezt - 01.12.2006, Page 8
Ég grét á kvöldin, enda var ég mjög háð móður minni.
A bænum voru tvær stelpur, systur, önnur jafngömul mér,
hin yngri. Þetta gerðist helst fyrir kvöldmatinn en ég grét
víst minna ef það var kjöt í matinn en ekki saltfískur. Val-
gerður húsmóðirin á bænum var mjög skynsöm kona. Hún
sagði mér seinna að hún hafi tekið mig í fangið og þá hafi
ég ekki verið lengi að huggast. Svo hafi ég farið að leika
mér með krökkunum og allt var gleymt. Hún sagði „þig
vantaði öryggi.“
Fjallið mitt er Ingólfsfjall og draumastaðurinn minn fyrir
sumarbústað er Grímsnesið, sunnanmegin við Alftavatnið.
Það fmnst mér fallegasti staðurinn. Ég átti sumarbústað
norður á Ströndum og það var fínt, en ég á hann ekki leng-
ur. Ég var fimm sumur í Grafningnum, á Torfastöðum, en
sjötta sumarið var ég búin að eignast systur og var heima að
passa hana. Gefa henni að borða, baða og búa til á hana föt
og gera allt sem krakki á mínum aldri gat gert. Mér fannst
þetta mjög skemmtilegt. Móðureðlið og ijölskyldukonan
kom snemma upp hjá mér og ég hafði alltaf verið mjög
gefín fyrir dúkkur.
Attirðu mikið af dúkkum þegarþii varst lítil?
Nei, ég man ekki eftir dúkkunum mínum. Það var einhvem
tíma mjög snemma á Blómvöllum að ég fékk fína dúkku
með postulínshöfuð. Vinkona foreldra minna hafði átt þessa
dúkku og ég fékk hana í jólagjöf. En bróðir minn var ekki
lengi að stúta henni. Þar með var sá draumur búinn. Ég
eignaðist ekki almennilega dúkku fyrr en ég var orðin tíu
ára. Þá fóm mamma og pabbi til Englands að heimsækja
þessa vinkonu sína og þá var keypt handa mér dúkka, sem
var öll úr hörðu plasti. Ég á hanna enn þá. Einu sinni eign-
aðist ég bláan dúkkuvagn, hann var úr jámi en skermurinn
úr plasti sem rifnaði fljótlega. Við stelpumar í nágrenninu
fórum oft í búaleik og bökuðum dýrindis drullukökur í dós-
arlokum og sem við skreyttum með blómum.
Ég naut öryggis og frelsis en það gat líka verið einmana-
legt og tómlegt að alast upp á þessum stað. Það var lítið af
krökkum á mínu reki í nágrenninu.
Þegar ég fór í Mýrarhúsaskóla og var ég eina stelpan sem
var sjö ára. Það var dálítið einmanalegt. Þá var skólinn í
gamla húsinu sem enn stendur.
Þá byrjuðu krakkamir í skóla 7 ára en ég var búin að vera
í tímakennslu áður hjá konu sem var inn á Snorrabraut og
var kennari og sennilega hætt að kenna í skóla vegna ald-
urs. Hún hét Guðrún. Dóttir hennar vann með föður mínum
en hann vann þá hjá Gísla Jónssyni, eins og fyrr segir, ók
vömbíl og vann í versluninni. Þá var fyrirtækið til húsa á
Ægisgötunni. Fyrirtækið var með vömskemmu úti í Sörla-
skjóli, í bragga, og þar voru geymdar birgðir fyrir togarana
sem hann gerði út.
Það var steyptur garður í kring um skólann og lóðin var
ógróin, með möl, en á votviðristímum mynduðust pollar,
Elísabet Jónsdóttir yngri ásamt ömmu sinni og alnöfnu.
sem voru vinsælir hjá mörgum. Það voru ekki nein leik-
tæki í skólaportinu og lítið hægt að gera sér til gamans en í
frímínútum vomm við oftast rekin út. Mig minnir að skól-
inn hafi verið fyrst frá klukkan eitt til þrjú og ég lék mér
ekki við neinn.
Það var einn strákur í bekk með mér, sem var betri en aðrir.
Hann heitir Bjami Ingimundarson og var frá Völlum við
Nesveg. Hann var aldrei með neina hrekki eða fíflaskap.
Ég eignaðist seinna vinkonu sem átti heima á Elliða, hand-
an við Nesveginn, nokkm austar. Hún heitir Edda og var ári
yngri en ég. Mamma Eddu var Guðný, afar fær saumakona.
Af því að ég var ein, var um það samið að hún fengi að byrja
í skólanum þó að hún væri yngri. Það var talsvert liðið á
skólann þegar hún byrjaði. Það var mikill munur fyrir mig
að fá stelpu með mér.
Ég var í Mýrarhúsaskóla allan bamaskólann en það var
ekki neinn gagnfræðaskóli á Nesinu svo að ég fór í Gagn-
fræðaskóla Vesturbæjar, sem var við Öldugötu, í húsi gamla
Stýrimannaskólans. Þangað fór ég með strætó. Þar var Guðni
A. Jónsson skólastjóri og þama var ákaflega gott kennaralið.
Sverrir Kristjánsson kenndi mér dönsku, aðrir kennarar vom
Jón Guðnason, Bjami Guðnason, Haraldur Magnússon og
Óskar Magnússon frá Tungunesi, sem var ógleymanlegur
kennari. Hann sagðist tala fegursta mál á Islandi. Hann var
fáskiptinn og virðulegur maður. Þegar við voram að ljúka
seinni bekknum og farin að fá hvolpavit, þá var það hann
sem ræddi við okkur um hlutina sem ekki vom í bókunum.
Óskar var sannur vinur okkar og það fúndum við, þó svo
að hann væri alltaf dálítið stífur og virðulegur.
Ég var í A-bekk og þegar komið var undir vor sagði hann
að við fæmm öll í menntaskóla og tók til að kenna okkur í
aukatímum, grasafræðina, en Óskar var náttúmfræðikenn-
ari.
Eftir að hafa verið í Vesturbæjarskólanum fór ég í Gagn-
576 Heimaerbezt