Heima er bezt - 01.12.2006, Page 31
Kviðlingar
kvæðamál
Umsjón: Auðurm Bragi Sveinsson
Vísnaþáttur
Góðir vinir vísna- og alþýðukveðskapar. Hér er safnað
saman margvíslegum yrkisefnum. Vísnasmiðir láta sér ekk-
ert mannlegt óviðkomandi. Þeir kveða um allt milli himins
og jarðar, eins og Sveinn frá Elivogum segir í forspjalli að
ljóðabók sinni, Andstæðum( 1933):
Kvað ég hnjóð og kersknimál,
kvað um fróða presta,
kvað um glóð, og k\>að um stál,
kvað um góða hesta.
Oft til svanna kvœði kvað,
kenndur glanni í brögum,
glöggt ei vann að gœta að
guðs né manna lögum.
Kristján Eldjárn forseti var gott skáld, eins og kunnugt
er. Eg heyrði Þórarin, son Kristjáns, flytja vísu eftir föður
sinn, og ég lærði hana á stundinni, eins og við gerum, er
við heyrum snjalla og vel orta vísu.
Oll mín kvæði erufikt
eða skrípalœti,
aðeins reykur eða lykt
af öllu, sem ég gæti.
Eins og þið vitið sjálfsagt, var ég kennari lengi, og leið-
beindi mörgum nemendum við nám. Um það get ég sagt
út frá eigin reynslu:
Eg kom mér vel við krakkana
og kunnáttuna glœddi,
og prúðmenni og prakkara
ég pínulítið fræddi.
Ekki meira af eigin kveðskap að sinni, en snúa sér að
hagyrðingi mánaðarins, sem ég svo nefni. Að þessu sinni
verður Vestfírðingur fyrir valinu. Maður er nefndur Elís
Kjaran Friðfinnsson, fæddur í Dýrafírði 1928. Þekktur er
hann fyrir fleira en hagmælsku, því að
hann hefur unnið þrekvirki í vegamálum með jarðýtu
sinni. Gert færan veg um hina svonefndu Vestfírsku Alpa,
leiðina milli Arnarijarðar og Dýrafjarðar. Um þetta starf
orti Elís Kjaran hina þjóðkunnu vísu:
Kafa ég I klof að vana,
kanna leiðina.
Eg er að fara upp á hana,
elsku heiðina.
Elísi Kjaran kynntist ég sumarið 1997, er hann vann við
að byggja bæ Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri, en hann er
smiður góður. Hann kvað þar:
Frá hafinu leggur hœgan nið;
það hjalar við kletta og sanda.
I fjörunni báran flaðrar við
fjörugrjótið að vanda.
Margan erfiðan klett og múla þurfti Elís að kljást við á
leið sinni um hina illfæru Vestfírsku Alpa og fékk sigur.
Um baráttu sína á þessum vettvangi, orti Elís eftirfarandi
ferhendu, sem ekki þarfnast frekari skýringa:
Snúast sumar snörurnar,
- snjöll eru svör hjá mörgum.
Eg er að fara á fjörurnar
jyrir Siggu á Björgum.
Á Hrafnabjörgum bjó lengi ein, Sigríður Ragnarsdóttir
(1924-1998).
Yrkisefni Elíss Kjarans eru mörg, en ég held, að vísur
hans um baráttuna við ófærumar verði að sitja í fyrirrúmi
í þessum vísnaþætti, en þar hefur hann unnið mikið þrek-
virki, sem ber að meta að verðleikum. Um þetta starf sitt
yrkir Elís Kjaran;
Okkur hjá er andinn frjáls
undir Skútabjargi.
Tönninni í hillu háls
hjó ég - líkur vargi!
Bratta vanur. - Brekkuslóð
beittir sporar tróðu.
Heima er bezt 599