Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Page 13

Heima er bezt - 01.12.2006, Page 13
Theodór að vinna við skýrslugerð. Fyrirtækið þróaðist og ég fékk fyrst umboð fyrir sjúkralyftur frá Noregi, einnig ýmiskonar smærri hluti. Þetta jókst og næst kom umboð fyrir hjólastóla, rafmagnsstóla og hjúkr- unarrúm. Theodór lést 7. maí 1989. Þann 28. júní hefði hann orðið fímmtugur. Aður en við giftumst sagði Theodór við mig: „Ef þú giftist mér verður þú ung ekkja.“ I byrjun árs 1982 fór Theodór í rannsókn. Þá var hægt að rannsaka sjúkdóm hans mun betur en áður. Það var komin taugagreinir og hægt að taka vefíasýni. A eftir var mér sagt nákvæmlega hvað var að honum og hann myndi deyja úr þessu. Fram að þessu hafði ég neitað að horfast í augu við það. A eftir fór ég í langt sjokk. Svo varð ég að gera mér grein fyrir þessu og þegar lengra leið fannst mér hann deyja vikulega fyrir framan augun á mér. Þetta var ægilega lýjandi, hvað aðdragandinn var langur á meðan líf hans var að fíara út og því fylgdi margt erfítt og sérstaklega það að geta ekkert gert. En ég hafði tíma til að sjá hvernig þetta myndi fara þó svo að auðvitað væri það skelfílegt áfall þegar maðurinn minn lést. Ég tók ekki sorgina út strax, því það var svo margt erfítt í kringum þetta. En ég gerði það seinna, þegar Jóhann Pétur Sveinsson dó. Jóhann var formaður Sjálfs- bjargar og tók við af Theodóri. Mér leið oft mjög illa eftir að missa Theodór. Þegar mér leið sem verst var ég alltaf að leita að lausn- um og meðal annars fór ég að skoða Guðspekifélagið. Áður en ég geri það er ég búin að fara í Norræna heil- unarskólann, svo fer ég í skóla til Erlu Stefánsdóttur. Ég fór 1 hugleiðslu hjá Guðspekifélaginu. Geir Ágústsson, maðurinn sem kenndi þar, verður svo næsti maður í lífí mínu. Það stóð ekki lengi því hann lést snögglega fyrir eigin hendi. Þegar ég horfi til baka þá var ég búin að vita svo lengi að Theodór væri að deyja. En munurinn var sá með Geir, að hann var fullfrískur maður þegar hann deyr. Síðan hef ég búið hér ein í húsinu mínu og rekið Tóniku ehf. En allur fyrirtækjarekstur gengur upp og niður, oft hefur gengið mjög vel. Maður verður bara að kunna að taka sveifl- unum, það er galdurinn. En straumhvörf í rekstrinum verða þegar ég verð fyrir bílslysi 2004. Fékk hálshnykk og var óvinnufær á eftir. Þá gerist allt á sama tíma. Sameining varð í umboðunum erlendis og þau voru tekin af mér. Ég var það mikið veik eftir slysið að ég hafði ekki kraft til að berjast. Þetta breytti mjög miklu í lífi mínu. Þá þurfti ég að fara að hugsa ýmislegt upp á nýtt, hvað ég ætti að fara að gera og hvernig ég gæti séð fyrir mér. Þá lærði ég NLP og lauk því námi með meistaraprófi, en hef lítið unnið við það ennþá. NLP er aðferð sem fer fram með samtali og sefíun til að breyta líðan, tilfínningum, hegðun og búa til raunhæf mark- mið, með því að breyta í undirmeðvitundinni. Að búa ein Að vera ein er á köflum mjög leiðinlegt. Við búum í lokuðu samfélagi þar sem maður getur ekki ávarpað ókunnugt fólk. Einu staðirnir þar sem það er leyfílegt er í heitu pottunum og svo á börunum. Á börunum eru yfírleitt hálffullt fólk eða alfullt og þangað á ég ekkert erindi. Ég var orðin svo leið á þessu að fyrir þremur og hálfu ári, í apríl 2003, ákvað ég að gera eitthvað í þessu. Það er eins og stór skurður sé á milli fólks sem er eitt, á miðjum aldri og þeirra sem eldri eru. Ég sé enga brú yfír þessa stóru gjá eins og ég gerði fyrir tuttugu árum. Ég bjó í heimi fatlaðra í tuttugu ár. Eftir stúdentsprófíð og ég hætt í Fláskólanum, þá sótti ég náms- stefnu sem stóð í einn dag og hét hjálp við fatlaða í heima- húsum. Þeir sem áttu að tala þarna voru ágætis fólk en engin þeirra var með fötluðum einstaklingi alla daga eins og ég. Mín vakt var allan sólarhringinn og það tekur á, en ég tel það ekki eftir. Á þessa ráðstefnu kom ungur maður, sem hafði hryggbrotnað í bílslysi. Ég vissi hverjar afleiðingamar vora, og að kynlíf þeirra var ekki eins og þeirra sem heilbrigðir eru. Þessir menn kvörtuðu undan því að þeim væri ekki kennt annað en að klæða sig, banka blöðruna til að tæma hana og fara úr og í hjólastólinn og allt sem þeir þyrftu að gera og gætu gert í athöfnum daglegs lífs, en það var lítið talað um kynlíf- ið. Ég sá að eitthvað þurfti að gera í þessum málum. Inn um bréfalúguna á heimili okkar Theodórs kom mikið af timaritum Samtökum fatlaðra á Norðurlöndunum. Ég las þessi blöð. Eftir þessa ráðstefnu hugsaði ég að það er eytt svo miklum tíma og peningum í að halda fundi en hvað kemur út úr því? Eitt blað sem fer ofan í skúffu, sem aldrei er opnuð. Nú ætla ég að gera eitthvað. Ég stofnaði hóp 1982 sem vann í eitt ár. í þessum hópi voru læknar, sálfræðingar og fatlað fólk. Við ræddum málin og ég fékk fullt af bókum Heimaerbezt 581

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.