Heima er bezt - 01.12.2006, Qupperneq 24
Agúst Sigurðsson
frá Möðruvöllum
♦
9 myndir
á kórgafli
Sunnlendingurinn Þorsteinn málari
var fœddur i Skarfanesi á Landi vorið
1817, frumburður hjónanna Guðmundar
Þorsteinssonar og Guðlaugar
Guðmundsdóttur. Þau bjuggu í Skarfanesi,
unz Þorsteinn var 18 ára, en fóru þá búnaði
sínum út Jyrir Þjórsá, festu byggð sína í Hlíð
í Gmipverjahreppi 1837. - Segir nánar frá
fólki og fjölskyldu Þorsteins í öðrum þœtti,
en báðir voru Guðmundur og faðir hans
nefndarmenn og hreppstjórar á Landi og
í Eystrihrepp. Fjórar töflur Þorsteins eru
enn yfir altari. Ein brann á Lundarbrekku í
Bárðardal 1878, ein eyðilagðist í kirkjufokinu
í Hrepphólum, um eina er spurn, etv.fúin og
ónýt. Olafsvallataflan er hjá Morkinskinnu.
Ein er á Þjóðminjasafni, síöan verk Einars
Jónssonar frá Galtafelli kom á kórgaflinn í
Stafholti eftir 1952.
Hafði Skarfaneshjónunum fæðzt fjöldi bama, áður en
þau fóru frá Skarfanesi, lifðu þá 12, eftir tveggja
áratuga hjónaband. - í Hlíð er svigrúm til sauðabú-
skapar mikið, en langur bakkinn að Stóm Laxá. Vinnufólks
var fúll þörf, en fátt var þess og öll sparsemd nauðsyn.
Elzti sonurinn hefur ekki reynzt býsna liðtækur. Hitt vekur
athygli, að Guðmundur gat lagt honum til eins vetrar vist,
herbergi og fæði í Kaupntannahöfn haustið 1844. Eftirsjáin
í vinnumanninum, elzta drengnum, hefur ekki verið tiltak-
anleg, en furðu rúmur fjárhagur að geta greitt fargjald og
húsnæði með matvist og þjónustu. Endurgjald heim kom-
ins listmálara gat ekki verið hugmynd Guðmundar bónda í
Hlíð. Fremur eygð vonin, að hann gæti bjargazt í Borginni
við Sundið og yrði ekki baggi á heimilinu, sem verkefna-
lítill listmálari hlaut að verða um miðja 19. öld.
I sérprentaðri ritgerð 1992 (Amesingur II) segirPáll Skúlason
frá Bræðratungu, að Jón Johnsen yfirdómari, Álaborgar-Jón
endranær kallaður, leitaðist við að styrkja Þorstein til list-
592 Heimaerbezt