Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Blaðsíða 3
BRETLAND OG iSLAND, Maí, 1947
Það sem þér ættuð að
vita um
COSSOR MARINE RADAR
*
COSSOR Marine Radar er tæki það, sem
almennt hefur verið tekið í notkun í
framhaldi af Radartæki því er upprunalega var
fullgert að tilhlutun brezku stjórnarinnar 1936
og framleitt var í fjöldaframleiðslu í Cossor-
verksmiðjum öll stríðsárin.
Það voru verkfræðingar Cossor-félagsins, sem
fundu tækið upp og fullkomnuðu það, og á
lokaárum styrjaldarinnar fóru fram víðtækar
rannsóknir í því skyni að fullkomna Cossor
Radar-tækiðíþjónustu kaupskipaflotans.
Þessar tilraunir báru svo ríkulegan árangur,
að þegar í desember 1945 var hægt að framkvæma
hagnýtar tilraunir með frumgerð þessa tækis
á mótorskipinu „Atlantic Coast“.
Nú hefur radar-útbúnaður Cossor-félagsins
verið reyndur í marga mánuði um borð í fjölda
skipa, þar á meðal í risaskipinu „Queen
Elizabeth“ og norska hvalveiðamóðurskipinu
„Sir James Clark Ross“.
Tilraunir þessar hafa borið tækinu ágætt vitni.
C.M.R. tæki eru nú til sölu, og hafa þau verið
sett í mörg þeirra nýju skipa sem verið er að
byggja í brezkum og erlendum skipasmíðastöð-
vum. Frekari upplýsingar eru fyrir hendi.
Cossor
FYRSTIR OG FREMSTIR
í SMÍÐI RADAR-TÆKJA
Ef óskað er, sendum vér yður sérstakan baekling þar sem
lýst er í myndum og texta taekjum þeim, sem sett hafa
verið f „Queen Elizabeth" og önnur skip. Ef þörf gerist,
sendum vér sérfræðinga til þeirra útgerðarmanna, sem
kynna vilja sér kosti C. M. R. taekjanna.
Cossor Radar Ltd., Highbury, London, N.5.
3