Brezk-íslenzk viðskipti - 01.05.1947, Blaðsíða 12
Concert Hall •
Brezk
menningarfélög
Eftir L. H. BUNYARD
1r stíðinu var unnið að mörgum
hlutum, sem ekki komu stríðinu
beinlínis við, ogmeðal þeirravoru
ýmisleg nýmæli í félagsmálum, sem
nauðsyn þótti til að koma í kring
eigi síðar en í ófriðarlok. Eitt af
þessum nýmælum er stuðningur sá,
sem ákveðinn er í nýlegri löggjöf við
ýmiskona frjálsa félagstarfsemi. Þessi
stuðningur hins opinbera við frjálsa
félagstarfsemi, einstaklinga og almen-
nings, er að ýmsu leyti einstakur í
sinni röð.
Víða um Bretland eru menningar-
félög með ýmsu sniði, í borgum,
sveitum og bæjum. Stefnumál þeirra
eru jafn margvísleg og mannlegur
smekkur, þau eru allt frá smávægileg
úm málfundafélögum að meiri háttar
félögum, þeirra sem unna sérstaklega
hinum fögru listum. Hingað til hafa
þessi félög ekki notið annars stuðnings
en þess, sem félagar lögðu fram af
frjálsum vilja. Með styrk hins opin-
bera er þess vænzt, að slík félög geti
aukið starfsemi sína að miklum mun
og orðið miklu þýðingarmeiri þáttur
í þjóðlífinu. Einkum er vonazt til að
slíkur stuðnigur komi þeim til góða,
sem ekki eru við eina fjölina felldir,
vilja starfa víða og hafa ýmisleg og
ólík áhugamál.
Það er auðveldast að lýsa fram-
kvæmd þessara nýju laga með beinu
dæmi. ( Surreyhéraðinu, skammt
frá London, liggur Richmond, fögur
borg með um 40.000 íbúa. Þar hefur
bæjarstjórnin fengið nýstofnuðu menn-
ingarfélagi til umráða stóra byggingu
og veitt því ríflegan fjárstyrk til að
kaupa nauðsynlegan útbúnað, en
ætlazt er til þess að það sem á vantar
fáist með frjálsum framlögum ein.
staklinga. i byggingu þessari er stór
salur, þar sem hægt er að halda
almenna fundi, hljómleika o.þ.h. Auk
þess er þarna veitingastaður, salur
fyrir ýmsa leiki, lesstofur og önnur
þægindi. ( þessu félagsheimili er gert
ráð fyrir að hýsa megi 50 almenn
félög af ýmsu tæi, sem þegar eru
fyrir hendi í borginni. Oll þessi
félög hafa gerzt félagar í menningar-
félaginu, en einstaklingar, sem ekki
kæra sig um að vera í neinu af þessum
sérstöku félögum, geta gerzt félagar
í menningarfélaginu og þurfa ekki
að borga nema 10sh. ársgjald.
Samstarfi hinna ýmsu félaga og
störfum stofnunarinnar stjórnar fram-
kvæmdastjóri, og greiðir bæjarsjóður
honum laun. Hann sér um allar
fjárreiður félagsheimilins og fram-
kvæmdir þeirra starfa, sem félögin
annast ekki sjálf. Kostnaðinn við
félagsheimilið bera tillög hinna ýmsu
félaga, sem reiknuð eru eftir meðlima-
fjölda þeirra, en auk þess verður
nokkur styrkur af almennum
skemmtunum, dansleikjum o.fl.
Eftirlit með störfum heimilisins hefur
framkvæmdaráð, en það skipafulltrúar
úr hinum ýmsu félögum.
Það sem aðallega einkennir þetta
félagsheimili er hversu fjarskylt það
er almennum skemmtistöðum. Þarna
fara ekki fram neinar skemmtanir í
venjulegum skilningi, nema þegar
sýndar eru kvikmyndir, sem þó eru
aðalega ætlaðar til menntunar og
fróðleiks. Meðlimir og félögin sjá
að öllu leyti um danskemmtanir og
leiksýningar fyrir meðlimi sína. Hins-
vegar verða útvegaðir sérfræðingar
til að fullnægja þeim kröfum sem
meðlimir kunna að gera til fræðslu
og þjálfunar í ýmsum greinum. Því
má geta nærri að þetta félagsheimili
verður mjög þýðingarmikill þáttur
í öllu félagslífi borgarinnar og veitir
margvíslegri starfsemi húsaskjól, sem
áður átti hvergi höfði sínu að halla.
Þá er ótalinn sá kostur að með
slíku fyrirtæki er stofnað til mikillar
og blómlegrar samvinnu milli félaga
sem hafa áður lítið samstarf haft og
stundum keppt sín á milli. Auk þess
verður rekstur heimilisins félögunum
mikið ódýrari en félagsstarfsemi hvers
12