Heima er bezt - 01.12.2006, Page 18
Freyja Jónsdóttir:
Brot úr
merkrar
ævi
konu
Hún hét Sigríður Ögmundsdóttir, fœdd að Svínhólum í
Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, þann l.júlí 1886yngst átta
systkina.
Foreldrar hennar voru Guðrím Marteinsdóttir og
Ögmundur Runólfsson, bændur á Svínhólum.
Guðrún var fædd á Flatey á Mýrum œttuð úr Breiðdal
af hinni svokölluðu Þorvaldsstaðarœtt (sbr. Ættir
Austfirðinga). Ögmundur Runólfsson Þorsteinssonar var
frá Geitavík í Borgarfirði eystra.
Þegar Sigríður var tæpra tveggja
ára lést faðir hennar. Leyst-
ist þá heimilið upp, elstu
bömin fóm í vinnumennsku á
ýmsum bæjum en Guðrún Mar-
teinsdóttir flutti að Steinaborg á
Berufjarðarströnd til Þorsteins
bróður síns, sem þar bjó rausn-
arbúi og vom yngstu bömin
meó henni. Eftir tveggja ára
dvöl á Steinaborg giftist Guðrún
Marteinsdóttir Þorgrími Þorláks-
syni bónda í Gautavík. Hann var
þá ekkjumaður með fjórar ungar
dætur.
Þannig atvikast það, að þegar Þor-
grímur missir konu sína, Þómnni Stein-
grímsdóttur, fær hann unga stúlku, Guðrúnu
Ögmundsdóttur, til að stýra búinu. Svo
vel líkaði Þorgrími við hana að hann bað
hana að ílengjast hjá sér. Guðrún Ögmunds-
dóttir ber það í tal við móður sína og er
miður sín, hún vorkenndi litlu stúlkunum
móðurlausu, en þá var Guðrún leynilega
trúlofuð pilti úti á Djúpavogi og vildi ekki
slíta því sambandi.
Björn Björnsson.
Sigríður
Ogmundsdóttir.
Guðrún Marteinsdóttir, móðir hennar,
tekur það ráð að skrifa Þorgrími og tclur
það góðan kost að hún komi ráðskona til
hans. Þetta verður úr og Guðrún flyst að
Gautavík.
Tókust með þeim Þorgrími góðar ástir
og gengu þau í hjónaband og eignuðust
þijú böm saman.
Effir stuttan tíma í Gautavík fluttist Sig-
ríður til systur sinnar, Guðrúnar Ögmunds-
dóttur, er þá var giff Sigurði Einarssyni frá
Djúpavogi. Þau fluttu síðan til Fáskrúðs-
fjarðar. Sigríður var þar að mestu þar til
hún giftist Bimi Bjömssyni Hallgrímssonar
ffá Stóra-Sandfelli. Þau gengu í hjónaband
þann 22.desember 1907, en þá hafði Sig-
ríður menntað sig lítilfjörlega, eins og hún
sagði sjálf. Hún var um tíma á Seyðisfirði
og vann hjá Eyjólfi Jónssyni klæðskera og
lærði þar karlmannafatasaum. Einnig var
hún um tíma í Reykjavík við matreiðslu-
störf en Sigríður var vel greind kona og
lífið varð hennar mesti skóli.
Sigríður og Bjöm festu kaup á
húsi, Uppsölum. Þann 27. nóv-
ember 1908 fæðist fýrsta bam
þeirra, stúlka, sem hlaut nafnið
Sigrún. Um svipað leyti taka þau í
fóstur Valborgu litlu Sigurðardótt-
ur en Guðrún systir Sigríðar, lést
þá um sumarið (26. júní 1908)
frá sex ungum bömum. Yngstar
voru þær Agústa og Valborg, fæddar
20. ágúst 1907. Ágústa fór í fóstur
til Þorsteins, bróður Sigríðar og konu
hans Helgu Þorkelsdóttur en þau bjuggu
í Gilstungu á Fáskrúðsfirði.
Næst í röðinni af bömum Sigríðar og
Bjöms var Jóhanna, f. 12. september 1912,
hjúkrunarkona til fjölda ára á Landsspít-
alanum. Þar á ef'tir var Benedikt, f. 31.
júlí 1916.
Bjöm stundaði sjóinn og einnig vom
þau hjón með smá búskap.
I mars 1918 varð Bjöm fyrir slysi um
586 Heimaerbezt