Heima er bezt - 01.12.2006, Side 17
Lcekur í Flóa.
lesandi en óskrifandi. Raular gjarnan
fyrir munni sér kvæða- eða rímnaer-
indi, þó afbakað.,,
Ekki er kunnugt um ferðir Eyvind-
ar næstu árin eftir að hann hvarf frá
Traðarholti, en sögnum
ber saman um það að
hann hafi sest að búi á
Vestfjörðum og gerst þá
ráðsmaður hjá Höllu Jóns-
dóttur ekkju í Miðvík í
Aðalvík.
vestfirðir,
Hornstrandir
Halla Jónsdóttir lífs-
förunautur hans kemur
til sögunnar
Súgandaíjörður, Miðvík í
Aðalvík, Hrafnfjarðareyri.
Öllum sögnum ber saman
um að Eyvindur hafi farið til Vestijarða
þegar hann hvarf frá Suðurlandi. Samt
sem áður ber að hafa í huga að allir
sem reyndu að liðsinna honum, gátu
talist samsekir ef þeir liðsinntu rikt-
uðum þjófi. Æviferill hans frá 1745 var
næstum óslitið launferðalag. Velgerð-
armenn hans hafa vafalaust villt um
fyrir fulltrúum réttvísinnar eftir megni
og ástæðum hverju sinni.
Árið 1742 gerist Bergsveinn Hafliða-
son prestur í Súgandafirði. Hann var
jafnaldri og sveitungi Eyvindar. Þau
tengsl leiða líkur að því að Eyvindur
Kort yfir Hrafnfjarðareyri við Jök-
idfirði.
hafi fyrst flutt sig þangað, einnig styð-
ur það sagnir um að Halla Jónsdóttir
(f. 1715?) hafi verið þaðan. Þessu til
viðbótar er talið að hún hafi síðan verið
ekkja og búsett í Miðvík í Aðalvík og
þangað hafi Eyvindur svo komið og sest
að í búi með henni. Staðfestar sagnir
eru ekki til staðar, en staðfest er að þau
leigðu Hrafnljarðareyri nálgt 1755, af
áður nefndum Bergsveini, sem þá var
orðinn prestur á Stað í Grunnavík.
Náttúrufegurð á Hrafnjjarðareyri.
Mikil harðindi voru á þessum árum.
I Höskuldsstaðaannál segir:
„Gekk á þeim vetri og vori hvinnska,
hnupl og þjófnaður almennt af flakkandi
fólki líka sumum, er inni voru fram-
ar en fyrri, er gripu bæði ætt og óætt.
Sauðastuldur víða, einninn hrossa, enda
át þá sumur húsgangur allt það tönn á
festi og það fundið gat.„
Bóndinn á Hrafnfjarðareyri
í Jökulfjörðum
I skrá yfir tugthústolla í Isa-
Ijarðarsýslu frá árinu 1760,
er þess getið að Eyvindur
Jónsson bóndi á Hrafnfjarð-
areyri greiði tugthústoll, eitt
lambskinn og einn skilding.
Engin leynd hefur hvílt yfir
Eyvindi þetta árið.
Böm þeirra, sem talið er að
hafí komist á legg, em tvær
dætur, Guðrún, sem fæðist
1749 og Ólöfárið 1755 eða
1757 Þessum dætmm sínum
kemur Eyvindur í fóstur hjá
vinafólki sínu, en þó mun
Guðrún hafa verið með þeim
undir Amarfellsmúla 1762,
því þar komu í leitimar hjá Brynjólfí
sýslumanni „skór 10-11 vetra gamals
ungmennis af sauðskinni, barns nær-
skyrtu ræfill af einskeftu, og bams-
sokka ræflar,,.
Frá árinu 1760 fer að syrta í álinn.
Grunur um sauðaþjófnað vaknar og einn-
ig gætu sagnir úr Flóanum frá 1745
hafa borist vestur í Jökulfírði.
Telja má víst að launferðalag þeirra
næstu 20-25 árin hefjist árið 1760-
61.
Framhald í nœsta blaði.
Heimaerbezt 585