Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.2006, Page 38

Heima er bezt - 01.12.2006, Page 38
á að þangað flytti hún næst. En hún ætlaði að flytja annað. Heim. Oft hugsaði hún um það af hverju henni fyndist hún alltaf þurfa að læðast. Líklega eitthvað frá æskuárunum. Þegar lyftudyrnar framan við borðsalinn opnuðust streymdi á móti henni lyktin af morgunverði vistmanna, hafragrautn- um; inni húktu nokkrar hræður. Lyktin fyllti vitin og var með mesta móti. Hafragrautardýrkun hafði ekki verið við völd á hennar heimili. Hún bauð góðan daginn, það var ekki að merkja að neinn hefði veitt ávarpi hennar eftirtekt. Engu líkara en mannskapurinn væri að drukkna í grárri slepjunni á diskunum. Gluggamir á borðstofunnu snera inn í portið þar sem ruslatunnumar vora og annað skran sem safnaðist þar saman. Hana hryllti við þessu öllu. Hún vildi komast burt. Þó að hún léti undan þegar ástandið á henni var sem verst, þá hafði hún staðið upp í hárinu á þeim sem vildu henni vel og harðneitað að selja. „Þú hefur ekkert með íbúðina að gera, best að selja hana sem fyrst. Hún vinnur ekki meira en svo fyrir sér þó að hún sé í útleigu.” Mikið fannst henni vont að heyra þetta sí og æ. Hún færi heim ef ibúðin væri laus. Þama í hafragrautarlyktinni tók hún ákvörðunina. Daginn fyrir jólaföstu stóð hún með lyklana að gamla heimilinu sínu í höndunum. Ekki meira en svo að hún þyrði að trúa þessu. Það hafði verið árangursrík ferð sem hún fór morguninn eftir að hún tók ákvörðunina um að yfírgefa Elli- og hjúkrunarheimilið. Hún talaði við unga fólkið sem var nýbúið að fá íbúð á Stúdentagörðum. Vegna þess að það var þriggja mánaða uppsagnafrestur vora krakkask- innin hrædd um að þurfa að borga leiguna þann tíma. Hún skildi vel áð þau hefðu ekki efni á þvi og málið leystist farsællega á nokkram mínútum. Þau aðstoðuðu hana við að koma húsgögnum og öðra sem hún átti í geymslunni sinni og þeim fáu munum sem hún var með á Elli- og hjúkranar- heimilinu, kommóðu, myndum, klukku og fötum heim í íbúðina hennar. Það varð ekki nokkur maður var við hvað hún var að bauka og sem betur fór var forstöðumaðurinn í fríi og fleiri sem réðu þama ríkjum. Hún lét það nægja að skrifa þeim bréf. Krakkamir hennar komu ekki og ekkert heyrðist frá þeim. Þau vora öragg um að henni liði vel og væri gætt af færu fólki. Það eina sem henni fannst óþægilegt við þetta allt saman var þessi gamla tilfínning sem læddist að henni: Að hún væri að stelast. Fullur kassi af jólaskrauti var á gólfmu fyrir framan hana. Hann hafði verið ósnertur í geymslunni í þrjú ár. Krafturinn seytlaði um æðamar og gleðin yfír því að geta undirbúið jólin á sínu eigin heimili gerði hana næstum unga. Hún setti aðventuljósið í stofugluggann og annað í gluggann í eldhúsinu. Hún hafði óttast að þau væra ónýt eftir að hafa legið ónotuð í langann tíma. Þrír dagar síðan hún kom heim og ekki hafði neinn hringt ennþá. Hún hafði pantað sér öryggishnapp hjá fyrirtæki sem seldi svoleiðis og henni var sagt að komið yrði með búnaðinn daginn eftir. Vissulega var það mikið öryggi fyrir hana. Hún skoðaði skrautið. Þama var gamli glerhesturinn og hreindýrin sem hún hafði keypt í Kaupmannahöfn á meðan maðurinn var lifandi og þau ferðuðust saman. Hreindýr- in höfðu heillað hana en ekki manninn. Hann var frekar á móti því að hún lceypti þau. Hún hafði eins og svo oft í hjónabandinu laumast við að kaupa þetta skraut. Hafði ekki vogað sér að kaupa þessi stóru og dýru eins og hana hafði mest langað í heldur nokkuð ódýrari. Hún hafði ekki sett þau á jólatréð árið sem hún keypti þau og það leið ár og þá skreytti hún tréð með þeim og hestinum sem alltaf var á trénu hver jól. Maðurinn hafði ekki tekið eftir hreindýr- unum, að minnsta kosti nefndi hann þau ekki á nafn. Hún vissi reyndar aldrei hvað hann hugsaði eða eftir hverju hann mundi. Hann var eins og bömin, dálítið óútreiknanlegur. Samt afar artarlegur og góður þegar á reyndi. Hún ákvað að fara að leiðinu hans fyrir jólin. Þangað hafði hún ekki komið síðan hún fór á Elliheimilið, hafði ekki verið boðið með en sagðar fréttir af jólaljósunum sem þar voru sett og hún borgaði. Ekki það að hún sæi eftir þeim peningum. Hann átti það sjálfsagt inni hjá henni. Núna ætlaði hún að gera eitthvað sérstakt fyrir leiðið. Krakkamir höfðu verið að tala um það í vor að láta setja fallegan stein á það en hún hafði ekki heyrt neitt meira um það. Það var á sunnudeginum sem þau komu, bömin hennar. Jói, sonarsonurinn var með í för. Hann hét Jóhannes eins og afí hans, en þeir voru ekkert líkir. Hún var stolt af stráknum sem var að ljúka námi í lögfræði. Dóttirin og sonurinn voru bæði dálítið æst þegar þau komu. Þau spurðu af hverju hún hefði ekki látið þau vita að hún væri farin heim og hvort hún hefði virkilega rekið fólkið út svona rétt fyrir jólin. Tilvonandi lögmaðurinn stoppaði talið og færði sig að hlið ömmu sinnar. Hún fann traustið streyma frá honum. Ekki veitti henni af styrknum, gamla óöryggið steyptist yfír hana. Þessar aðfínnslur nálguðust skammir. Hún reisti sig upp í sætinu og sagði að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur af sér, heilsan væri í góðu lagi og hún hefði fengið húshjálp og neyðarhnapp. Á meðan barðist hún við skjálftann í rödd- inni og tárin sem vildu læðast út og gera henni skömm. Til að láta þau ekki sjást sneri hún sér undan og fór að rísla í kössunum með jólaskrautinu. Þegar hún stóð við gluggann og horfði á umferðina á göt- unni á aðfangadag, jólaljósin allt í kring og skynjaði frið- inn sem fylgir jólunum, fann hún gleðina í hjarta sínu. Það skyggði samt svolítið á þegar hún fór að hugsa um gamla fólkið sem hún hafði verið samvistum við, sumir rúmliggj- andi aðrir á rölti um ganga heimilisins að reyna að drepa tímann. Hún hugsaði líka um unga fólkið, sem lenti í ógæfu og hvemig föngunum liði, sem voru innilokaðir í fangelsum. Það gat varla verið mannbætandi. Hún vissi of vel hvaða tilfmning fylgdi því að geta ekki séð út. 606 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.