Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 20
Sigríður Ögmundsdóttir með Birnu á
fermingardegi hennar.
sem mátti ekkert aumt sjá. Það var ekki
alltaf gengið eftir greiðslu lyrir húsaskjól
og veittan greiða.
Til þess að geta rekið þetta var hún með
skepnur, kýr og hænsni. Hún var mikil garð-
yrkjukona og ræktaði matjurtir, kartöflur,
gulröíiir og kál og svo mætti lengi telja.
Af sumum var Sigríður talin vinnuhörð
en það var ekki meira en venja var í þá
daga, því þá þurftu allir að vinna.
Bömum sínu kom hún öllum til manns
og urðu þau öll hið myndarlegasta fólk.
Elst þeirra var Sigrún en hún giftist frek-
ar ung Antoníusi Samúelssyni, fæddum
1906. Hann var Fáskrúðsfirðingur. Sigrún
og Antoníus eignuðust fimm öm. Elst þeirra
var Bjöm, fæddur 1928. Hann giftist konu
sem hét Guðrún Mikaelsen og þau eign-
ast tvær dætur.
Bjöm Antoníusson var á besta aldri
þegar hann dmkknaði með Flrafhkeli úr
Garði.
Næst kom Jón, sem var fæddur 1930
og Jóhann fæddur 1932, Sigríður fædd
1935 og Erlingur 1938.
Árið 1952 deyr Antoníus og þá stóð
Sigrún eftir ein. Eftir það flutti hún til
Reykjavíkur og vann þar ýmis störf.
Næst í röðinni af bömum Sigríðar og
Bjöms, var Jóhanna hjúkrunarkona, fædd
12. september 1912. Jóhanna vann við
hjúkmn á Landspítalanum til fjölda ára.
Sigrún Björnsdóttir, Jóhanna Björns-
dóttir og Valborg Sigurðardóttir.
Sigríður Ógmundsdóttir með dætur
sínar. Talið frá vinstri: Jóhanna, Sig-
riður, Birna og Sigrún.
Hún giftist ekki og helgaði sjúkum alla sína
krafta. Næstur á eftir henni kom Benedikt,
fæddur 31. Júlí 1916. Hann vann fyrst sem
bílstjóri hjá Marteini Þorsteinssyni en mest-
an part ævinnar var hann við verslunarstörf.
Hann var bílstjóri í vegavinnu og kynntist
þá konunni sinni, sem varráðskonavega-
vinnumanna, Kristínu Magnúsdóttur frá
Eskifírði. Hún var fædd 5. nóvember 1921.
Þau settust að á Uppsölum, á heimilinu
hjá Sigríði, sem fór þá aðeins að minnka
við sig heimilisstörfin.
Ekki var annað að merkja en hlutimir
gengju vel fyrir sig þó að hún léti smátt og
smátt af stjóm til tengdadóttur sinnar.
Kristín og Benedikt eignuðust einn son,
Bjöm, afar efhilegan mann. Þau tóku dreng-
inn Harald, í fóstur sem var óvenjulega fal-
Rósa Þorsteinsdóttir
og Marteinn Þor-
steinsson, mikill
athafnamaður versl-
unar og útgerðar, auk
fiskverkunar.
legt bam, ljúfur og góður.
Haraldur var sonur vin-
konu Kristínar, sem var ffá
Eskifirði. Bima varyngst
af bömum Sigríðar og Bjöms og er ein
eftirlifandi af systkinahópnum.
Sigríðurtók frænku sína Hólmfnði Ein-
arsdóttur til sín og átti hún heimili sitt hjá
Sigríði um áratuga skeið og þegar árin
færðust yfír hana var vel að henni hlúð.
Hún var algjör einstæðingur sem ólst upp á
hrakningi fyrstu ár ævinnar, en hún missti
móður sína þegar hún var á fyrsta ári.
Það var meira að segja ekki alveg ömggt
með aldur hennar en trúlega hefur hún
verið 2-3 ámm eldri en hún hélt. Hólm-
ffíður andaðist 100 ára. Hún var einstaklega
ljúf manneskja og bamgóð og þeim sem
kynntust henni þótti vænt um hana.
Guðrún Einarsdóttir fra Odda, segir frá
því hvað henni er það minnisstætt þegar
Sigríður í Uppsölum var að vaska upp.
„Hún var alltaf með vatn í tveimur fotum,
fyrst var skolað úr köldu, síðan þvegið úr
heitu vatni og leirtauið sett í grind. Síðan
glattaði hún yfir hvert og eitt sfykki, bolla,
588 Heimaerbezt