Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 5
DAGINN
VEGINN
í sumar er leið var haldin hér á landi mik-
il iðnsýning til kynningar á fslenzkum iðnaði.
Sýning þessi var haldin í sýningarhöllinni í
Laugardal. Sumum þotti vel takast, en öðrum
miður eins og gengur. Margir virðast hafa
vantrú á íslenzkum iðanði og er mér minnis-
stætt, er kona nokkur kom inn f búð og bað um
vörutegund eina. Kaupmaðurinn kom með blá-
an pakka og konan spyr, hvort þetta sé íslenzkt.
Kaupmaðurinn neitaði því og þá sagði konan .
" Jæja, þá astla ég að fá pakkann ".
Nú er íslenzkt sjonvarp fyrir nokkru tek-
ið til starfa, ogþeir sem selja sjénvörp, hafa
ekki við að afgreiða tækin, því eftirspurnin er
svo mikil. Eitt af aðalumræðuefmun þessa
dagana er sjónvarpið, dagskrá þess og fram-
tíðarhorfur og fleira og fleira. Inn í þetta
blandast svo, hvort Reykvíkingar fái að horfa á
"Kanasjónvarpið" svonefnda, áfram eða ekki,
og er mikið út af þessu rifizt. Þegar gengið
er um götur Reykjavíkur á miðvikudags- eða
föstudagskvöldum, má sjá bláleita skímu leggja
út um glugga flestra húsa, en innifyrir sitja
áhugasamir sjónvarpsáhorfendur.
A fslandi vantar nauðsynlega óháð dag-
blað, þvf að af forsíðum blaða þeirra^sem gef-
in eru út á íslandi í dag, er ekkert að lesa
annað en áróðursfréttir og er leitt til þess að
vita, að fyrsta tilraun til útgáfu óháðs dag-
blaðs, skyldi fara út um þúfur.
Fyrir stuttu síðan var haldin brunaútsala
í Kjörgarði hér í Reykjavík og vaknaði þá
ahugi margrar kvensniftarinnar. Þar gekk á
ýmsu fyrstu dagana og þurfti lögregluvörð við
dyrnar til að búðin yfirfylltist ekki. Lögreglu-
þjónar þessir máttu þakka fyrir að sleppa
lifandi úr þessari raun, því kvensniftirnar
rifu f þá og á þeim dundu óheyrilegar skammir.
Og nú er jólaösin í algleymi og ösin í
búðum og götum gífurleg. Nú fá börn svo
mikið af glingri og dóti að undrun sætir, og
hefði margur þegið slíkt fyrir 30 - 40 árum.
Þá var ekki velmegun jafn almenn og nú er,
og fólk hafði ekki eins mikil auraráð.
Sláum svo botn fþetta. Að lokum óska ég
lesendum blaðsins gleðilegra jóla og góðs
komandi árs.
ÖH J3X
- 5 -
L