Heima er bezt - 01.12.2006, Side 25
náms. Hitt er víst, að Jón Sigurðsson lagðist fast á plóginn
og útvegaði Þorsteini 4 vetra námsstyrk í Höfn, auk sam-
skotaijár þingmanna, er Alþingi var endurreist 1845. 100
ríkisdala styrkurinn hverju sinni, svaraði ríflega 7 mánaða
húsaleigu með fæði. Eftir 4 vetur og vel það með sumarveru
a.m.k. eitt árið, kom Þorsteinn heim í Hlíð 1848, 31 árs.
Fyrst í stað mátti eygja von í listmálaranum, en hann seldi
8 altaristöflur á fyrstu 5 árunum eftir námið á Listaháskól-
anum í Kaupmannahöfn. Svo varð hann matvinnungur hjá
fólki sínu í Hlíð. 1860 var 9. og síðasta altaristaflan keypt
á kórgaflinn austur í Stöð. Þá var Þorsteinn a.m.l. farinn
að heiman.
Altaristöflur í kirkjunum voru um miðja 19. öld dökkar
ijalamyndir með málaraverki af síðustu kvöldmáltíðinni
eða atburði langa frjádags. Eru nokkrar slíkar enn í kirkju-
húsi í dreifbýlinu og þykja sóma sér vel, aðrar á söfnum.
Allmikill rammi eða skápur með yfirbyggingu er um lítið
málverkið, sem er stækkað um helming með vængjum á
hjömm, áður nefnt útskotnum mynda-hurðum. Þar er gjarna
á myndmál úr Gt, Móse og Aron. Ein slík töflubrík var í
Hrepphólakirkju 1849, talin bezta verk, en 1851 hafa sókn-
armenn gefið til kirkjunnar olíumálaða altaristöflu í gylltri
umgerð, eftir Þorstein Guðmundsson málara. Kostaði hún
50 ríkisdali. Hin fyrri var afskrifuð með biskupsbréfi. Verð
nýju töflunnar var allt að hálfu leyti fólgið í útskomum
ramma (álímdu skrauti) og dýrri gyllingunni, sem var full-
komin nýlunda hérlendis. Gizkað skal á, að Þorsteinn hafi
haft gullbronsið með sér frá Kaupmannahöfn. Myndefnið,
kvöldmáltíðin, var vönduð eftirlíking heimsfræga málverks
Leonardos da Vinci.
Altaristaflan eyðilagðist í kirkjufokinu 29. desember
1908.
Önnur tafla, sömu gerðar, einnig í gylltri umgerð, var
komin í kirkjuna í Bræðratungu, þegar síra Jóhann Kr. Briem
prófastur vísiterar þar 4. júní 1850. Kostaði hún 32 ríkisdali
og hlýtur ramminn að hafa verið viðhafnarminni. Gáfu Guð-
mundur Guðmundsson og Vigdís Þórðardóttir hjón í Króki
töfluna. Er hún enn í Bræðratungukirkju og þykir dýrmæti,
sem von er.
7 aðrar altaristöflur Þorsteins vom flestar frá ámnum
1852-1853, nema Stöðvarmyndin, skráð árið 1860. Vafa-
lítið máluð mörgum ámm fyrr. Kirkjan í Stöð var mjög
hrörlegt hús, þegar hún var lögð niður, en nýtt guðshús
safnaðarins vígt úti á Kirkjubóli 1926. Þá höfðu hinar björtu
altaristöflur Ankers Lund o.fl. Dana, fyrir löngu orðið öll
tízka, en íslenzkra málara frá um 1910, Asgríms, Þórarins
B. Þorlákssonar og litlu síðar Kjarvals og Eyjólfs Eyfells.
Hvort sem mynd Þorsteins í Stöðvarkirkju var skemmd eða
óhrein af sóti, var hún ekki samkvæm tíðarandanum. Hún
hvarf með gamla prestssetursstaðnum í Stöð, en kann að
vera geymd með afkomendum síra Guttorms Vigfússon-
ar (d. 1937). Anna Þorsteinsdóttir prófastsfrú, dótturdóttir
hans, man vel eftir altaristöflu sunnlenzka málarans, en
telur afdrif hennar óljós.
Máluð altarisbrík með útskotnum fjölum var í Búrfells-
kirkju í Grímsnesi 1848. Þá var kirkjan þar svo til nýtt
Altaristaflan í Bræðratungu. Myndfrá Elísabetu Gutt-
ormsdóttur.
Búrfellskirkja byggð 1845. Mynd: A.S. 2006.
Ólafsvallakirkja á Skeiðum. Altaristafla Þorsteins málara
er m't í viðgerð hjá Morkinskinmt skv. upplýsingum Sig-
þrúðar Jónsdóttur í Tröð. Mynd: A.S. 1959.
Heimaerbezt 593