Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Page 9

Heima er bezt - 01.12.2006, Page 9
in, þurft að sauma á mig bæði kjól og kápu og ég man að ég fékk minnsta kyrtilinn. Við vorum fermd í Fríkirkjunni af séra Jóni Thorarensen. En af því að pabbi var í vinnu hjá Gísla Jónssyni og keyrði vörur út í búðimar, þá hafði hann betri tækifæri en margir aðrir til þess að nálgast það ómögulega, eins og gos. Gos náði hann í og það var geymt til veislunnar. Þetta var mjög myndarleg matarveisla og ég man ekki hvort maturinn var keyptur hjá Síld og físk eða annars staðar. Veislan var haldin heima á Blómvöllum, þá var ekki búið að byggja ofan á húsið svo að húsgögnin vom tekin upp í svefnherbergi pabba og mömmu og þar sett borð undir veislu- föngin. Eg fékk þá fínasta kjólinn sem ég hafði átt fram að því, kjól sem Guðný á Elliða saumaði. Mamma hafði alltaf saumað allt á mig en hún var mjög góð saumakona. Kjólinn var gulleitur, úr satíni með siffoni yfír og svart- an bolero-jakka úr flaueli. Það komu allir ættingjarnir sem vom boðnir og fyrstu frænkur, sem komu úr föðurættinni, gáfu mér hálsfesti og eymalokka sem pössuðu við kjólinn. Það voru ekki samantekin ráð, því þær vissu ekkert hvernig kjóllinn yrði á litinn. Eg fékk flatbotna svarta lakkskó með slaufu, sem mikið vom í tísku á þessum tíma. Ég var búin að fá permanent hjá Fríðu á Bjargi. Mig minnir að hún hafi gert þetta heima hjá sér, en hún átti þá heima á efstu hæðinni á Bjargi. Ég fékk úr frá pabba og mömmu og mjög flotta næl- onblússu frá Binnu frænku minni, Binnu, sem á Ullarhúsið í Austurstræti. Ég man að þetta var svo flott blússa, sem sást mikið í gegnum og hún var með blúndunr og plíseringum. Ég man alltaf hvað mér fannst hún æðisleg, hún var í kassa. Ég fékk mjög mikið af skartgripum sem ég not- aði kannski ekki mikið en þeir vom svo tískubundnir. Svo var það Sæli kafari, Ársæll Jónasson. Þau hjónin gáfu mér Bismarks silfurarmband. Ég á mynd af mér á fermingardeginum og það var þá sem ég uppgötvaði að ég væri ekki ljót. Það var maður annarrar móð- ursystur minnar, Fljörtur Bergstað, hann var búin að ákveða það að þegar ég fermdist, þá myndi hann koma og taka af mér mynd- ir. Fljörtur var alltaf svo hlýr og góður, hann var bróðir Jónasar Jakobsson- ar myndhöggvara. Hann kom með myndavél í ferm- inguna og tók af mér fullt af myndum og gaf mér margar myndir og sumar þeirra stækkaðar. Svo var líka farið með mig í mynda- töku á ljósmyndastofuna hjá Lofti. Þetta var góður tími og mjög eftirminnilegur. Ferming. Um sumarið fór ég að Brúðkaup. fræðaskóla verknáms, sem var til húsa í Braut- arholti. Þar var Magn- ús Jónsson skólastjóri. Mér leiddist í þessum skóla og ég var búin að læra allt sem kennt var þar nema félagsfræðina. Ég valdi þennan skóla út af handavinnunni og var í saumadeild. Ég hafði hugsað mér að verða handavinnukennari. Þá var ekki talað um hönn- un. Ég var þar ekki nema Stúdent. einn vetur og fannst ég hafa lítið þangað að sækja. Fermingin mín Það var mjög eftirminninlegur dagur. Það var búið að vera langt verkfall og ekkert til. Þetta var 24. apríl 1955. Það var ekki til gos og lítið til í matinn nema helst fískur og það var erfitt með alla hluti. Af því að ég var smávax- Heimaerbezt 577

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.