Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Blaðsíða 28

Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Blaðsíða 28
Nýtt landnám Eftir PAT MULLEN Meö því að nota Spartina grastegund sem auðvelt er að rækta í votlendi, er hægt að vinna margar ekrur lands úr höndum Ægis. MEÐFRAM ströndum Bretlands eru margar þúsundir ekra af saltkenndum mýrarflákum, sem ekki eru til annars nýtir en beitilands. Beitin getur haft tals- verða þýðingu sem slík, því að grasið er saltmengað og gott til fóðurs, en beitilönd eru víða til og það þykir ekki til þjóðþrifa að nota sléttlendi til þeirra hluta. Bretum er það Ijóst að mikið myndi vinnast ef haegt væri að gera þessa fláka að ræktuðu landi. Fyrst og fremst er alltaf nokkur hætta á að landið eyðist af ágangi sjávar, og svo hitt að Bretum ríður nú tæplega á öðru meiren auknu ræktuðu landi. Því eru nú uppi ráðagerðir um land- nám í stórum stíl á þessum stöðum. í þessu efni má margt læra af Hollendigum sem þegar hafa numið víðar lendur úr klóm Ægis. Meðal Hollendinga hefur notkun Spartina- grass geflst sérstaklega vel. Til eru margar tegundir af þessu grasi, en sú tegund sem bestan árangur þykir gefa er „Spartina Townsendii“. Það er hávaxið, kraftmikið gras, sem þrífst vel í saltmengaðri fjöruleðju, og var fyrst greint í fjörunum við Southampton kringum 1870. Sem villigras hefur það breiðst víða um fjörur, og í Poole Harbour í Dorset hefur það breiðst út um margar fermílur. Spartina grasið hefur mikla þýðingu vegna þess að það getur þrifist í leðjukenndum jarðvegi, þarsem engin önnur jurt getur dregið að sér næringu. Það er furðulegt að sjá hvernig þetta gras getur lagt undir sig leðjuborinn jarðveg, sem líkastur var hreinu kviksyndi, sem engum var yfir fært nema fuglinum fljúgandi. Árið 1930 var mér boðið, ásamt nörgum grasafræðingum að koma til Hollands og skoða landflæmi þar sem gerðar voru tilraunir með Spartina grasi. Þetta var landsvæði meðfram Scheldefljóti. Dr. Lotsy, frægur hollenzkur grasa- fræðingur, hafði komið til Poole Harbour árið 1923, og árangurinn af þeirri heimsókn hans var sá, að hann vakti áhuga hollenzku stjórnarinnar fyrir sandgræðslu. Ásamt öðrum hollenskum sérfræðingi, snéri dr. Lotsy heim til Hollands aftur 1924 og hafði með sér Spartina gras til tilrauna. Að þessu sinni áttum við að skoða hvernig tilraunirnar hefðu gengið, og hversu tekizt hefði að græða sandflákana í Holiandi. Við höfðum aðsetur okkar skamt frá Middelburg, og það sem við sáum var sannarlega furðulegt. Landssvæði, sem 6 árum áður höfðu verið gróður- lausar fjörur voru nú orðnar til að sjá eins og grasgefin engi. Spartina grasið hafði dreyft sér um mest allt landið og var nær 3 fet að hæð. Ég er nú staddur á Holkham landareigninni, og er hér um svipað land að ræða, enda voru hér hafnar tilraunir fyrir nokkrum árum til landgræðslu. Keyptar voru nokkur hundruð plöntur og þær gróðursettar á víð og dreif um fjörurnar. Með þessu var ætlunin að fá hugmynd um hvar og hvernig bezt væri að gróður- setja plönturnar í stórum stíl. Þó að Spartina sé fjörugresi, þá þolir það ekki of mikla seltu í jarðvegi. Þessvegna voru plönturnar gróður- settar ýmist í mikilli vætu eða lítilli, í lækjarfarvegum, á lækjar- bökkum, í pollum og víðar. Það kom í Ijós, að þar sem skilyrði eru góð vex Spartina grasið mjög ört og vinnur skjótlega bug á öllum öðrum gróðri. Það kemur varla fyrir annað en græðlingur vaxi skjótlega og verði að sterkri plöntu þegar á fyrsta ári. Bezt er að hafa jafnt millibil á milli plantnanna og planta þeim í beinum röðum, en þó verður hér að fara eftir aðstæðum. Því þéttari sem plönturnar eru í byrjun því fyr tekst þeim að þurrka jarðveginn og græða. Hæfilegt virðist að planta með 3ja feta millibili, en hægt er að hafa allt BRETLAND OG ÍSLAND, Maí, 1947 að 10 feta bil. Plönturnar skjóta frá sér rótarstönglum, sem lengjast um hér um bil 1 fet á ári, svo að hægt er að græða upp 10 fet jarðvegs á 5 árum. En í framkvæmd tekur þetta lengri tíma, og yfirleitt er álitið að það taki 10 til 15 ár að græða upp það landssvæði, sem til ræktunar er tekið. Þegar lokið hefur verið að planta út er ekki um neinn kostnað að ræða, fyrr en allt landið er grasi vaxið. Ef ekki er þörf frekari ræktunar, þá má nota landið til beitar eða heyskapar. Ef sjór fellur yfir landið á háflæði, er ekki um annað að ræða. En ef nota skal landið til frekari ræktunar, þarf að hlaða flóðgarða eins og gert er í Hollandi. Þá er það ótalið að með slíkri ræktun hækkaði jarðvegurinn í Hollandi um 18 til 20 þumlunga á 3 árum. Orsökin er sú að Spartina grasið festir jarðveginn og fangar það, sem flýtur inn á landið í háflæði, auk þess sem úrgangur úr grasinu sjálfu kemur jarðveginum til góða. Jafnframt því sem jarðvegurinn hækk- ar, verður hann þéttari og fær meiri mótstöðu gegn flæði. Af þessu leiðir bæði auknar heytekjur og betri beit. Spartina gras er ágætis fóður fyrir nautgripi og sauðfé. Það þornar skjótt eftir að það er slegið og vitað er til að það hafi vaxið 18 þumlunga á 7 vikum. í Englandi er talið að 15 ekrur af flæðiengi séu hæfilegar til beitar fyrir 20 ær, en með því að rækta Spartina gras á sama flatarmáli má fá 40 til 50 smál. af góðu heyi, auk beitar í nokkrar vikur, og því viðbættu að landinu er bjargað undan ágangi sjávar. Það er ekki hægt að sá Spartina grasi, því það ber ekki fræ, þessvegna er ekki hægt að rækta það öðruvísi en með því að planta því út. Með Spartína grasi hefur náttúran lagt manninum í hendur vopn til að sigrast á óræktarflákum, sem verið hafa gróðurlausir öldum saman. Það er furðulegt til þess að vita að England skuli hafa þurft að sækja fróðleik um þessa plöntu til Hollands, þegar Hollendingar höfðu flutt hana til sín frá Englandi. Spartina grasið hefur sama hlutverki að gegna í fjörusandi og saltborinni leðju og melgresið hefur í foksandi. Það þrifst mjög víða, bindur jarðveginn og skapar nýjan. Það er áreiðanlegt að með mark- vissu starfl verður hægt að girða hinar flötu strendur Englands með þéttum grasflákum á 10 eða 20 árum. Með því móti myndi landinu bætast víðar lendur, þar sem smjör drypi af hverju strái. 28

x

Brezk-íslenzk viðskipti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brezk-íslenzk viðskipti
https://timarit.is/publication/1859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.