Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1940, Qupperneq 16

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.04.1940, Qupperneq 16
14 B L Y S I Ð Feigur Fallandason: Og skattstjórinn sjálfur skrifaði mér. Einn daginn fékk ég bréf, aldrei þessu vant. Bréfið var snyrtilegt, enda frá snyrtilegum manni, sem sé, hvorki meira né minna en sjálfum skattstjóran- um. Þar kvartaði hann yfir því, að skattskýrsla mín hefði verið slælega útfyllt, og alls ekki fuilnægjandi, hvað sundurliðun snerti. Þessar ávítur særðu sómatilfinningu mína, svo að ég greip mitt fallega Hitlersskegg og strauk mér um sveittan skallann í sömu andránni. Þreif síðan Pelikanann minn, það er að segja pennan minn, deif hon- um á bólandi kaf í svarta hafið bláa, ég meina auðvitað blek- byttuna og rissaði skattstjór- anum bréf það, sem hér fer á eftir, Að ég læt ykkur heyra það, kemur til af því, að ég held, að það kunni að verða ykkur til uppbyggingar og verðugrar áminningar. Bréfið hljóðaði svo, í helztu tónunum: ,,Háæruverðugi herra skatt- stjóri! Sem löghlýðinn ríkisborgari, þ. e. á móti öllum landráða- mönnum, leyfi ég mér, samkv. beiðni yðar, að rita yður ná- kvæmari skýrslu yfir eignir mínar, gjöld og tekjur, svo og aðrar upplýsingar, sem ég tel, að þér þurfið að vita um. Eg heiti Feigur Fallandason og bý á Melamel 10, fjórðu hæð til vinstri. Það er gengið inn um bakdyrnar, og þér skuluð vara yður á hurðinni, það er bölvað að opna hana. Svo megið þér ó- mögulega verða skelkaður, þótt braki dáhtið í stiganum upp til mín. Ég er atvinnulaus, en í rauninni misheppnað skáld og vængbrotinn hugsjónamaður. — Ég er ógiftur, þrátt fyrir margar erfiðar tilraunir við að krækja í konu. Á fyrir engum að sjá nema sjálfum mér, og varla það. En ég kem nú að því seinna. Svo koma þá eignirnar. Og 1 sambandi við þær verð ég að biðja yður að virða viljann fyrir verkið. Efnin í líkamanum, svo sem vatn, járn, fosfór, kalk. súrefni

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.