Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.12.2006, Blaðsíða 35
upprannin hjá fomþjóðum Mesopotamíu, þá náði hún enn meiri útbreiðslu hjá öðrum þjóðum og alveg sérstaklega hjá Rómverjum á keisaratímanum. Einnig var það margt annað en himintunglin sem þessir spekingar fornaldarinn- ar tóku mark á í daglegu lífí. Þar á meðal vora vissir dagar er höfðu ákveðna merkingu. Af þeim sökum voru búin til eins konar almanök, sem sýndu góða eða slæma daga. Eimir jafnvel eitthvað eftir af þessari ævagömlu dagatrú, svo sem fram kemur hjá okkur í orðtökunum: Mánudagur til mæðu, þriðjudagur tii þrifa, laugardagur til lukku og fleira þess háttar. Af öðrum fyrirbærum sem mark var á tekið í fornöld, má minna á fugla og flug þeima. Fálkinn þótti, til dæmis, afar merkilegur spáfugl og boðaði yfírleitt eitthvað gott. Öðru máli gegndi um hrafninn sem talinn var óheillafugl. Ef hrafn flaug krúnkandi fyrir framan herflokk á leið til orrastu, þá boðaði það að illa mundi fara fyrir hermönn- unum og að fæstir þeirra ættu afturkvæmt heim frá bardag- anum. Einnig vora til ýmis óheilladýr og þóttu slöngur hvað viðsjárverðastar. Raunar hafói hvaðeina í ríki náttúrunnar tiltekna merkingu og gilti það jafnt um jarm lambsins og flug spörvans sem sólina, tunglið og stjömurnar. Af öllu þessu drógu kunnáttumenn tiltekna lærdóma og skynjuðu fyrirboða um það sem í vændum var. Þá má líka minna á drauma og ráðningar þeirra, sem skiptu afar miklu máli hjá flestum fomþjóðum. Má í því sambandi benda á drauma Jóseps í Gamla testamentinu, sem glöggt dæmi um slíkt. Loks skal svo getið um bikarspádóma, sem mjög vora stund- aðir í fornöld. Þeir spádómar vora í því fólgnir að vatn var látið í bikar og síðan fáeinir dropar af olíu ofan á. Olía og vatn eru ósamrýmanlegir vökvar og spádómurinn var í því fólginn að lesa úr þeim kynjamyndum sem fram komu í olíunni á yfírborði vatnsins. I Gamla testamentinu kemur fyrir orðið bikar í merkingunni forlög og segir það sína sögu um útbreiðslu bikarspádóma í fomöld. Hjá fornþjóðum var það yfírleitt fremur fámenn klerka- stétt sem hafði einkarétt á spáfræðinni. Þessir menn iðkuðu list sína við fómarathafnir í musteram eða öðram helgi- setram. Þeir gættu vel leyndardóma spáfræðinnar, svo að engir óvígðir fengju aðgang að þessari dulspeki. Kunnátt- an á þessum vettvangi gekk síðan í arf frá föður til sonar og af þeim sökum vora þeir tiltölulega fáir sem fengu að tileinka sér vísdóminn og vígjast inn í launhelgar spáfræð- innar. Þetta var þekking sem guðimir opinberaðu aðeins fáum útvöldum og þeirrar þekkingar varð að gæta vel fyrir hnýsni óviðkomandi manna. úr hlaðvarpanum framhald af bls 5 72 nú að gera a.m.k. einu sinni á hveni 31 klukkushind, auk tíma sem fer í það að fá sér í svanginn, o.s.frv. Þetta þýðir að sleðinn er að ferðast á rúmlega þúsund kílómetra hraða á sekúndu, sem er unr 3000 sinnum meira en hljóðhraðinn. Til samanburðar má geta þess að hraðasta manngerða geimfarið drattast eihhvað um 44 kílómetra á sekúndu og venjulegt hreindýr hleypur í allra rnesta lagi um 20-25 kílómetra á klukkustund. Og álagið á sleðann er líka umhugsunarefni. Ef gert er ráð fyrir því að hvert bam fái ekkert meira en eitt lítið legókubba- sett, sem vegur kannski rúmt kíló, þá þarf að hlaða á sleðann 321.000 tonnum, og er þá jólasveinninn ekki talinn með, en hann er nú oft ansi þykkur undir belti að sjá. Ef reiknað er meö að venjulegt hreindýr geti dregið um 135 kíló á landi, og þó aó gert væri ráð fyrir því að tegundin fljúgandi hreindýr væri til, og gæti dregið tíu sinnum meira en venjulegt hreindýr, þá er útilokað að 8 eða 9 hreindýr gætu áorkað því sem til þarf. Það þyrfti hvorki meira né minna en 214.200 hreindýr. Þessi fjöldi eykur auövitað þyngdina, sem fer upp í 353.400 tonn. Og til að bera það sarnan við eitthvað má segja að það sé tvötold þyngd meðalstórs skemmtiferðaskips, eins og þau tíðkast í dag. 5.353.000 tonna, sem ferðast ineð 1000 kílómetra hraða á sekúndu skapa mikla loftmótstöðu, að sjálfsögðu, og myndi hita hreindýrin gríðarlega, á sama hátt og gerist þegar geimfar er að koma aflur inn í andrúmsloft jaróarinnar. Reikningshausar fullyrða að ifemstu hreindýrin myndu verða fyrir hitun sem nærni 14,3 x 10 í átjánda veldi (tala með 18 núllum fyrir aftan), á sekúndu. Sein sagt, þau brynnu upp til agna á augabragði, og í kjölfarið kænri gífurlegur hvellur. Og enn halda menn áfram að reikna. Hreindýrin myndu gufa upp á innan við 4.26 hlutum úr sekúndu, jólasveinninn yrði fyrir gífurlegri þyngdaraukningu sem næmi 17.500 sinnum þyngd hans. 150 kílóa þungur jólasveinninn myndi því þrýstast aftast á sleðann sinn með 1.900.000 kílóa þrýstingi. Já, ekki er hún falleg, útgáfa nútíma stærðfræðinganna af jólasveininum og möguleikum hans til þess að sinna hlutverki sínu. Ekki ætlar undirritaður reyndar að taka neina ábyrgð á nákvæmni þessara útreikninga, sem gerðir eru meira hygg ég, í skemmtiskyni en raunveraleika, en þeir benda þó kannski til þess að veröld okkar sé æ meira að færast í áttina að heimi raunveraleika og staðreynda, en imyndunar og ævintýra, sem hingað til hafa tíðkast, og ekki kannski síst í kringum hátíðir eins og jólin. Og það ætla ég rétt að leyfa mér að vona að verði ekki staðreynd framtíðar, að tölur og gijótharðar staðreyndir verði það sem allt verði miðað við, því þá verður tilveran öllu fátækari og leiðinlegri. Allir, ungir sem aldnir, hafa gott af hæfilegum heimsóknum í ævintýralönd hugans, þar sem allt er mögulegt og býr til skemmtilegan grann að siðum, athöfn- um og venjum. Vu) hjá Heima er bezt, óskum lesendum okkar, nær og Jjær, innilega gleðilegra jóla, jóla þjóðlegra ævintýra og sagna. Heima er bezt 603

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.