Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 15
Hjörtur . 5*1
Þórarinsson: 1 ■
Æviferill Fjalla-
Eyvindar og Höllu
I M aö er erfltt að fara 2-
M 300 ár aftur í tímann og
rekja Iaunferðalag eins
frægasta útilegumanns íslandssög-
unnar, Eyvindar Jónssonar og konu
hans Höllu Jónsdóttur. Samtímasagn-
ir eru til þegar kom til kasta sýslu-
manna. Þjóðsagnir urðu miklar. Þær
voru sprottnar af ýmsum ástæðum.
Almenn forvitni hefur ávallt haldið
uppi slíkum sögum, ævintýralegur
flótti hefur vakið aðdáun hjá sumum
en einnig hræðslu sem almennt ríkti
gagnvart útilegumönnum. En cinnig
hefur velgjörðamönnum þeirra verið
í senn Ijúft að villa sem mest um fyrir
réttvísinni, en jafnframt nauðsynlegt
að afneita allri aðstoð við grunaða
sauðaþjófa. Víða hefur hann átt vel-
gjörðamenn í byggð. Útlegðin var for-
senda fyrir sauðaþjófnaði Eyvindar
en gagnstætt var hjá öðrum þjófum,
sauðaþjófnaður þeirra var forsenda
útlegðar.
Elstu almennu sagnimar eru frá Gísla
Konráðssyni. Það kom í hlut föður hans,
Konráðs Gíslasonar hreppstjóra á Völl-
um í Skagafirði, að flytja Höllu, eftir
fangtöku á Hveravöllum, yfir að Þing-
eyrum til Bjarna Halldórssonar sýslu-
manns. Síðan tóku fleiri saman brot af
lífshlaupinu, og úr því hafa spunnist
munnmæli og þjóðsögur, seni koma m.a.
fram í Þjóðsögum Jóns Amasonar.
I nútíma ritum em tvær bækur sem
veita ómetanlegar upplýsingar. Guð-
mundur Guðni Guðmundsson skrifaði
Sögu Fjalla-Eyvindar, 1. útg. 1970 og
2. útgáfa 2004 er kom út hjá Vestfirska
forlaginu. Þá ritaði Olafur Briem bókina
.......
Útilegumenn og auðar tóttir, 1959. Sú
bók var endurútgefm og aukin 1983.
Við lestur þessara bóka og með hlið-
sjón af því horfellis og hörmungar árferði
sem ríkti á þessum ámm, vekur það það
undmn og aðdáun hvernig þau gátu
bjargað sér áfram með þetta þrennt á
Bœrinn Traðarholt, eins og hann er í
dag.
móti sér, árferðið, flóttann og íjalladvöl-
ina. A sama tíma féll fólk úr hungri sem
bjó við frjáls kjör í byggð.
Æska og uppvöxtur
Eyvindar
Hlíð, Lœkur, Traðarholt
Eyvindur Jónsson fæddist 1714 að
Hlíð í Hmnamannahreppi. Foreldrar
hans vom Jón Jónsson og Ragnheiður
Eyvindsdóttir. Böm þeirra hjóna urðu
10. Eyvindur var elstur systkina sinna.
Hann þótti greindur og ráðkænn, en til-
tektarsamur, sundmaður góður og vel
fær á handahlaupi. Hann náði kunn-
áttu í lestri. Handlagni hans var við
brugðið og mun hann hafa haft atvinnu
af smíðum.
Heimaerbezt 583